ÞJÓRSÁRVIRKJUNUM OG HÓTUNUM UM EIGNARNÁM MÓTMÆLT
PDF – Brottvísunarbréf til Friðriks Sophussonar
Snemma í morgun var Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, vakinn upp og honum afhent brottvísunarbréf, þar sem kemur fram að Friðriki og fjölskyldu hans sé gert að yfirgefa hús sitt fyrir kl. 12:00 í dag, vegna hagsmuna þjóðarinnar. Ef ekki, verði eignarnámi beitt. Brottvísunarbréfið má lesa hér.
Umhverfisverndarhreyfingin Saving Iceland afhenti honum bréfið og fordæmir á sama tíma fyrirhuguð virkjunaráform Landsvirkjunnar í Þjórsá, sem og hótunum fyrirtækisins um valdbeitingu gegn landeigendum við ánna.
Landsvirkjun hyggst nú reisa þrjár virkjanir í neðri Þjórsá, auk Búðarhálsvirkjunnar í Tungnaá. Þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi síðasta haust sagt að orka virkjananna myndi ekki fara til frekari stóriðjuframkvæmda er nú ljóst að Rio Tinto-Alcan er meðal kaupenda (1). Einnig er líklegt að Norðurál muni óska eftir orku úr Þjórsá, nú þegar hætt hefur verið við framkvæmd Bitruvirkjunnar (2). Read More