'Alcoa @is' Tag Archive

ágú 17 2005

Yfirlýsing frá mótmælendum í ágúst 2005


Saving Iceland

VIÐ SEM MÓTMÆLT HÖFUM stóriðju og stórfelldum spjöllum á náttúru Íslands undanfarna mánuði við Kárahnjúka og víðar á landinu viljum að gefnu tilefni gefa eftirfarandi yfirlýsingu:

Við mótmæli okkar höfum við beitt aðferðum sem eiga sér ef til vill ekki langa sögu hérlendis en aðgerðir þær sem við höfum staðið fyrir flokkast ekki undir lögbrot. Við erum breiður hópur fólks Íslendinga og útlendinga víðsvegar að og það sem sameinar okkur er virðing fyrir náttúrunni, óþol gagnvart valdníðslu, kúgun og mannréttindabrotum. Við höfum tjáð andúð okkar á stórfelldum spjöllum á einstökum náttúruperlum á hálendi Íslands með því að:

Dreifa upplýsingum um stóriðjuæði íslenskra stjórnvalda sem speglast í fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum sem nú liggja á teikniborði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja svo sem í Þjórsárverum, Langasjó, Skjálfandafljóti og í Skagafirði. Read More

apr 12 2003

Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar beita lygum og ósannindum


Andri Snær Magnason
Morgunblaðið
Laugardaginn 12. apríl, 2003

Þjóðin hefur eignast nýjan ríkisfjölmiðil. Þetta er frétta- og upplýsingavefur sem heitir star.is og er rekinn af iðnaðarráðuneyti, Landsvirkjun og fleiri aðilum sem mynda STAR, opinbera undirbúningsnefnd fyrir virkjun og álver fyrir austan. Ef menn opna star.is og velja „allar fréttir“ kemur í ljós að hann lýtur einkennilegum lögmálum. Hér er dæmi: „Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar beita lygum og ósannindum“. Undir fyrirsögninni er birt opið bréf sem á að „vekja athygli á þeirri lygaþvælu sem spunnin er gegn virkjuninni við Kárahnjúka“. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur er sakaður um „lygar“ þegar hann bendir á tengsl Kárahnjúkavirkjunar við mögulega virkjun Jökulsár á Fjöllum. Lygar Guðmundar Páls eru sagðar „hliðstæðar lygar og Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður hafði uppi í Kastljósi þegar hún talaði um lónstæðið sem eldvirkt svæði“. Lygi er meiðandi orð og yfirleitt ætla menn fólki mismæli eða misskilning í opinberri umræðu en hér er því ekki að heilsa. Star.is hafði áður fjallað um Guðmund Pál og námskeið hans um náttúrufar norðan Vatnajökuls með orðunum: „Endurmenntunarstofnun HÍ í áróðursstríði gegn Kárahnjúkavirkjun!“ Með námskeiði Guðmundar er Háskólinn sagður hafa „lagt sitt af mörkum í áróðri gegn Kárahnjúkavirkjun“.

Read More

Náttúruvaktin