Fréttir @is
ágú 08 2009
1 Comment
Actions, Century Aluminum, Corruption, Economics, Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Landsvirkjun, Laws, Lögregla @is, Media bias, Repression, Saving Iceland
Í gær, Föstudaginn 7. ágúst mótmælti umhverfishreyfingin Saving Iceland við Iðnaðarráðuneytið á sama tíma og undirritun fjárfestingarsamnings ríkisstjórnarinnar og Norðuráls vegna álvers í Helguvík átti sér stað. Þegar mótmælunum var að ljúka mætti lögreglan á svæðið, handtók 5 einstaklinga og gekk sérstaklega alvarlega í skrokk á einum þeirra. Flestir fjölmiðlar hafa sagt frá atvikinu en ekki minnst á ofbeldi lögreglunnar. Þess í stað hafa fjölmiðlar óspart birt rógburð lögreglunnar um að sparkað hafi verið í höfuð lögreglumanns og lögreglunni ógnað með járnstöngum, án þess að nokkuð myndefni bendi til þess að slíkt hafi átt sér stað. Saving Iceland hafnar þessum ásökunum algjörlega og fordæmir einhliða fréttaflutning fjölmiðla.
Samningurinn sem skrifað var undir í dag gerir ráð fyrir ríkisstyrkjum til álversins í formi skattaafsláttar sem nemur 16,2 milljónum Bandaríkjadala, þ.e. tveimur milljörðum íslenskra króna, og veitir Norðuráli undanþágur frá iðnaðarmálagjaldi, markaðsgjaldi og rafmagnsöryggisgjaldi. Auk þess munu sérreglur gilda gilda um stimpilgjöld og skipulagsgjald og öryggisákvæði gilda varðandi upptöku nýrra skatta. Þær losunarheimildir sem liggja fyrir leyfa 150.000 tonna álver í Helguvík, umhverfismat 250.000 tonn en Norðurál hyggst reisa 360.000 tonna álver og samningurinn sem undirritaður var í dag tryggir fyrirtækinu rétt til þess. Rafmagn til álversins hefur ekki verið tryggt og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra hefur sagt opinberlega að ekki sé til næg orka á Reykjanesinu til að keyra álverið áfram. Katrín Júlíusdóttir hefur að sama skapi tekið vel í hugmyndir um að Landsvirkjun selji orku úr fyrirhugðum virkjunum Þjórsár til álversins í Helguvík. Read More
ágú 05 2009
ALCOA@isl
Í gær réðst Saving Iceland gegn álfyrirtækinu Alcoa. Við bönkuðum upp á skrifstofu fyrirtækisins við Suðurlandsbraut en enginn kom til dyra, svo græna skyrið og annar óþrifnaður sem við höfðum með okkur, endaði á hurðum, veggjum og gólfinu fyrir framan skrifstofuna. Í samanburði við þátt Alcoa í eyðileggingu íslenskrar náttúru og öðrum umhverfis- og mannréttindabrotum um víða veröld, er þetta minnsta mögulega refsing.
Þó álver Alcoa á Reyðarfirði starfi nú af fullum krafti, keyrt áfram af fullkláraðri Kárahnjúkavirkjun, er rík ástæða til þess að ráðast áfram gegn fyrirtækinu. Álverið á Reyðarfirði var upphafið á stóriðjubrjálæðinu, fyrsta merkið um áhrif auglýsingaherferðar stjórnvalda á ódýrri orku landsins og lítilli sem engri andspyrnu íbúa þess. (1) Álverið á Reyðarfirði var boltinn sem ýtti af stað þeirri hugmynd að álframleiðsla sé forsenda lífs. Eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar líta allar aðrar orkuframkvæmdir út fyrir að vera svo smáar að fæstir sjá ástæðu til þess að spyrna frekar á móti. Og meðferð lögreglunnar á þeim sem voguðu sér að setja fót sinn fyrir framkvæmdirnar fyrir austan hvatti fólk varla til að halda andófinu áfram. Read More
ágú 05 2009
Actions, Aðgerðir, HRV/Hönnun
Aðfaranótt 30.júlí var ráðist gegn höfuðstöðvum HRV vegna þátttöku fyrirtækisins í eyðileggingu á náttúru Íslands.
HRV er fyrirtæki sem ber í miklum mæli ábyrgð á eyðileggingu náttúrunnar, ekki síður en ál- og orkufyrirtækin. Á vefsíðu sinni stærir fyrirtækið sig af því að vera ,,leiðandi í verkefnastjórnun og ráðgjöf til orkufyrirtækja hvað varðar álframleiðslu.” HRV hefur tekið þátt í byggingu á álverum Alcoa, RioTinto-Alcan og Century Aluminium hér á Íslandi, auk Kárahnjúkavirkjunnar. Samkvæmt fyrirtækinu sjálfu hefur það ,,aukið framleiðslugetu á áli um 700.000 tonn á ári á heimsmarkaði.”
Read More
júl 28 2009
Century Aluminum, Grænþvottur, HRV, HS Orka, Ístak, Mótmælaaðgerðir, Náttúruvernd, Stóriðja
Aðgerðahópur Saving Iceland lokaði í nótt skrifstofum fyrirtækja og stofnana sem hafa gerst hafa meðsek um stórfell náttúruspjöll. Lími var komið fyrir inn í lásum og skilti sett upp með áletruninni: ,,Lokað vegna náttúruspjalla!“ Kalla þurfti til lásasmiða til að opna dyr skrifstofanna í morgun þegar starfsfólk mætti til vinnu.
Fyrirtækin og stofnanirnar sem urðu fyrir þessum lokunum hafa öll sýnt fram á einbeittan brotavilja gagnvart íslenskri náttúru og svífast einskis í leit sinni að auðsóttum gróða og hagkvæmum samningum, jafnvel við fyrirtæki með svívirðilega forsögu. Því þótti löngu tímabært að loka þeim áður en frekari eyðilegging mun eiga sér stað. Read More
nóv 11 2008
Búðarhálsvirkjun, Landsvirkjun, Rio Tinto Alcan, Tungnaá
Landsvirkjun hefur tilkynnt að útboð vegna framkvæmda við Búðarhálsvirkjun verði frestað um þrjá mánuði. Það þýðir að fyrirhuguð framleiðsluaukning Rio Tinto Alcan í Straumsvík verður ekki að veruleika á næstunni. Landsvirkjun hyggst reisa Búðarhálsvirkjun í Tungnaá, vestan við Langasjó.
Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun munu kosta um það bil 25 milljarða króna og á virkjunin að geta framleitt 85 MW af raforku. Rio Tinto Alcan hyggst auka framleiðslu sína um 40 þúsund tonn á ári án þess að stækka álverið. Fyrirtækið vill samt sem áður ennþá stækka álverið þrátt fyrir að íbúar Hafnarfjarðar hafi kosið gegn stækkuninni í íbúakosningu vorið 2007. Gagnaver Verne Holding hefur einnig skrifað undir samning við Landsvirkjun um orku frá Búðarhálsvirkjun.
Read More
okt 23 2008
Century Aluminum, Economics, Hrunið, Jaap Krater @is, Saving Iceland
Century Aluminium, móðurfyrirtæki Norðuráls, hefur tilkynnt að fyrirtækið sé að endurskoða framkvæmdir fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Fyrirtækið segist vera hætt að gera nýjar fjármagnsskuldbindingar vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar.
,,Eins og staðan er núna, höfum við hætt að gera nokkrar fjármagnsskuldbindingar og erum að minnka útgjöld. Við trúum því að möguleikinn verði enn til staðar á næstunni en við munum meta hagkvæmni allra þátta verkefnisins af skynsemi á næstu dögum.” (1) sagði Logan Kruger, framkvæmdarstjóri Century.
Á meðan tekjur Century Aluminum hækkuðu á þriðja ársfjórðungi 2008 vegna auknar útskipunar áls (2), voru komandi horfur álitnar ógæfulegar. Merril Lynch lækkaði fjárfestingarmat Century niður í ‘underperform’, þ.e. að fyrirtækið gæti ekki staðit við skuldbindingar sínar. Merril Lynch sagði álverð vera lágt, birgðir miklar og lítinn hvata til staðar til að keyra upp verðið.
Read More
sep 25 2008
Actions, ALCOA, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Ólafur Páll Sigurdsson, Rio Tinto Alcan, Saving Iceland
EYÐILEGGJANDI ÁHRIFUM ÁLIÐNAÐARINS MÓTMÆLT
Í dag var alþjóðlega álráðstefnan, 11th International Conference on Aluminium Aloys (ICAA), skotmark mótmæla. Aktívistar frá Saving Iceland hreyfingunni trufluðu ráðstefnuna sem fer fram í Háskóla í Aachen, Þýskalandi. Snemma í morgun, á meðan á einum fyrirlestri Rio Tinto Alcan stóð, var brunavarnakerfi hússins sett í gang og ráðstefnan trufluð þannig. Nú rétt fyrir stuttu voru háværir brunaboðar aftur settir í gang, upplýsingamiðum dreyft og fánar með slagorðum hengdir upp. Með aðgerðinni vill Saving Iceland beina athygli að aðkomu áliðnaðarins að eyðileggingu íslenskrar náttúru og umhverfis- og mannréttindabrotum hans víðs vegar í heiminum.
Ráðstefnan er vikulangur atburður sem fer fram annað hvert ár á mismunandi stöðum í heiminum. Hún er nú í fyrsta sinn haldin í Þýskalndi og fer fram samhliða Aluminium Trade Fair í Essen, í um 80 km fjarlægð. Á þessum tvöfalda viðburði koma saman allir helstu aðilar iðnaðarins, sem enn reynir að halda því fram að hann hafi eins konar “græna samvisku”. Reyndar hefur grænþvotturinn borið einhvern árangur því Alcoa hefur nú hlotið sjálfbærnisverðlaun Dow Jones [1] Umhverfissinnar vefengja þá ákvörðun sérstaklega.
Read More
sep 17 2008
Grænþvottur, Rio Tinto, Stóriðja
Í dag barst okkur bréf frá Danmörku:
Í morgun voru stórir borðar hengdir utan á byggingu á Nörrebro í Kaupmannahöfn og sögðu ,,Áliðnaðurinn er að eyðileggja allar helstu ár Íslands!” Á sömu byggingu hékk í síðustu viku stór auglýsing frá Icelandair, þar sem ferðir til Íslands voru auglýstar ásamt myndum af íslenskum ám.
Með tilkomu nýrra álvera Century í Helguvík og Alcoa á Húsavík eykst enn orkuþörf áliðnaðarins og mun leiða af sér virkjun fleiri jökuláa og jarðhitasvæða. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að reistar verði stíflur í Þjórsá, Tungnaná, Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum; einungis fyrir auknar stóriðjuframkvæmdir.
Read More
ágú 22 2008
2 Comments
Jaap Krater, Jaap Krater @is, Orkuveita Reykjavíkur@isl
Fyrir tveim dögum síðan létust tveir Rúmenskir verkamenn á Hellisheiði. Mennirnir köfnuðu inni í röri þar sem þeir unnu vegna stækkunnar jarðvarmavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði (1). Saving Iceland telur að alvarleg slys á borð við þetta séu nánast óumflýjanleg ef litið er til þeirra aðstæðna sem Austur Evrópskir verkamenn búa við. Framkvæmdirnar á Hellisheiði eru af stórum hluta til unnar af Pólskum og Rúmenskum verkamönnum sem búa í vinnubúðum nálægt framkvæmdasvæðinu. Rúmenarnir tveir sem létust unnu fyrir Altak, samstarfsaðila Orkuveitunnar.
Read More
ágú 05 2008
Alcoa @is, Andri Snær Magnason, Century Aluminum @is, Glencore International @is, Helguvík @is, Impregilo @is, Landsvirkjun @is, Mótmælaaðgerðir, Orkuveita Reykjavíkur @is, Samarendra Das
Fjórðu aðgerðabúðum Saving Iceland er lokið, en baráttan heldur auðvitað áfram. Í ár vorum við í þrjár vikur á Hellisheiði, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun, fyrst og fremst til að fullnægja aukinni orkuþörf álfyrirtækja. Við nutum þess að eyða sumrinu í ótrúlegri náttúru, sem nú er í hættu vegna framkvæmdanna. Áhersla okkar í sumar voru hnattræn áhrif álframleiðslu, og bentum við á hvernig álframleiðslan er ekki íslenskt fyrirbæri heldur skaðar allan hnöttinn; umhverfi hans, fólk og dýr.
Aðgerðir okkar og atburðir í ár voru árangursríkir. Laugardaginn 19. Júlí stöðvuðum við framkvæmdir í Helguvík í heilan dag, þar sem Century/Norðurál hyggst nú reisa nýtt álver, án þess að hafa tiltekin leyfi til starfseminnar. Tveim dögum seinna lokuðum við veginum til og frá álveri Norðuráls á Grundartanga sem og Járnblendiverksmiðjunni þar. Í bæði skiptin bentum við á þau jarðvarmasvæði sem þarf að eyðileggja til orkuöflunnar, vafasama viðskiptahætti Century í Vestur Kongó, og á Jamaíka þar sem fyrirtækið er með báxítnámur sínar. Fréttatilkynningar og myndir frá 19. Júlí má sjá
hér og frá 21. Júlí
hér. Read More