'ALCOA@isl' Tag Archive

apr 26 2011

Gleymum ekki að Alcoa er vopnaframleiðandi – Myndband!


Forsvarsmenn Alcoa á Íslandi hafa stöðugt neitað þeim ásökunum Saving Iceland og annarra andstæðinga fyrirtækisins um vopnaframleiðslu þess og tengsl við hergagna- og stríðsiðnaðinn. Í kjölfar ummæla söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur sama efnis, sem hún lét falla í tengslum við Náttúrutónleika hennar og Sigur Rósar í Laugadalnum sumarið 2008, skrifaði Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, grein í Morgunblaðið þar sem hún sagði gagnrýninina á misskilningi byggða því ál sé einfaldlega „notað í nær öll farartæki undir sólinni, þar á meðal herflugvélar og bíla, geimferjur og eldflaugar.“ Erna fullyrti að Alcoa væri eingöngu álframleiðandi og hefði ekkert um framtíðarlíf áls að gera eftir að það færi úr verksmiðjum fyrirtækisins. En 30 % alls áls sem framleitt er í heiminum fer í hergagnaframleiðslu. Read More

ágú 05 2009

Saving Iceland ræðst gegn Alcoa – ,,Eina leiðin til raunverulegra breytinga liggur í verndun náttúrunnar!“


Í gær réðst Saving Iceland gegn álfyrirtækinu Alcoa. Við bönkuðum upp á skrifstofu fyrirtækisins við Suðurlandsbraut en enginn kom til dyra, svo græna skyrið og annar óþrifnaður sem við höfðum með okkur, endaði á hurðum, veggjum og gólfinu fyrir framan skrifstofuna. Í samanburði við þátt Alcoa í eyðileggingu íslenskrar náttúru og öðrum umhverfis- og mannréttindabrotum um víða veröld, er þetta minnsta mögulega refsing.

Þó álver Alcoa á Reyðarfirði starfi nú af fullum krafti, keyrt áfram af fullkláraðri Kárahnjúkavirkjun, er rík ástæða til þess að ráðast áfram gegn fyrirtækinu. Álverið á Reyðarfirði var upphafið á stóriðjubrjálæðinu, fyrsta merkið um áhrif auglýsingaherferðar stjórnvalda á ódýrri orku landsins og lítilli sem engri andspyrnu íbúa þess. (1) Álverið á Reyðarfirði var boltinn sem ýtti af stað þeirri hugmynd að álframleiðsla sé forsenda lífs. Eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar líta allar aðrar orkuframkvæmdir út fyrir að vera svo smáar að fæstir sjá ástæðu til þess að spyrna frekar á móti. Og meðferð lögreglunnar á þeim sem voguðu sér að setja fót sinn fyrir framkvæmdirnar fyrir austan hvatti fólk varla til að halda andófinu áfram. Read More

sep 27 2006

Vantaði bara leiðtoga?


Helga Katrín Tryggvadóttir

Í gærkvöldi, þann 26.september, söfnuðust einhvers staðar á bilinu 8.000-15.000 manns saman í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla virkjunar- framkvæmdum við Kárahnjúka. Mörgum myndi finnast það seint í rassinn gripið þar sem til stendur að byrja að hleypa vatni í Hálsalón tveimur dögum síðar. Hvers vegna er fólk tilbúið að mótmæla framkvæmdunum nú þegar það virðist vera orðið of seint? Read More

Náttúruvaktin