júl 25 2008
1 Comment

Friðriki Sophussyni afhent brottvísunarbréf

ÞJÓRSÁRVIRKJUNUM OG HÓTUNUM UM EIGNARNÁM MÓTMÆLT

PDF – Brottvísunarbréf til Friðriks Sophussonar

Snemma í morgun var Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, vakinn upp og honum afhent brottvísunarbréf, þar sem kemur fram að Friðriki og fjölskyldu hans sé gert að yfirgefa hús sitt fyrir kl. 12:00 í dag, vegna hagsmuna þjóðarinnar. Ef ekki, verði eignarnámi beitt. Brottvísunarbréfið má lesa r.

Umhverfisverndarhreyfingin Saving Iceland afhenti honum bréfið og fordæmir á sama tíma fyrirhuguð virkjunaráform Landsvirkjunnar í Þjórsá, sem og hótunum fyrirtækisins um valdbeitingu gegn landeigendum við ánna.

Landsvirkjun hyggst nú reisa þrjár virkjanir í neðri Þjórsá, auk Búðarhálsvirkjunnar í Tungnaá. Þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi síðasta haust sagt að orka virkjananna myndi ekki fara til frekari stóriðjuframkvæmda er nú ljóst að Rio Tinto-Alcan er meðal kaupenda (1). Einnig er líklegt að Norðurál muni óska eftir orku úr Þjórsá, nú þegar hætt hefur verið við framkvæmd Bitruvirkjunnar (2). Read More

júl 24 2008

Vinátta og samstaða á Ítalíu

Við vorum að fá bréf frá vinum okkar á Ítalíu sem ákváðu að ganga til liðs við baráttuna gegn stóriðju. Skotmark þeira var aðallega ítalska fyrirtækið Impregilo sem er ,,gamall og vel þekktur leiðtogi kapítalískrar eyðileggingar jarðarinnar.“ Fyrirtækið var virkur þáttakandi í eyðileggingu Kárahnjúka og nágrennis.

Mánudaginn 21. Júlí voru mótmæli fyrir framan íslenska sendiráðið í Róm og daginn eftir áttu sér voru mótmæli við ræðismannsskrifstofu Íslands í Mílan og höfuðstöðvar Impregilo í Sesto San Giovanni, nálægt Mílan.
Read More

júl 24 2008
1 Comment

Myndir frá fyrirlestri Samarendra Das og Andra Snæs Magnasonar

Um 90 manns mættu á ráðstefnu Saving Iceland í Reykjavíkur Akademíunni í gærkvöldi, Miðvikudaginn 23. Júlí. Fram komu indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um áliðnaðinn, Samarendra Das ásamt Andra Snæ Magnasyni, höfundi Drauamlandsins. Þeir fjölluðu um áhrif álframleiðslu í þriðja heiminum og hina fölsku goðsögn um svokallaða ‘hreina og græna’ álframleiðslu. Myndband frá ráðstefnunni er í undirbúningi og mun birtast hér við fyrsta tækifæri.

Þriðjudaginn 21. Júlí hélt Samarendra fyrirlestur um tengsl álframleiðslu og stríðsrekstri. Fundurinn fór fram í Friðarhúsi Samtaka Herstöðvarandstæðinga og var mjög vel sóttur. Í kvöld heldur hann svo fyrirlestur í Keflavík.
Read More

júl 23 2008

Álframleiðslan í hnattrænu samhengi

Snorri Páll Jónsson, Morgunblaðið, 23. Júlí

Í bæklingnum ‘Norðurál og samfélagið‘ sem Norðurál gaf út er m.a. sagt frá hnattrænu ferli álframleiðslu. Century Aluminum, eigandi Norðuráls, er með sínar báxítnámur í Jamaíka og hyggst nú opna eina slíka í Vestur Kongó í samvinnu við eina spilltustu ríkisstjórn heims.

Það vekur strax athygli að í bæklingi Norðuráls er ekki nokkru orði minnst á báxít og samkvæmt skýringarmynd sem á að sýna framleiðsluferli áls frá byrjun til enda, hefst álframleiðslan þegar súráli er landað í stórt hafnarsíló.

Hvers vegna skyldi svo vera? Er Norðurál svo umhverfisvænt fyrirtæki að það þarf ekki einu sinni að grafa eftir báxíti til þess að framleiða ál? Hefur Norðurál einhverjar aðrar aðferðir en önnur álfyrirtæki? Nei, það er neflilega þetta sem kallað er grænþvottur.

Read More

júl 21 2008

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Norðuráls og verksmiðju Járnblendifélagsins

GRUNDARTANGI – Rétt í þessu lokuðu 20 manns frá Saving Iceland hreyfingunni, umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og verksmiðju Íslenska Járnblendifélagsins (Elkem) í Hvalfirði. Fólkið hefur læst sig saman í gegnum rör og þannig skapað mennskan vegtálma. ,,Við mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Fyrirhugaðar stækkanir Norðuráls og Elkem hér á landi munu leiða af sér eyðileggingu einstakra jarðitasvæða og einnig hafa í för með sér losun gífurlegs magns gróðurhúsalofttegunda” segir Miriam Rose frá Saving Iceland (1). Read More

júl 20 2008
1 Comment

23. Júlí – Samarendra Das og Andri Snær í Reykjavíkur Akademíunni

Miðvikudaginn 23. júlí fer fram ráðstefna á vegum Saving Iceland í Reykjavíkur Akademíunni. Á ráðstefnunni mun koma Samarendra Das, sem er indverskur rithöfundur, aktívisti og sérfræðingur um áliðnaðinn, ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi.

Samarendra mun aðallega fjalla um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og Andri munu brjóta á bak aftur goðsögnina um svokalla ‘græna álframleiðslu.

Síðasta sumar stóð Saving Iceland fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni ‘Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna’ á Hótel Hlíð í Ölfussi, þar sem Andri Snær koma m.a. fram ásamt gestum frá fimm heimsálfum; m.a. frá Trindad og Tobago, Suður Afríku, Brasilíu og öðrum löndum. Samarendra Das var meðal fyrirhugaðra ráðstefnugesta en þurfti því miður að afboða komu sína á síðustu stundu. Saving Iceland er því ánægt að hafa loks tækifæri til að bjóða Samarendra til landsins.

Fyrirlesturinn mun fara fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 og hefst kl. 19:30

Read More

júl 19 2008
4 Comments

Saving Iceland stöðvar vinnu á lóð Norðuráls í Helguvík

*NÝJAR FRÉTTIR* Öll vinna stöðvaðist í dag og aðeins einn var handtekinn. Honum var sleppt kl. 19:30.

HELGUVÍK – Snemma í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík. Hluti hópsins læsti sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka .

Rétt eins og Century, vilja fleiri álfyrirtæki t.d. Alcoa og Rio Tinto-Alcan reisa ný álver hér á landi. Verði framkvæmdirnar að veruleika þarf að virkja hverja jökulá og jarðhitasvæði landsins.

Starfsemi fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík krefst frekari eyðileggingar á einstökum jarðhitasvæðum á Hellisheiði og Reykjanesi (1). Framkvæmdir hófust í Júní án þess að heilstætt umhverfismat hafi farið fram, og þrátt fyrir að fyrirtækið hafi hvorki orðið sér út um alla þá orku sem álverið þarfnast né þau leyfi sem gera starfsemi þess mögulega, t.d. leyfi fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (2).

Read More

júl 18 2008

Myndbönd um báxítgröft á Jamaíka

Hér eru nokkur myndbönd sem sýna áhrif báxít-graftar á Jamaíka. Athugið að Kaiser og St. Ann’s eru dótturfyrirtæki Century og Winalco er dótturfyrirtæki Alcoa. [kml_flashembed movie="http://www.youtube.com/v/vJa2ftQwfNY" width="249" height="212" wmode="transparent" /]

Read More

júl 17 2008

Um 42% landsmanna andvígir álveri í Helguvík

Visir.is – Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar sýna að 41,6% svarenda eru andvígir álveri í Helguvík, 36% eru hlynntir en 22,4% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Könnunin er gerð fyrir þingflokk Vinstri – Grænna. Read More

júl 16 2008

Að ryðja brautina

Birgitta Jónsdóttir
Morgunblaðið, 16. Júlí 2008
Svar við Staksteininum Morgunblaðsins: Aðgerðahópar og sellur?

,,Fyrir nokkrum árum síðan hefðu tónleikarnir „Náttúra“ þar sem höfuðáhersla og þema er sú vá sem að náttúru landsins steðjar álitnir róttækir og pólitískir. Hvað varð til þess að þeir voru það ekki?“

Þegar um allt þrýtur og ekkert gengur að vekja athygli á mikilli vá sem steðjar að náttúru og umhverfi er brugðið á það ráð að framkvæma aðgerðir sem í eðli sínu eru fremur saklausar en kalla yfirleitt á hörð viðbrögð lögreglu og þeirra stórfyrirtækja sem verið er að vekja athygli á fyrir spillingu eða stjórnleysi. Oft eru þessar aðgerðir tengdar við ofbeldi, en það á sér litla stoð í veruleikanum. Ofbeldið á sér ekki stað af hendi aðgerðasinna, heldur er það lögreglan sem missir sig og ræðst til atlögu við aðgerðasinna sem t.d. neita að færa sig. Þegar verið er að handtaka fólk með offorsi er alveg sama hvort um munk í bænastellingu eða umhverfisverndarsinna varnarstellingu að ræða, það lítur út eins og ofbeldi. Þessar myndir rata oft á forsíður eða í fréttatíma sjónvarpsstöðvana.

Read More

Náttúruvaktin