Greinar

des 17 2009

DON´T BUY THE LIE!


Svartsokka.org

Nú er skrípaleikurinn í Kaupmannahöfn brátt á enda runninn. Kókauglýsingarnar með slagorðunum “Hopenhagen” og “Coke: A Bottle of Hope” verða brátt teknar niður af strætóskýlunum. Lögreglan mun aftur fara að áreita pólitíska flóttamenn í stað anarkista sem berjast fyrir réttlátara samfélagi.

Siemens blaðran sem einnig auglýsir “Hopenhagen” mun verða tekin niður af Ráðhústorginu og smám saman mun hugur fólks reika að imbakassanum í leit að innihaldslausu lífi. Hvað kom út úr tveggja vikna stanslausum fundarhöldum, fyrirlestrum, auglýsingum, mótmælum, öskrum, slagorðum, bannerum, óeirðum, blóði, grjóti, táragasi? Read More

des 05 2009

Grænþvottur er nýja sjónarspilið!


Eftirfarandi grein mun birtast í þriðja tölublaði anarkistatímaritsins Svartur Svanur sem kemur út í desember.

Nú í desember fer fram fimmtánda lofstlagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, Cop15, í Kaupmannahöfn. Búist er við miklu andófi við ráðstefnunni og fölskum lausnum hennar við umhverfisvandamálunum sem steðja að jörðinni. Svartur Svanur fjallar um ráðstefnuna, græna sjónleikinn, loftslagsbreytingar, endurlífgun kapítalismans, grunnhyggna umhverfissinna, einkavæðingu, kúgun og aukið eftirlit.

Við viljum í fyrstu taka það fram að við erum hvorki vísindamenn né sérfræðingar í loftslagsbreytingum. Líklega værum við alls ekki viðriðinn andófið gegn COP15 loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna, ef sannleikurinn væri ekki sá að hinn stórkostlegi alþjóðlegi sjónleikur (e. spectacle) um loftslagsbreytingar snýst um endurreisn kapítalismans og alger yfirráð hans; endurlífgun stigveldisins, arðránsins, kynja-, kynhneigðar-, og kynþáttahyggjunnar, feðraveldisins, markaðs- og einkavæðingarinnar, kúgunarinnar, undirokuninnar, morðanna, lyganna og græðginnar.

Nú spyrja sig eflaust einhverjir hvort við höldum í alvöru að loftslagsbreytingar muni leiða til aukinnar kúgunar af hendi ríkisstjórna. Og hvers vegna þá að brjóta niður kapítalismann? Nú, við  skulum við útskýra hvers vegna. Með þessari grein ætlum við að hnýta saman nokkra enda og gera bráðnauðsynlegar tengingar varðandi loftslagsbreytingar. Read More

nóv 27 2009

Er HS-Orka í krísu í Krýsuvík?


Sigmundur Einarsson

Í október birtist grein eftir mig undir fyrirsögninni Hinar miklu orkulindir Íslands.

Megininntak greinarinnar er ábending til íslensku þjóðarinnar og ráðamanna þess efnis að orkulindir Íslands séu ekki eins miklar og af er látið. Jafnframt er ítrekað það sem ýmsir höfðu áður bent á að tvö 360 þús. tonna álver myndu soga til sín alla jarðhitaorku á Suðvesturlandi og Norðausturlandi og reyndar gott betur. Viðbrögð hafa verið á ýmsa lund. Athyglisvert er að viðkomandi stjórnvöld, þ.e. iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun hafa engin viðbrögð sýnt en þagað þunnu hljóði.

Þann 30. október sl. rituðu tveir starfsmenn HS-Orku, þeir Guðmundur Ómar Friðleifsson yfirjarðfræðingur og Ómar Sigurðsson forðafræðingur, eins konar varnarræður í Morgunblaðið og Fréttablaðið. Yfirjarðfræðingurinn er stóryrtur og fer með himinskautum en forðafræðingurinn er öllu jarðbundnari og heldur sig við efnið í megindráttum. Það sem einkum hefur raskað ró þeirra eru annars vegar efasemdir mínar um áformaða stækkun Reykjanesvirkjunar og hins vegar sú skoðun mín að fyrirliggjandi mat á orkugetu jarðhitasvæðisins í Krýsuvík og nágrenni sé allt of hátt. Ekki ætla ég að elta ólar við stóryrðin. Efasemdir mínar um áformaða stækkun Reykjanesvirkjunar eru hvorki frumlegar né mín uppfinning heldur fengnar beint úr umsögn Orkustofnunar um matsskýrslu vegna fyrirhugaðrar stækknunar (VSÓ Ráðgjöf 2009) en þar segir: „Að öllu samanlögðu er þetta vinnslusvæði fjarri því að standa undir fyrirhugaðri tvöföldun Reykjanesvirkjunar í 200 MWe til lengri tíma“. Starfsmenn HS-Orku eru sýnilega allt annað en ánægðir með álit Orkustofnunar en þar er ekki við mig að sakast. Af einhverjum ástæðum virðist þetta vera viðkvæmt mál. Ég ætla ekki að ræða Reykjanesvirkjun frekar en gera nánari grein fyrir mati mínu á orkugetu Krýsuvíkursvæðisins. Read More

nóv 27 2009

Er stóriðja leið út úr kreppunni?


Indriði H. Þorláksson – hagfræðingur

Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma.

Staðhæfingar settar fram án raka öðlast stundum vægi langt umfram inntak þeirra.  Tvær slíkar staðhæfingar sem haldið er á lofti í umræðu um byggingu orku- og stóriðjuvera eru sérstaklega varhugaverðar. Annars vegar að slíkar framkvæmdir séu nauðsynlegar, séu jafnvel leiðin út úr „kreppunni“ og hins vegar að framtíð íslensks efnahagslífs sé best tryggð með nýtingu orkuauðlinda fyrir stóriðju. Önnur þeirra horfir til skamms tíma en hin lengra fram á veg en báðar eru vafasamar, líklega rangar og jafnvel skaðlegar.

Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma. Til skamms tíma, segjum 3 til 5 ára, er markmiðið að koma atvinnulífinu í gang. Til lengri tíma litið er markmiðið að stuðla að vexti hagkerfisins með þeim hætti að það veiti þegnunum sem mest lífsgæði. Til þess þarf atvinnulífið að skila sem mestum virðisauka til þjóðarinnar fyrir vinnuframlag, fjármagn og auðlindir. Read More

nóv 04 2009

Er verkalýðsbarátta bara væl?


Verkamaður í báxítvinnsluÍ Fréttablaðinu sl. laugardag tjáði Gylfi Arnbjörnsson, sem ku víst vera kjörinn til þess að vera málsvari verkafólks, þá skoðun sína að nái álversframkvæmdir í Helguvík ekki fram að ganga muni fjárlög og þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar vera í uppnámi. Þetta er enn eitt dæmið um hræðsluáróðurinn sem dynur á okkur þess efnis að álver og önnur mengandi stóriðja sé eina leiðin til þess að bjarga efnahagnum og skapa störf.

Hvað í andskotanum eru fjárlög?

Orð líkt og fjárlög og þjóðhagsáætlun eru löng og flókin og fær mann til að finnast þessi atriði vera mikilvæg og þörf. Í raun eru þetta áætlanir, sem ríkisstjórnin setur fram út frá tilteknum forsendum á tilteknum tíma. Svartsokku þykir undarlegt að breytist þessar forsendur, eða séu mál könnuð til hlítar og að því loknu litin öðrum augum, geti ríkisstjórnin ekki endurskoðað áætlun sem hún setur sjálf fram[1]. Til að mynda hefur komið fram eftir að ríkisstjórnin lýsti því yfir að haldið yrði áfram með álver í Helguvík, að ekki sé til nægileg orka á Suðvesturhorninu til að knýja álbræðsluna. Í því tilfelli mun því líklega verða leitað til Landsvirkjunar, sem vegna mikillar andstöðu almennings við álver var búin að setja fram áætlun um að virkja ekki meira fyrir slíka stóriðju. Má Landsvirkjun snúa baki við áætlunum en ekki stjórnvöld? Til viðbótar við þetta má nefna að Ísland er víst búið að gera áætlun um að losa ekki út meiri koltvísýring en orðið er, því ella brjóti það alþjóðlegar áætlanir um losun gróðurhúsalofttegunda. Er í lagi að brjóta þær áætlanir? Read More

okt 15 2009

Orkudraumar á teikniborði Norðuráls – kostuleg niðurstaða


Sigmundur Einarsson - Jarðfræðingur

Sigmundur Einarsson

Í grein minni „Hinar Miklu Orkulindir Íslands“ sem birtist í Smugunni (ásamt heimasíðu Saving Iceland-rit.) sagði ég m.a. að stóri sannleikurinn um hinar miklu orkulindir Íslands væri tómt plat. Þetta væru skýjaborgir, byggðar á raupi óábyrgra manna. Nú hefur hluti þessara óábyrgu manna stigið fram í dagsljósið undir merkjum Norðuráls. Þann 12. október sl. birtist á heimasíðu fyrirtækisins pistill undir yfirskriftinni „Yfirdrifin orka fyrir Helguvík“. Þar kemur fram að margir hafi viðrað þá skoðun síðustu daga að erfitt verði að afla orku fyrir álver í Helguvík og á eftir fylgir þessi makalausa setning: „Þær skoðanir virðast flestar byggjast á mjög lítilli gagnaöflun eða þekkingu“.

Þar sem ætla má að pistill Norðuráls sé hugsaður sem einhvers konar svar við grein minni tel ég rétt að svara því sem óneitanlega verður að teljast „raup af hálfu óábyrgra manna“. Það er ekki hægt að láta Norðurál komast upp með að bera á borð fyrir íslenska þjóð ósannindi sem síðan eru lapin upp gagnrýnislaust í fjölmiðlum. Í raun þyrftu iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun að grípa í taumana ef þau vilja ekki feta í fótspor Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Sofandaháttur gæti kallað yfir þjóðina orkuhrun, ofan á efnahagshrunið.

Read More

okt 14 2009

Hinar miklu orkulindir Íslands – getum við virkjað endalaust?


Sigmundur Einarsson

Í tengslum við efnahagshrun og núverandi ástand í atvinnulífi þjóðarinnar er iðulega vitnað til þess að styrkur Íslands liggi í hinum miklu auðlindum þjóðarinnar, orkunni í fallvötnum og jarðhita. Ýmsir alþingismenn, sveitastjórnarmenn og svonefndir framámenn í atvinnulífinu lýsa því reglulega yfir að það eina sem bjargað geti ástandinu séu nýjar virkjanir og álver. Fullyrt er að þetta sé eina leiðin til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Almenningur sem hlustar á þennan málflutning gerir væntanlega ráð fyrir að þessir aðilar fjalli um málið af þekkingu.

Annar hópur fólks, sem samanstendur m.a. af þingmönnum og svonefndum umhverfisverndarsinnum, en síður af sveitarstjórnarmönnum og fólki úr atvinnulífinu, leggst gegn því að ráðist verði í frekari stóriðju. Rökin gegn stóriðjunni eru af ýmsum toga, m.a. þau að orkulindirnar séu takmarkaðar. Read More

okt 09 2009

Corporate Iceland


Guðmundur Páll Ólafsson, rithöfundur og náttúrufræðingur

Ein mesta raun sem nokkur þjóð getur orðið fyrir er að glata auðlindum sínum og æru. Þótt bankar hrynji eins og spilaborgir og ímyndin spillist eru auðlindir áfram máttarstólpar þjóðfélagsins, séu þær í eigu þess og umsjá. Þessu má líkja við frelsi, mannkosti og æru hvers og eins.

Ný ógnarsókn í auðlindir Íslendinga er hafin. Hún er enn þá hættulegri nú en fyrir hrun vegna þess að umheimurinn veit að dvergþjóðin er í vanda og kann illa fótum sínum forráð, eins og stjórnmál fyrir hrun og strax eftir bera vott um.

Lengi hef ég undrast undirgefni stjórnvalda gagnvart yfirþjóðlegum auðhringum og að sama skapi furðað mig á fjandskap þeirra gagnvart verndun íslenskra náttúruauðæfa, sjálfum sparisjóði og arfleifð Íslands. Vonum seinna, nú í stjórnartíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, er gerð heiðarleg tilraun til að spyrna gegn glannalegu afsali þjóðarauðæfa og eyðingu þeirra í þágu yfirþjóðlegra auðhringa.

Read More

okt 06 2009

Skemmdarverk eða sýruárás?


Prentmiðlar fluttu frétt þann 3.október sem bar titilinn „Sýra notuð í fleiri árásum“. Í greininni er svo sagt frá því að samskonar sýra var notuð við heimili Rannveigar Rist, forstjóra Alcan, og Hjörleifs Kvarans, forstjóra OR, þegar skemmdarverk voru unninn á bifreiðum þeirra í sumar. Í lok fréttarinnar kemur svo fram „að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubílsins um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu í andlit hennar neðan við hægra augað og fær hún varanlegt ör“. Þessir atburðir gerðust þann 5.ágúst.

Þegar Svartsokka las titilinn „Sýra notuð í fleiri árásum“ á MBL brá henni því andstaða við stóriðju á Íslandi hefur verið friðsæl hingað til. Fólk hlekkjar sig við vinnuvélar til að stöðva vinnu á byggingarsvæðum álvera, skvettir skyri á Landsvirkjunarbás í Háskóla Íslands og á kosningaskrifstofum stjórnmálaflokkana, og svo í sumar skvetta lakkhreinsi á bíla forstjóra stóriðjufyrirtækjana.  Ef við lítum aftur framsetningu efnisins þá er mikilvægt að átta sig á því að ákveðnum lykilorðum hafa verið skipt út til að vekja tilfinningar hjá lesandanum um að skemmdarverkið í ofangreindri frétt hafi verið sýruárás á andlit Rannveigar.

Lakkeyðir -> Sýra
Bifreið -> Við heimili
Skemmdarverk -> árás Read More

sep 25 2009

MAGMA drepur!


Perú er eitt mikilvægasta málmefna framleiðsluland heims. Ríkur jarðvegurinn í Andesfjöllunum inniheldur mikið magn af kopar, silfri, blýi, gulli, sinki og öðrum náttúruauðlindum. Í stað þess að nýtast sem tól til að byggja upp samfélag Perú búa þá hefur námugröfturinn verið hrein martröð fyrir milljónir verkamanna og bænda vegna þeirrar nauðungarvinnu sem komið er upp á íbúa landsins. Árið 2008 var arður námufyrirtækja um 2500 milljarðar króna en lítið af því hefur borist til þeirra samfélaga sem eru staðsett við námurnar en í staðinn til þeirra erlendu fyrirtækja sem þar grafa og hluthafa þeirra. Fyrir utan að vera algjörlega ósjálfbær, þá hefur námugröftur mikla eyðileggingu og mengun í fjör með sér og hefur drepið þúsundir verkamanna og fjölskyldur þeirra vegna gróðahyggju kapítalsins eingöngu.

Read More

Náttúruvaktin