júl 15 2008

Vafasöm tengsl Orkuveitu Reykjavíkur

Í dag birtu Fréttablaðið og Iceland Review frétt sem sagði frá því að Saving Iceland hafi hafnað tilboði Orkuveitu Reykjavíkur um styrkveitingu. Varaformaður Orkuveitunnar, Ásta Þorleifsdóttir, sagði Fréttablaðinu að hún dáist að hugsjón Saving Iceland.

,,Við fögnun því að Orkuveitan Reykjavíkur hlusti á gagnrýni og að gagnrýnisraddir hafi t.d. leitt til þess að hætt var við byggingu Bitruvirkjunnar á Hengilssvæðinu. Samt sem áður er verið að stækka Hellisheiðarvirkjun fyrir álframleiðslu og því ber alls ekki að fagna. Orkuveitan er enn nátengd stóriðjuvæðingu Íslands, svo við getum ekki þegið nokkra krónu frá fyrirtækinu“ segir Jaap Krater, frá Saving Iceland.

,,O.R. er einnig tengt vafasömum verkefnum gegnum Reykjavík Energy Invest. REI skrifaði nýlega undir samning um boranir í Jemen (1), þar sem klúrt Shari’a stjórnarfar ríkir, engir frjálsir fjölmiðlar viðgangast og öryggismiðstöðvar eru viðrinnar pyntingar og jafnvel aftökur án dómsúrskurða (2,3). Þessa hegðun fordæmir Saving Iceland. O.R. ætti ekki að gera saminga við nokkra þá sem standa að mannréttindabrotum, hvort sem um er að ræða bókstafstrúar-ríki eða stóriðjufyrirtæki“ segir Jaap Krater. Read More

júl 15 2008

Róttækar aðgerðir og atvinnumótmælendur

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Morgunblaðið, 15. Júlí 2008

Sl. sunnudag fjallaði staksteinahöfundur Morgunblaðsins um Saving Iceland-hópinn, undir titlinum „Aðgerðahópar og sellur“. Hann sagði frá aðgerðabúðum hópsins á Hellisheiði og setti fram lista yfir hegðun sem búast mætti við af þeim sem taka þátt í aðgerðum hópsins í sumar, þ.e. ,,reyna að mana lögregluna í slag, hlekkja sig við það sem hendi er næst, vinna minni háttar skemmdarverk, trufla löglega starfsemi fyrirtækja eða almenna umferð“. Samkvæmt honum er þetta hegðun sem einkennt hefur starfsemi hópsins síðustu árin.

Við hjá Saving Iceland beitum beinum aðgerðum og borgaralegri óhlýðni í aðgerðum okkar gegn kapítalisma í formi stóriðjuvæðingar Íslands – því neitum við ekki. Við hlekkjum okkur hins vegar ekki við það sem hendi er næst, heldur vinnuvélar sem notaðar eru við eyðileggingu náttúrunnar. Þannig stöðvum við eyðilegginguna tímabundið. Það dettur engum í hug að læsa líkama sinn við stærðarinnar vinnuvél ,,af því bara,“ – baráttuvilji og hugsjónir eru þar að verki.

Read More

júl 14 2008

Óskiljanleg umhverfisstefna og innanflokks-óreiða

Vegna erfiðleika í íslensku efnahagslífi (lesið m.a. nýlega skýrslu, Iceland Overheats) og hækkandi heimsverðs á áli, eru Geir H. Haarde, forsætisráðherra og íslensk yfirvöld nú mun líklegri en áður til að samþykkja byggingu nýrra álvera. Innan um allt ‘kreppu’-tal virðast ráðherrar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokk vera á fullri ferð í stóriðjuvæðingu Íslands.

Fagra Ísland

Fyrir alþingiskosningarnar í Maí 2007 setti Samfylkingin fram umhverfisstefnu þar sem lofað var stóriðjustoppi næstu fimm árin, á meðan gerð væri skýrsla um notkun og verndun íslenskrar náttúru. Í umhverfisstefnunni sagði að innan heimilda Íslands fyrir losun gróðurhúsalofttegunda rúmaðist einungis eitt nýtt álver. Þannig leit Fagra Ísland Samfylkingarinnar út.

Read More

júl 12 2008

Aðgerðabúðir Saving Iceland á Hellisheiði

Fjórðu aðgerðabúðir Saving Iceland eru nú hafnar í fallegum dal á Hellisheiði; svæði sem er í hættu vegna framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Stækkun Hellisheiðarvirkjunnar á sér nú stað til þess að afla orku fyrir stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga og aðrar stóriðjuframkvæmdir á Suð-Vestur horni landsins.
Í ár eru í búðunum aktívistar frá Íslandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku, Englandi, Hollandi, Frakklandi, Belgíu og Ítalíu og fleiri löndum, sem hafa ákveðið að ganga til liðs við baráttuna. Upplýsingar um eyðileggingu íslenska öræfa hafa borist víða.
Read More

Síður: 1 2

júl 12 2008

Leiðbeiningar að aðgerðabúðum Saving Iceland Hellisheiði

Fjórðu aðgerðabúrnir gegn stóriðjuvæðingu Íslands eru nú byrjaðar á Hellisheiði. Við bjóðum alla þá sem vilja stöðva eyðileggingu áliðnaðarins á náttúrulegu og félagslegu umhverfi okkar, velkomna til að leggja baráttuni lið með beinum aðgerðum.

Auðvelt er að komast að búðunum á venjulegum borgarbílum og hjólum. Vinnustofur og fyrirlestrar um beinar aðgerðir munu eiga sér stað í búðunum og boðið er upp á jurtafæði á
staðnum.
Read More

júl 11 2008
2 Comments

Búðir 2008

 Eins og stendur eru praktískar upplýsingar um aðgerðabúðirnar aðeins á ensku. Upplýsingarnar má finna hér.

júl 05 2008

21. – 27. Júlí – Alþjóðleg vika samstöðuaðgerða

Á meðan á aðgerðabúðum okkar stendur þetta sumarið, mun fara fram alþjóðleg vika samstöðu aðgerða frá 21. til 27. júlí. Þeir sem ekki komast í búðirnar en vilja leggja baráttunni lið geta því komið upp með eigin hugmyndir og framkvæmt þær þar sem þeir eru staddir í heiminum. Nytsamlegar upplýsingar um staðsetningar í Evrópu má finna hér á síðunni.  Read More

jún 24 2008

Lygar og útúrsnúningar – Um hergagnaframleiðslu Alcoa

Erna Indriðadóttir gefur það í skyn að Alcoa framleiði aðeins ál og hafi ekkert um framtíð þess og notkun að segja. Það eru lygar og útúrsnúningar.

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Morgunblaðið, 24. júní 2008

Svar Ernu Indriðadóttur, upplýsingastjóra Alcoa Fjarðaáls, í Morgunblaðinu við skrifum Bjarkar Guðmundsdóttur er aumkunarvert og efni í frekari greinaskrif. Það sem stendur vissulega upp úr er útúrsnúningur hennar varðandi meinta hergagnaframleiðslu og mannréttindabrot Alcoa en Erna telur að Björk eigi þar við þá staðreynd ,,að ál er notað í nær öll farartæki undir sólinni, þar á meðal herflugvélar og bíla, geimferjur og eldflaugar.“ Hún heldur svo hvítþvottinum áfram með tali um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og sjálfbærnisverkefni.

Til að nota orðalag Ernu kveður þarna við gamlan tón því þessum útúrsnúningi hefur Alcoa Fjarðaál alltaf beitt þegar fyrirtækið er sakað um bein tengsl við stríðsrekstur og hergagnaframleiðslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins reyna að láta líta svo út fyrir að Alcoa framleiði bara ál og selji það, en hafi hins vegar ekkert um framhaldslíf þess að segja. Það er löngu kominn tími til að blása á þessa vitleysu.

Read More

jún 06 2008

Umhverfissinar trufla leyfisleysispartí Norðuráls

Norðurál/Century Aluminium hafði vonast til að geta haldið upp á fyrstu skóflustungu nýs álvers í Helguvík án nokkurra vandamála í gær, en umhverfissinnar og íslenskir fjölmiðlar voru á öðru máli.

Hópur fólks mætti að athöfninni til að mótmæla byggingu álversins, vegna þess hversu eyðileggjandi áhrif það mun hafa á náttúru Íslands og samfélag og efnagslíf á suðvestur horni landsins. Hópurinn þverneitaði að halda sig innan ákveðins “mótmælareits” sem lögreglan hafði útbúið handa hópnum, en reiturinn var langt frá því að vera sýnilegur frá athöfninni sjálfri og þar af leiðandi ekki möguleiki að hróp og köll hópsins hefðu nokkur áhrif á athöfnina.

Í staðinn fór hópurinn mun nær athöfninni áður en hann var stöðvaður og einum umhverfissinna, sem hélt á grænum og svörtum fána, var haldið af tveimur óeinkennisklæddum lögregumönnum. Nokkrir úr hópnum héldu á líkkistu merktri Reykjanesi og aðrir á legsteini sem á var letrað “Nýsköpun – lést 6. júní 2008?.

Read More

apr 20 2008
3 Comments

Stofnandi Saving Iceland ákærður af íslenskri lögreglu

Mánudaginn 21. apríl 2008 kemur stofnandi Saving Iceland, Ólafur Pall Sigurðsson fyrir héraðsdóm Austurlands ákærður fyrir eignaspjöll. Ákæran er til komin vegna atburða í mótmælabúðunum við Snæfell í júlílok 2006.

Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér. Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu.
Read More

Náttúruvaktin