mar 14 2008
Tags: Guðmundur Páll Ólafsson, Guðmundur Páll Ólafsson @is, Náttúruvernd, Spilling
Í morgun reisti Saving Iceland stíflu við inngang skrifstofu Landsvirkjunar, sem kölluð var Háaleitisvirkjun. Starfsmenn Landsvirkjunar þurftu því annað hvort að stíga yfir stífluna eða fara inn um aðrar dyr til að komast inn fyrir. Með aðgerðinni var mótmælt fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár og fullum stuðningi og samstöðu lýst yfir með þeim sem berjast fyrir verndun hennar.
Í dag er alþjóðlegur aðgerðadagur fyrir ár og fljót haldinn í 11. skipti um allan heim en í fyrsta skipti á Íslandi. Með deginum er athygli beint á mikilvægi áa og því að þær renni óbreyttar án þess að mannfólkið fikti við þær. Stíflur, lón og virkjanir hafa alvarleg áhrif á náttúru, lífríki og samfélög fólks sem við árnar búa og framkvæmdirnar verða ekki aftur teknar. Búast má við uppákomum, mótmælum og beinum aðgerðum um allan heim í tilefni dagsins. (1)
Read More
mar 11 2008
Tags: Actions, Greenwash, Saving Iceland
LJÓSI VARPAÐ Á GRÆNÞVOTT ÁLIÐNAÐARINS
Í gærmorgun, mánudaginn 11. febrúar, kl. 08:30 truflaði Saving Iceland opnun tveggja daga ráðstefnunar Metals: Energy, Emissions and the Environment í Brussel.
Um tuttugu manns lokuðu tímabundið aðgangi að Radison Sas Royal Hótelinu þar sem ráðstefnan fór fram, með keðjulásum og ál-sorpi. Aðgerðinni var beint að ALCOA, Rio Tinto-ALCAN og Hydro, sem á þessari ráðstefnu kynna ál sem ‘grænan’ og sjálfbæran málm. Read More
mar 08 2008
Tags: Auðlindir, Guðmundur Páll Ólafsson @is, Landsvirkjun, Stíflur, Þjórsá
Guðmundur Páll Ólafsson,rithöfundur og náttúrufræðingur, skrifar um áhrif virkjana á jökulár landsins. Greinin birtist í mars 2008.
Þótt þorskur sé ekki talinn „skepna skýr“ veit hann að hollt er að eiga samleið með jökulám landsins. Hann veit að við ósa þeirra henta aðstæður hrygningu og klaki enda eru jökulfljótin einskonar skapanornir þorsksins. Þær búa honum aðstæður og örlög og munar ef til vill einna mest um systur þrjár: Ölfusá, Þjórsá og Skeiðará.
Hvergi við Íslandsstrendur hefur hrygning þorsks verið jafn öflug og umfangsmikil og framan við ósa Þjórsár. Hvergi er mikilvægara að fara að með gát en þar; ögn utar er Selvogsbanki – langstærsti og dýrmætasti banki landsins.
feb 21 2008
Tags: Corruption, Ecology, Landsvirkjun
Ávarp Guðmundar Páls Ólafssonar rithöfundar á baráttufundi gegn virkjunum í Neðri-Þjórsá 17. febrúar 2008. Fundurinn var haldinn á vegum Sólar á Suðurlandi.
Þegar vorið vaknar við strendur Íslands flykkjast fuglar í varplönd og fiskar synda í torfum til varplanda í sjó þar sem þeir hrygna. Þannig hafa fuglar og fiskar vitjað hér vors frá ómunatíð. Vitneskjan er gömul; allir vita þetta – og samt …
Og samt eru aðeins örfá ár síðan rann upp fyrir mönnum að þorskurinn hrygnir framan við ósa jökulánna um allt land og er háður þeim. Sú jökulspræna er varla til sem ekki lokkar þorskinn til hrygningar og það veit hver þorskur þótt ekki sé talinn „skepna skýr“ að hann á samleið með jökulánum. Hann veit að við jökulár henta aðstæður hrygningu og klaki. Þannig eru jökulfljót einskonar skapanornir þorsksins. Þær búa honum aðstæður og örlög og munar þar einna mest um systur þrjár: Ölfusá, Þjórsá og Skeiðará.
Read More
feb 20 2008
Tags: ALCOA, Landsvirkjun
Ávarp Birgis Sigurðssonar rithöfundar á baráttufundi gegn virkjunum í Neðri-Þjórsá 17. febrúar 2008. Fundurinn var haldinn á vegum Sólar á Suðurlandi.
Góðir áheyrendur.
Þegar menn eiga í erfiðri og langvinnri baráttu við ofurefli er stundum hollt að rifja upp það sem hefur áunnist. Það stælir kjark, vekur von og eykur þrek. Á þessu þrennu þarf náttúruverndarfólk mjög að halda. Saga náttúruverndarbaráttu á Íslandi sýnir hinsvegar að það er unnt að sigra ofureflið.
Í nóvember árið 1998, var haldinn baráttufundur í Háskólabíói undir kjörorðinu „Með hálendinu – gegn náttúruspjöllum“. Til fundarins boðaði svonefndur Hálendishópur. Í honum voru einstaklingar úr fjölmörgum útivistar- og náttúruverndarsamtökum. Þetta fólk hafði verið kallað saman í skyndi til þess að snúast gegn yfirvofandi náttúruspjöllum á miðhálendinu. Það lá mikið við: Landsvirkjun áformaði að drekkja votlendisparadísinni Eyjabökkum norðan Vatnajökuls með miðlunarlóni. Sömu örlög voru búin stórum hluta Þjórsárvera.
Read More
jan 07 2008
Tags: ALCOA, Century Aluminum, Hlutdrægni fjölmiðla, Impregilo, India, Kárahnjúkar, Kúgun, Landsvirkjun, Laws, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Media bias, Miriam Rose @is, Náttúruvernd, Repression, Rio Tinto, Saving Iceland, Stóriðja
Höfundur flutti erindið á umræðufundi um „grunngildi samfélagsins“ sem haldinn var í Reykjavíkur Akademíunni 20. nóvember árið 2007.
Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig: Ég heit Miriam Rose, og er aðgerðasinni og umhverfisfræðingur frá Bretlandi. Ég var beðin um að tjá mig hér um reynslu mína af grunngildum íslensks samfélags, byggt á viðtali sem ég var í við Kastljós í október, eftir að mér var hótað með brottvísun úr landi vegna aðildar minnar að aðgerðum gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnar ykkar. Í bréfinu sem ég fékk, þar sem farið var fram að mér yrði vísað úr landi, stóð að ég ætti á hættu að vera brottræk gerð frá Íslandi í þrjú ár, enda væri hegðun mín �ógnun við grunngildi samfélagsins�.
Read More
des 16 2007
Tags: Ál, ALCOA, Century Aluminum, Corruption, Fjölmiðlar, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Hlutdrægni fjölmiðla, Impregilo @is, Kapítalismi, Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Media bias, Mengun, Náttúruvernd, Ólafur Páll Sigurðsson @is, Rio Tinto, Saving Iceland, Spilling, Stóriðja
Jón Ólafsson (JÓ) ræðir við Ólaf Pál Sigurðsson (ÓPS) umhverfisverndarsinna og stofnanda samtakanna Saving Iceland í þættinum Upp og ofan á Rás 1. 16. desember, 2007.
Jón Ólafsson:
Góðir hlustendur, ég hef í haust fengið til mín fagfólk sem oftast hefur verið tengt einhverjum háskóla landsins og verið að fást við hluti sem að mér hafa fundist að tengdust bæði háskólasamfélaginu og líka pólitík. Í dag, í þessum síðasta þætti mínum, hef ég fengið hingað mann sem er ekkert tengdur háskólasamfélaginu en hins vegar mjög tengdur pólitík eða pólitískum aðgerðum en það er Ólafur Páll Sigurðsson, menntaður bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður en nú aðallega þekktur aktífisti og margir tengja hann væntanlega við samtökin Saving Iceland.
Read More
okt 16 2007
Tags: Economics, Pollution, Repression
Guðmundur Ármansson
30. mars 2007
SENN líður að kosningum í Hafnarfirði þann 31. mars næstkomandi. Í orði kveðnu fjalla þær um skipulagsmál en eins og öllum er ljóst snúast þær um stækkun á álverinu í Straumsvík eður ei.
Nú er ég sem þetta skrifa búsettur á Austurlandi og hef aldrei til Hafnarfjarðar komið og á því víst ekki að skipta mér af þessu máli að mati álunnenda. Að mínu mati er þetta þó ekki einkamál Hafnfirðinga frekar en að Kárahnjúkavirkjun sé einkamál íbúa á Austurlandi.
Read More
sep 28 2007
Tags: Fjölmiðlar, Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Lýðræðishalli, Lögregla @is, Náttúruvernd, Rannsóknarskýrsla Alþingis, Spilling
Náttúruvaktin.com
Tilefni mótmæla er aðalatriðið!
a. Hverju er verið að mótmæla?
b. Kannið málið
c. Eru áhyggjur mótmælenda réttmætar?
d. Kannið málið
e. Ef þið kannist ekki við neitt…
f. …er kominn tími til að kanna málið!
Mótmæli eru tjáning nauðsynleg lýðræðinu þegar allt annað þrýtur
1. Kynnið ykkur málið
2. Lesið á mótmælaspjöld og/eða -borða
3. Hlustið eftir slagorðum
4. Lesið fréttatilkynningar ef til eru
5. Hví er mótmælt akkúrat þann daginn?
6. Ef um fjöldamótmæli er að ræða, berið saman tölur lögreglu og mótmælenda sjálfra um fjölda mótmælenda og gefið hvort tveggja upp við umfjöllun
7. Þegar mótmælin eru táknræn, lesið í þau
8. Leitið ekki eingöngu að „þekktum“ andlitum
9. Leggið spurningar fyrir þá sem ábyrgir eru fyrir því sem verið er að mótmæla, sem og mótmælendur
10. Athugið, mótmæli eru alltaf til að vekja athygli á einhverju
= Fjölmiðlar eru mikilvægt mótvægi valds í lýðræðisríki