okt 13 2008
Tags: Ecology, India, Kapítalismi, Mining
Eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson, upphaflega birt í Morgunblaðinu –
Í grein sinni „Er nóg komið af áli í heiminum?“ bendir Jakob Björnsson á að „langsamlega stærstur hluti álnotkunar í heiminum í dag er í núverandi iðnríkjum þar sem 25% jarðarbúa eiga heima.“ Og að þegar Kína og Indland hafa iðnvæðst munu 62% mannkyns búa í iðnríkjum og að hin 38% séu á sömu leið; vilji njóta lífskjara iðnvæddu ríkjanna, dreymi jafnvel um bíla og bjórdósir. Þetta eru mjög nauðsynlegar staðreyndir.
Það er tvennt sérstaklega áhugavert við grein Jakobs. Hann segir það raunhæfan möguleika að allir jarðarbúar geti náð þeim lífsgæðum og -háttum sem vesturlandabúar búa við. Og að jöfnuður milli mannfólks sé mögulegur innan þess kerfis sem við búum í.
Vestrænt samfélag hefur verið kennt við velmegun sem er sögð af hinu góða. Hún er sögð vera merki um velgengni og framsækni. En hverju byggist velmegunin á? Hverju er fórnað fyrir lífsgæðin svokölluðu?
20% jarðarbúa nota um 80% af nýttum auðlindum jarðarinnar. Vistfræðilegt fótspor vesturlandabúa er svo stórt að til þess að allir jarðarbúar gætu lifað á sama hátt þyrfti nokkrar plánetur í viðbót. Með það fyrir augum að óiðnvædd lönd séu að nálgast okkur hvað varðar iðnvæðingu, framleiðslu og neyslu, er breytinga sannarlega þörf. Read More
sep 29 2008
Tags: Andri Snær Magnason, Báxít, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Hlutdrægni fjölmiðla, Jarðhiti, Mengun
Eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson, upphaflega birt í Morgunblaðinu
„Veistu að hjólastólinn þinn er úr áli?“ sagði lögregluþjónn við einn þeirra sem stöðvuðu vinnu í Helguvík í sumar. Hann kaffærði rök álversandstæðinga fyrir fullt og allt, er það ekki? Eftir að grein Jakobs Björnssonar um Björk Guðmundsdótur og álnotkun hennar birtist í Morgunblaðinu tók ritstjórn blaðsins sig til og skrifaði Staksteina þar sem sagt er að flestir álversandstæðingar séu líklega ekki samkvæmir sjálfum sér. Flestir noti þeir ál dags daglega og meira að segja Saving Iceland eldi í álpottum og noti álstangir til að halda uppi tjöldum sínum. „Hræsni,“ sagði Mogginn.
Þessi gagnrýni er ekki ný. Hún hefur markvisst verið notuð gegn þeim sem eru mótfallnir frekari uppbyggingu stóriðju hér á landi, eyðileggingu íslenskrar náttúru fyrir orkuframleiðslu og vistkerfa út um allan heim vegna báxítgraftar, og orkusölu til fyrirtækis sem montar sig af samstarfi sínu við bandaríska herinn. Auk þess þegar álversandstæðingar eru ásakaðir um að vilja færa íslenskt samfélag aftur til torfkofanna og byggja efnahag landsins á fjallagrasatínslu, hefur þessi gagnrýni verið sú fyrirferðarmesta. Sama hversu oft er búið að benda á þá staðreynd að a.m.k. 30% af áli eru framleidd fyrir hergagnaiðnaðinn (og þá skiptir engu hvort álfyrirtækið sjáft framleiðir vopnin eða ekki); sama hversu oft búið er að segja frá því hversu mikið ál endar sem landfylling eftir að hafa gegnt hlutverki sínu sem einnota drykkjarílát; þó búið sé að benda á samhengið milli lágs orkuverðs og þess hversu auðvelt það er fyrir okkur að framleiða ál, nota einu sinni, henda því svo og framleiða meira; ennþá er okkur sagt að við séum ekki sjálfum okkur samkvæm. Read More
sep 25 2008
Tags: Actions, ALCOA, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Ólafur Páll Sigurdsson, Rio Tinto Alcan, Saving Iceland
EYÐILEGGJANDI ÁHRIFUM ÁLIÐNAÐARINS MÓTMÆLT
Í dag var alþjóðlega álráðstefnan, 11th International Conference on Aluminium Aloys (ICAA), skotmark mótmæla. Aktívistar frá Saving Iceland hreyfingunni trufluðu ráðstefnuna sem fer fram í Háskóla í Aachen, Þýskalandi. Snemma í morgun, á meðan á einum fyrirlestri Rio Tinto Alcan stóð, var brunavarnakerfi hússins sett í gang og ráðstefnan trufluð þannig. Nú rétt fyrir stuttu voru háværir brunaboðar aftur settir í gang, upplýsingamiðum dreyft og fánar með slagorðum hengdir upp. Með aðgerðinni vill Saving Iceland beina athygli að aðkomu áliðnaðarins að eyðileggingu íslenskrar náttúru og umhverfis- og mannréttindabrotum hans víðs vegar í heiminum.
Ráðstefnan er vikulangur atburður sem fer fram annað hvert ár á mismunandi stöðum í heiminum. Hún er nú í fyrsta sinn haldin í Þýskalndi og fer fram samhliða Aluminium Trade Fair í Essen, í um 80 km fjarlægð. Á þessum tvöfalda viðburði koma saman allir helstu aðilar iðnaðarins, sem enn reynir að halda því fram að hann hafi eins konar “græna samvisku”. Reyndar hefur grænþvotturinn borið einhvern árangur því Alcoa hefur nú hlotið sjálfbærnisverðlaun Dow Jones [1] Umhverfissinnar vefengja þá ákvörðun sérstaklega.
Read More
sep 17 2008
Tags: Grænþvottur, Rio Tinto, Stóriðja
Í dag barst okkur bréf frá Danmörku:
Í morgun voru stórir borðar hengdir utan á byggingu á Nörrebro í Kaupmannahöfn og sögðu ,,Áliðnaðurinn er að eyðileggja allar helstu ár Íslands!” Á sömu byggingu hékk í síðustu viku stór auglýsing frá Icelandair, þar sem ferðir til Íslands voru auglýstar ásamt myndum af íslenskum ám.
Með tilkomu nýrra álvera Century í Helguvík og Alcoa á Húsavík eykst enn orkuþörf áliðnaðarins og mun leiða af sér virkjun fleiri jökuláa og jarðhitasvæða. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að reistar verði stíflur í Þjórsá, Tungnaná, Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum; einungis fyrir auknar stóriðjuframkvæmdir.
Read More
ágú 22 2008
2 Comments
Tags: Jaap Krater, Jaap Krater @is, Orkuveita Reykjavíkur@isl
Fyrir tveim dögum síðan létust tveir Rúmenskir verkamenn á Hellisheiði. Mennirnir köfnuðu inni í röri þar sem þeir unnu vegna stækkunnar jarðvarmavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði (1). Saving Iceland telur að alvarleg slys á borð við þetta séu nánast óumflýjanleg ef litið er til þeirra aðstæðna sem Austur Evrópskir verkamenn búa við. Framkvæmdirnar á Hellisheiði eru af stórum hluta til unnar af Pólskum og Rúmenskum verkamönnum sem búa í vinnubúðum nálægt framkvæmdasvæðinu. Rúmenarnir tveir sem létust unnu fyrir Altak, samstarfsaðila Orkuveitunnar.
Read More
ágú 22 2008
1 Comment
Tags: ALCOA, Bakki, Gjástykki, Jaap Krater @is, Jökulsá á Fjöllum, Krafla and Þeistareykir, Saving Iceland, Skagafjörður, Skjálfandafljót
Jaap Krater, Morgunblaðið
.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra ákvað fyrir ekki svo löngu að heildstætt umhverfismat skuli fara fram vegna álversframkvæmda á Bakka (1). Það vekur spurningar um hvort þurfa muni að byggja nýjar vatnsaflsvirkjanir fyrir álframleiðslu á Norðurlandi. Raunsætt mat á mögulegri jarðvarmaorku fyrir norðan gefur til kynna að bygging vatnsaflsvirkjana verði nauðsynleg til að knýja áfram álver á Bakka.
Stærð álversins
Upphaflega áætlunin var sögð vera bygging 250.000 tonna álvers en Alcoa hefur áður sagt að fyrirtækið álíti álver minna en 360.000 tonn „ósjálfbær“ (2). Nú hefur fyrirtækið sagt að álverið á Bakka muni framleiða a.m.k. 346.000 tonn á ári (3) og það er ljóst að það hefur verið áætlunin frá byrjun . Upphafsrannsóknir gerðu ráð fyrir álveri af þessari stærð (4) þótt tillaga að umhverfismati og áætlanir um orkuöflun hafi fjallað um minna álver til að byrja með. Fyrir stærra en 250.000 tonna álver þyrfti að gjörbreyta og endurbyggja orkunet Norðurlands (5). Á endanum væri þá 500.000 tonna álver möguleiki. „Því stærra því betra“ sagði Bernt Reitan, varaforseti Alcoa, við undirskrift á Húsavík snemma í sumar (6).
Read More
ágú 11 2008
Tags: Century Aluminum, Icelandic Alloys/ELKEM, Workers Rights
MBL.is – Verkalýðsfélag Akraness segir að stóriðjufyrirtækin Norðurál og Elkem Ísland á Grundartanga virðast leggja nokkuð hart að þeim starfsmönnum sínum sem lent hafi í vinnuslysum að mæta sem allra fyrst til vinnu aftur, þó svo að starfsmennirnir séu með læknisvottorð sem kveði á um óvinnufærni með öllu.
Fram kemur á vef félagsins að starfsmönnum fyrirtækjanna sé oft boðið að taka að sér léttari störf á verksmiðjusvæðunum og svo virðist sem tilgangur fyrirtækjanna sé að komast hjá því að skrá vinnuslys sem fjarveruslys.
Read More
ágú 11 2008
1 Comment
Tags: Alcoa @is, Century Aluminum, Grænþvottur, Hengill, Hlutdrægni fjölmiðla, Jaap Krater @is, Jökulsá á Fjöllum, Kárahnjúkavirkjun, Landsvirkjun @is, Náttúruvernd, Rio Tinto, Saving Iceland, Skagafjörður, Skjálfandafljót, South Africa, Trinidad and Tabago
Jaap Krater, Iceland Review – Sem einstaklingur sem hefur nú verið virkur með Saving Iceland í nokkur ár, las ég grein
grein James Weston um umfjöllun fjölmiðla um baráttu okkar og hafði gaman af. Margt af því sem hann skrifar er ekki bara fyndið, heldur einnig satt.
Fyrir mér, bendir greinin þó einnig á nokkrar sorglegar staðreyndir. Fólk situr og horfir á sjónvarpið þar sem það sér annað fólk læsa sig við vinnuvélar (samkvæmt skoðanakönnunum lítur út fyrir að flestir séu jafn vel sammála okkur um stóriðjuvæðingu landsins) og leiðist.
Read More
ágú 10 2008
Tags: Andri Snær Magnason, Grænþvottur, Samarendra Das
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Morgunblaðið
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson skrifar um stóriðju og ímynd Íslands: „Allt tal um ál sem „græna málminn“ er þáttur í ímyndarherferð valdhafa og áliðnaðarins. Hvað skiptir raunverulegu máli í umræðunni um álframleiðslu?
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, skrifaði í Morgunblaðið þann 24. júlí, grein um álframleiðslu, þar sem hann gerir lítið úr raunverulegum áhrifum hennar; umhverfis- og samfélagstengdum, sem og hnattrænum. Það vekur athygli að kvöldið áður átti sér stað fyrirlestur Andra Snæs og Samarendra Das í Rvk. Akademíunni, en fundurinn fjallaði einmitt um báxítgröft og samhliða menningarleg þjóðarmorð í þriðja heiminum, og leiddi af sér þónokkra almenningsumræðu um hvort tveggja. Read More