Fréttir @is

maí 26 2011

Súrálsslys á Indlandi: Vedanta enn á ferð


Greinin birtist upphaflega á vefsíðunni Róstur sem því miður er ekki aðgengileg í dag.

Þann 16. maí sl. lak eitruð rauð leðja – efni sem verður til við súrálsframleiðslu – úr einum af leðjulónum breska námufyrirtækisins Vedanta í Odisha, Indlandi, og yfir í þorp sem stendur fyrir neðan lónið í hæðum Niyamgiri fjallsins. Leðjan, sem lak út í kjölfar mikils og þungs regns, slapp út um sprungu á veggjunum sem eiga að halda henni í lóninu og er þetta í annað sinn sem slíkt gerist á rúmum mánuði, í fyrra skiptið mengaði leðjan ár og tjarnir í nágrenninu. Þetta kemur sér illa fyrir Vedanta nú þegar einungis tveir mánuðir eru þangað til árlegur aðalfundur fyrirtækisins fer fram í London.

Frá þessu greinir breski jarðfræðingurinn Miriam Rose, sem nú er stödd á Indlandi og kom að staðnum sem um ræðir daginn eftir slysið, þann 17. maí. Í grein hennar, sem birtist á vefsíðu náttúruverndarhreyfingarinnar Saving Iceland, segir hún meðal annars að þrátt fyrir tilraunir starfsmanna Vedanta til að fjarlægja öll ummerki um slysið, hafi leðjan legið á víð og dreif þegar hún kom til þorpsins, auk þess sem tjörn í miðju þorpinu var eldrauð á lit. Vísað er í umfjöllum viðskiptablaðsins Wall Street Journal þann 18. maí um slysið þar sem vitnað er í heimamanninn Sunendra Nag. Hann segir mengunina, sem lekið hefur í Vansadhara ána, hafa leitt til þess að ómögulegt sé að drekka vatn árinnar lengur en fólk baði sig ennþá í henni vegna þess eins að því standi ekkert annað til boða. Afleiðingarnar séu augna- og húðsjúkdómar. Read More

maí 20 2011
5 Comments

Undanbrögð og yfirhylmingar með blessun ráðherra


Yfirlýsing frá Saving Iceland vegna nýútkomnar skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra

Saving Iceland hreyfingin hefur skoðað nýbirta skýrslu ríkislögreglustjóra og hefur í fyrstu atrennu fram að færa nokkurn fjölda athugasemda þar að lútandi. Það er mikilvægt að það komi strax fram að okkur þykir miklum undrum sæta ef Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ætlar að sætta sig við þá illa rökstuddu yfirhylmingu sem viðhöfð er með skýrslu ríkislögreglustjóra. Það sætir einnig furðu hversu yfirborðsleg og hreinlega röng greining ráðherrans, og um leið sumra helstu fjölmiðla landsins, hefur verið á skýrslunni.

Alvarlegasti meinbugur skýrslunnar er auðvitað sú staðreynd að algjörlega er vikið undan þeirri ábyrgð sem henni er formlega ætlað að axla. Einu upplýsingarnar sem raunverulega snerta á umfjöllunarefni skýrslunnar eru á bls. 12 þar sem segir að „trúnaðarupplýsingar“ hafi borist lögreglu um fyrirhuguð mótmæli frá bæði innlendum og erlendum „upplýsingagjöfum“ sem nýttar hafi verið til að skipuleggja viðbrögð lögreglu. Read More

maí 18 2011

Myndir – Íslenska lögreglan hafði svo sannarlega afskipti af Mark Kennedy


Fréttatilkynning frá Saving Iceland

Vegna yfirlýsingar sem lögreglan á Seyðisfirði sendi frá sér í gær, þar sem því er alfarið neitað að mynd sem náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland birti af breska lögreglunjósnaranum Mark Kennedy sé af honum, vill Saving Iceland ítreka að umrædd ljósmynd sýnir svo sannarlega tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy á Kárahnjúkum þann 26. júlí 2005.

Ekki þarf annað en að bera myndina saman við aðrar myndir sem teknar voru af Kennedy við Kárahnjúka til að sjá að um sama manninn er að ræða. Ein þeirra var meðal annars birt í breska dagblaðinu The Daily Mail og sýnir hún Kennedy, klæddan í sömu föt og á umræddri mynd Saving Iceland, þar sem hann stendur á vinnuvél sem hann hafði stöðvað ásamt fleiri aktívistum við Kárahnjúka. Read More

maí 13 2011

Þýskur þingmaður hvetur íslensk stjórnvöld til að segja sannleikann um Mark Kennedy


Í yfirlýsingu sem send var út í gær biðlar Andrej Hunko, þingmaður þýska flokksins Die Linke, til íslenskra stjórnvalda, þá sérstaklega Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, um að draga sannleikann um veru og störf breska lögreglunjósnarans Mark Kennedy hér á landi og yfirmanna hans fram í dagsljósið.

Yfirlýsinguna skrifaði Hunko í kjölfar myndbirtingar og yfirlýsingar Saving Iceland frá því 3. maí sl. en umrædd mynd, sem send var á alla íslenska fjölmiðla og þingmenn, sýnir íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy sumarið 2005.

Meðal þess sem Hunko bendir á er að téð mynd gefi til kynna að íslenskum yfirvöldum hafi verið kunnugt um veru Kennedy hér á landi. Hann bendir einnig á að ef íslensk stjórnvöld hafi ekki vitað af Kennedy hafi breska lögreglan brotið alþjóðleg lög og við því verði íslensk stjórnvöld að bregðast. Read More

maí 06 2011

Íslensk yfirvöld láti af seinagangi og undanbrögðum í máli Mark Kennedy


Saving Iceland

Saving Iceland sendir ríkislögreglustjóra og innanríkisráðherra bréf: Íslensk yfirvöld láti af seinagangi og undanbrögðum í máli Mark Kennedy

Eins og kom fram í yfirlýsingu sem náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland sendi frá sér sl. þriðjudag, um afskipti íslenskra lögregluyfirvalda af breska lögreglunjósnaranum Mark Kennedy, óskaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eftir því í ársbyrjun að ríkislögreglustjóri gerði rannsókn á því hvort íslenska lögreglan hafi vitað af störfum Kennedy hér á landi og eins hvort hún hafi átt í samstarfi við hann.

Nú hafa þrír mánuðir liðið en ekkert heyrst frá Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þessi langa þögn yfirvalda um þetta alvarlega mál stangast algjörlega á við viðbrögð yfirvalda í Þýskalandi og Írlandi sem lýstu því yfir opinberlega, stuttu eftir að fréttirnar af Kennedy komust á síður alþjóðlegra fjölmiðla í byrjun janúar þessa árs, að þau hafi verið meðvituð um veru og störf hans innan lögsagna þeirra. Read More

maí 03 2011
2 Comments

Ný sönnunargögn sýna að lögreglan á Íslandi laug um afskipti sín af Mark Kennedy


Í kjölfar þess að fréttir um ólöglegar og leynilegar aðgerðir bresku lögreglunnar í íslenskri lögsögu birtust á síðum alþjóðlegra fjölmiðla í ársbyrjun 2011, spurðist Ríkisútvarpið fyrir um hvort íslenskum lögregluyfirvöldum hafi verið kunnugt um að breski lögreglunjósnarinn Mark Kennedy hafi laumast inn í Saving Iceland hreyfinguna. Samkvæmt RÚV neitaði lögreglan á Seyðisfirði og Eskifirði því að hafa haft nokkur „afskipti“ af Kennedy á meðan á mótmælunum gegn Kárahnjúkavirkjun stóð.

Saving Iceland hefur nú birt sönnunargögn sem sýna skírt að lögreglan á báðum þessum stöðum hefur ekki sagt satt um samskipti sín við Kennedy. Ljósmyndin sem fylgir þessari yfirlýsingu sýnir tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy í mótmælaaðgerð Saving Iceland við Kárahnjúkavirkjun þann 26. júlí 2005. Myndin sýnir að íslenska lögreglan hafði svo sannarlega „afskipti“ af breska njósnaranum. Read More

apr 24 2011

Landsvirkjun heimtar sátt um 14 virkjanir


Róstur.org

Á nýafstöðnum ársfundi Landsvirkjunar tilkynntu forsvarsmenn fyrirtækisins fyriráætlanir um að byggja fjórtán virkjanir víðs vegar um landið á næstu fimmtán árum. Um er að ræða bæði vatnsafls- og jarðhitavirkjanir og vill fyrirtækið beisla orku í neðri Þjórsá, Tungnaá, Hólmsá og Blöndu, við Þeistareyki, Kröflu og Bjarnarflag, og í Hágöngum. Þessar áætlanir koma eflaust fáum á óvart en fyrr í sömu viku og ársfundurinn fór fram sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi að ný Kárahnjúkavirkjun væri á teikniborðinu. Read More

mar 04 2011

Ungir heimamenn vilja ekki Þjórsárvirkjanir!


Yfirlýsing samþykkt einróma af opnum fundi 2. mars 2011:

Í ljósi þess að umhverfisráðuneytið hefur nú staðfest skipulag Flóahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps þar sem gert er ráð fyrir byggingu Urriðafoss- og Hvamms- og Holtavirkjunar, vilja náttúruverndarsamtökin Sól á Suðurlandi skora á stjórnvöld að gefa út yfirlýsingu um að ekki verði virkjað í neðri Þjórsá í óþökk almennings.

Sól á Suðurlandi vill að endanlega verði slegin af áform um virkjanir í neðri Þjórsá til að binda enda á þann klofning og óvissu sem hefur ríkt í sveitarfélögum okkar um árabil vegna þeirra. Nauðsynlegt er að skorið verið úr um það með afgerandi hætti að ekki verði ráðist í þessar framkvæmdir. Með því yrði sköpuð sátt í samfélögum okkar og grónum bújörðum og villtri náttúru hlíft. Read More

feb 21 2011

Um ræktun erfðabreytts byggs


Hákon Már Oddsson

Þessi grein/bréf er af Facebook-síðunni
„Án erfðabreytinga – GMO frjálst Ísland“

Sem betur fer er umræða um erfðabreytta ræktun lífvera farin af stað í fjölmiðlum í kjölfar þingsályktunartillögu um að banna útiræktun erfðabreyttra lífvera og síðan birtingu athugasemdabréfs nokkurra sérfræðinga á vef Háskóla Íslands. Þriðjudaginn 15. febrúar var einn sérfræðinganna Eiríkur Steingrímsson gestur Kastljóssins. Margt kom þar fram og hefur verið kallað eftir meiri upplýsingum í kjölfarið. Read More

feb 11 2011
1 Comment

Staðreyndirnar að baki njósnum Mark Kennedy innan íslensku umhverfishreyfingarinnar


Í nýlegri greinaröð Guardian og fleiri fjölmiðla um lögreglunjósnarann Mark Kennedy hefur minniháttar hlutverk hans innan íslensku umhverfishreyfingarinnar verið ýkt. Þessar ýkjur hafa jafnvel gengið svo langt að segja að hann hafi verið mikilvægur hlekkur í stofnun hennar. Þetta þjónar ef til vill því markmiði að gera fréttamat úr sögu Kennedy en er í raun della. Fyrir nokkrum vikum sendi Saving Iceland útskýringar lið fyrir lið til Guardian þar sem bent var á rangfærslur í umfjöllun blaðsins. Þrátt fyrir þetta hefur blaðið enn ekki leiðrétt þær fyrir utan takmarkaðan fyrirvara í grein Ameliu Hill sem ber nafnið „Mark Kennedy var í lykilhlutverki við stofnun íslensku náttúruverndarhreyfingarinnar“ en þar kemur fram að: „Saving Iceland […] vefengir hversu mikið viðriðinn Kennedy var“.

Í fleiri greinum þar sem rætt er um þátttöku Mark Kennedy í breskum hreyfingum vitnar Guardian nokkrum sinnum í breska aktívista sem halda því fram að Kennedy hafi ekki tekið þátt í skipulagi né komið að ákvarðanatöku hreyfinganna. Hins vegar hafi hann tekið þátt sem bílstjóri og verið drífandi þegar kom að daglegum „reddingum“. Einn heimildarmaður hélt því jafnvel fram við Guardian að Kennedy hafi „ekki verið álitinn beittasti hnífurinn í skúffunni“ (að hann stígi ekki í vitið). Fullyrðingar Guardian um meint mikilvægi hans innan Saving Iceland vekja því furðu, svo vægt sé til orða tekið. Read More

Náttúruvaktin