maí 28 2010

Pólitísk íhlutun Magma og Norðuráls

Í fréttum Stöðvar 2 sl. laugardag var kostuleg frétt þess efnis að viðræður væru hafnar milli Magma Energy og Norður-áls um sölu á orku til álversins í Helguvík. Í viðtali við Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, kom fram að hann fagnaði því að hlutur Geysis Green Energy væri nú í höndum aðila sem sé kominn að HS Orku til langs tíma. Það hafi greitt fyrir því að samningaviðræður milli Norðuráls og HS Orku hafi komist á skrið að nýju.

Með fréttinni var gefið í skyn að nú sé að rofa til í orkumálum álversins. En hvað skyldi í raun vera á bakvið þessar svokölluðu viðræður? Í fréttinni kom í raun ekkert fram um viðræðurnar því staðreyndin er sú að þar er ekkert að frétta. Hér var sett á svið ómerkileg leiksýning af hálfu Magma og Norðuráls, tveggja fyrirtækja í eigu erlendra aðila, sem með þessu eru að hlutast til um íslensk stjórnmál. Sýninguna setja þau á svið fyrir velgjörðarmann sinn, bæjarstjórann í Reykjanesbæ, viku fyrir kosningar til sveitarstjórnar. Samkvæmt fréttinni virðist sem hér séu á ferðinni stórtíðindi í atvinnumálum Suðurnesjamanna. Og eins og venjulega sá fréttamaðurinn ekkert athugavert.
Read More

maí 20 2010
1 Comment

Íslenska umræðuplanið

Rvk9Hvernig fjölmiðar og aðrir dómarar götunnar hafa dæmt nímenningana fyrirfram

Þann 8. desember 2008 fóru þrjátíu manns inn í Alþingishúsið. Tveir einstaklingar, af sitthvoru kyni, fóru upp á þingpalla og hvöttu þingmenn til að koma sér út úr húsi sem þjónaði ekki tilgangi sínum lengur. Aðrir voru stöðvaðir í stigaganginum, þeim var hótað piparúðun og lentu síðar meir sumir í stimpingum við lögreglu og þingverði. Nokkrir voru handteknir, yfirheyrðir og svo sleppt – þinghald tafðist um klukkustund. Rúmu ári seinna var níu einstaklingum – undirritaður þar með talinn – stefnt af Láru V. Júlíusdóttur, settum ríkissaksóknara, meðal annars fyrir árás gegn sjálfræði Alþingis. Refsiramminn sem héraðsdómaranum Pétri Guðgeirssyni er gert að dæma okkur eftir, er eins árs til lífstíðarfangelsi. Read More

maí 18 2010

Hvers vegna flýtur náttúruvernd ennþá á yfirborðinu – Frá þingi náttúruverndarsamtaka á Íslandi

Grein þessi birtist upphaflega í maí-tölublaði mánaðarritsins Róstur. Upplýsingar um Róstur og hvernig nálgast má blaðið má finna á vefsíðunni www.rostur.org

Ákveðin ládeyða hefur einkennt starfsemi íslenskra náttúruverndarhreyfinga eftir ósigur í baráttunni um Kárahnjúkavirkjun. Ef til vill var ósigurinn einfaldlega of stór biti að kyngja, því þrátt fyrir að til að mynda Saving Iceland hafi haldið uppi andspyrnubúðum gegn stóriðju  og virkjanaframkvæmdum eftir að Hálslón var fyllt og álframleiðsla hófst á Reyðarfirði, hefur á heildina litið skort þann baráttuanda sem einkenndi krítísku árin í kringum framkvæmdirnar fyrir austan.

Fyrsta náttúruverndarþingið á tíu árum

Laugardaginn 24. apríl sl. var gerð tilraun til að vekja hreyfinguna upp frá dauðum þegar Náttúruverndarþing var haldið í Menntaskólanum við Hamrahlíð á vegum náttúruverndarsamtaka á Íslandi. Það er hið fyrsta síðan árið 2000 ef undanskilin er alþjóðleg ráðstefna sem Saving Iceland stóð fyrir í Ölfusi sumarið 2007.
Read More

mar 10 2010

Einkaher og einkavæðing: Suðurnes í ljósi áfallakenningarinnar

Blóði stokkin bílrúða eftir skotárás ástralsks einkahers í Írak 2007. Tvær íraskar konur létu lífið í þessum leigubíl.Töluvert hefur verið vísað í áfallakenningu Naomi Klein á þessari síðu, jafnvel svo mjög að Svartsokku sjálfri þyki nóg um, því engum er hollt að miða alla sína samfélagsgreiningu við eina bók. Þó er svo að þegar í bígerð eru tilkoma einkahers, einkavæðing háhitans og bygging álvers sem ekki er til nóg orka fyrir, allt á sama landsvæðinu, þá hringja óhjákvæmilega viðvörunarbjöllur undir tónfalli áfallakenningarinnar. Þegar líðandi stund er greind í ljósi hennar kemur í ljós kunnuglegt mynstur; verið er að spila með okkur eins og peð á taflborði. Það sem verra er: við spilum með undir styrkri stjórn „vinstrimanna“.

Hvað er áfallakenningin?

Fyrir þá sem ekki vita þá snýst áfallakenningin í stuttu máli um það að í kjölfar stórra áfalla, á borð við flóðbylgjur, jarðskjálfta, stríð eða efnahagshrun, þá sé auðveldara en ella að koma á óvinsælum efnahagsstefnum og einkavæða það sem áður var í sameign, í þeim tilgangi að afla skjótfengins gróða (og gjarnan til að hampa vinum og félögum). Kenningin felur í sér að vegna þess að almenningur sé í sjokki yfir áfallinu eigi hann erfiðara með að berjast á móti þessum breytingum.

Hér á landi virðist sem Suðurnesin ætli sér að verða fyrsta fórnarlamb áfallakenningarinnar. Read More

jan 28 2010

Suðvesturlínur og vatnsbólin

Sigmundur Einarsson

Vinnubrögð í anda útrásarinnar

Í ávarpi til íslensku þjóðarinnar á gamlársdag fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra m.a. um hina ómetanlegu auðlind, íslenska vatnið, og mikilvægi þess að allir hafi aðgang að hreinu vatni. Hún sagði að sem þjóð þyrftum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins. Í framhaldi af þessum orðum forsætisráðherra er fróðlegt að skoða stöðu og horfur í verndun vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu.

Staðreyndin er sú að fyrir dyrum stendur að stofna vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins í hættu með framkvæmdum sem byggja á afar veikum forsendum. Hér er átt við byggingu Suðvesturlína sem munu liggja að hluta yfir viðkvæmustu hluta vatnsverndarsvæðanna. Til að gera sér grein fyrir alvarleika þessa máls er nauðsynlegt að skoða jarðfræði svæðisins, eðli vatnsverdarsvæða og þeirra laga og reglugerða sem gilda um slík svæði.

Read More

des 17 2009

DON´T BUY THE LIE!

Svartsokka.org

Nú er skrípaleikurinn í Kaupmannahöfn brátt á enda runninn. Kókauglýsingarnar með slagorðunum “Hopenhagen” og “Coke: A Bottle of Hope” verða brátt teknar niður af strætóskýlunum. Lögreglan mun aftur fara að áreita pólitíska flóttamenn í stað anarkista sem berjast fyrir réttlátara samfélagi.

Siemens blaðran sem einnig auglýsir “Hopenhagen” mun verða tekin niður af Ráðhústorginu og smám saman mun hugur fólks reika að imbakassanum í leit að innihaldslausu lífi. Hvað kom út úr tveggja vikna stanslausum fundarhöldum, fyrirlestrum, auglýsingum, mótmælum, öskrum, slagorðum, bannerum, óeirðum, blóði, grjóti, táragasi? Read More

des 05 2009

Grænþvottur er nýja sjónarspilið!

Eftirfarandi grein mun birtast í þriðja tölublaði anarkistatímaritsins Svartur Svanur sem kemur út í desember.

Nú í desember fer fram fimmtánda lofstlagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, Cop15, í Kaupmannahöfn. Búist er við miklu andófi við ráðstefnunni og fölskum lausnum hennar við umhverfisvandamálunum sem steðja að jörðinni. Svartur Svanur fjallar um ráðstefnuna, græna sjónleikinn, loftslagsbreytingar, endurlífgun kapítalismans, grunnhyggna umhverfissinna, einkavæðingu, kúgun og aukið eftirlit.

Við viljum í fyrstu taka það fram að við erum hvorki vísindamenn né sérfræðingar í loftslagsbreytingum. Líklega værum við alls ekki viðriðinn andófið gegn COP15 loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna, ef sannleikurinn væri ekki sá að hinn stórkostlegi alþjóðlegi sjónleikur (e. spectacle) um loftslagsbreytingar snýst um endurreisn kapítalismans og alger yfirráð hans; endurlífgun stigveldisins, arðránsins, kynja-, kynhneigðar-, og kynþáttahyggjunnar, feðraveldisins, markaðs- og einkavæðingarinnar, kúgunarinnar, undirokuninnar, morðanna, lyganna og græðginnar.

Nú spyrja sig eflaust einhverjir hvort við höldum í alvöru að loftslagsbreytingar muni leiða til aukinnar kúgunar af hendi ríkisstjórna. Og hvers vegna þá að brjóta niður kapítalismann? Nú, við  skulum við útskýra hvers vegna. Með þessari grein ætlum við að hnýta saman nokkra enda og gera bráðnauðsynlegar tengingar varðandi loftslagsbreytingar. Read More

nóv 27 2009

Er HS-Orka í krísu í Krýsuvík?

Sigmundur Einarsson

Í október birtist grein eftir mig undir fyrirsögninni Hinar miklu orkulindir Íslands.

Megininntak greinarinnar er ábending til íslensku þjóðarinnar og ráðamanna þess efnis að orkulindir Íslands séu ekki eins miklar og af er látið. Jafnframt er ítrekað það sem ýmsir höfðu áður bent á að tvö 360 þús. tonna álver myndu soga til sín alla jarðhitaorku á Suðvesturlandi og Norðausturlandi og reyndar gott betur. Viðbrögð hafa verið á ýmsa lund. Athyglisvert er að viðkomandi stjórnvöld, þ.e. iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun hafa engin viðbrögð sýnt en þagað þunnu hljóði.

Þann 30. október sl. rituðu tveir starfsmenn HS-Orku, þeir Guðmundur Ómar Friðleifsson yfirjarðfræðingur og Ómar Sigurðsson forðafræðingur, eins konar varnarræður í Morgunblaðið og Fréttablaðið. Yfirjarðfræðingurinn er stóryrtur og fer með himinskautum en forðafræðingurinn er öllu jarðbundnari og heldur sig við efnið í megindráttum. Það sem einkum hefur raskað ró þeirra eru annars vegar efasemdir mínar um áformaða stækkun Reykjanesvirkjunar og hins vegar sú skoðun mín að fyrirliggjandi mat á orkugetu jarðhitasvæðisins í Krýsuvík og nágrenni sé allt of hátt. Ekki ætla ég að elta ólar við stóryrðin. Efasemdir mínar um áformaða stækkun Reykjanesvirkjunar eru hvorki frumlegar né mín uppfinning heldur fengnar beint úr umsögn Orkustofnunar um matsskýrslu vegna fyrirhugaðrar stækknunar (VSÓ Ráðgjöf 2009) en þar segir: „Að öllu samanlögðu er þetta vinnslusvæði fjarri því að standa undir fyrirhugaðri tvöföldun Reykjanesvirkjunar í 200 MWe til lengri tíma“. Starfsmenn HS-Orku eru sýnilega allt annað en ánægðir með álit Orkustofnunar en þar er ekki við mig að sakast. Af einhverjum ástæðum virðist þetta vera viðkvæmt mál. Ég ætla ekki að ræða Reykjanesvirkjun frekar en gera nánari grein fyrir mati mínu á orkugetu Krýsuvíkursvæðisins. Read More

nóv 27 2009

Er stóriðja leið út úr kreppunni?

Indriði H. Þorláksson – hagfræðingur

Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma.

Staðhæfingar settar fram án raka öðlast stundum vægi langt umfram inntak þeirra.  Tvær slíkar staðhæfingar sem haldið er á lofti í umræðu um byggingu orku- og stóriðjuvera eru sérstaklega varhugaverðar. Annars vegar að slíkar framkvæmdir séu nauðsynlegar, séu jafnvel leiðin út úr „kreppunni“ og hins vegar að framtíð íslensks efnahagslífs sé best tryggð með nýtingu orkuauðlinda fyrir stóriðju. Önnur þeirra horfir til skamms tíma en hin lengra fram á veg en báðar eru vafasamar, líklega rangar og jafnvel skaðlegar.

Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma. Til skamms tíma, segjum 3 til 5 ára, er markmiðið að koma atvinnulífinu í gang. Til lengri tíma litið er markmiðið að stuðla að vexti hagkerfisins með þeim hætti að það veiti þegnunum sem mest lífsgæði. Til þess þarf atvinnulífið að skila sem mestum virðisauka til þjóðarinnar fyrir vinnuframlag, fjármagn og auðlindir. Read More

Velkomin!

Velkomin á vefsíðu Saving Iceland! Ef þú ert hér í fyrsta skipti þá getur þú byrjað á að lesa Grípum til aðgerða!, einnig Ákall Saving Iceland og Um okkur. Í Íslandi ógnað er farið yfir öræfin sem við verðum að reyna að vernda fyrir græðgi stóriðju- og orkufyrirtækjanna sem starfa markvisst að því að eyðileggja íslenska náttúru. Þú getur líka horft á myndbönd og skoðað myndir frá starfi okkar í gegnum árin og lesið á ensku tímarit okkar Voices of the Wilderness. Og síðast, en ekki síst, fengið Svör við algengum spurningum um Saving Iceland.

Náttúruvaktin