'Búðarhálsvirkjun' Tag Archive

des 16 2010

Rangfærsluruna Ragnars


Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson

Það er lengra mál en svo að rúmist í einni grein að fjalla um allar rangfærslurnar sem áliðnaðurinn teflir fram til þess að fegra verkefni sín og ginna samfélög til þess að kosta þau.

Áróðursmaskínurnar ganga svo langt að halda því fram að ál sé á einhvern hátt jákvætt fyrirbæri í umhverfislegu tilliti. Sannleikurinn er sá að áliðnaðurinn er námuiðnaður sem veldur verulegu umhverfisálagi, eyðir regnskógum og samfélögum frumbyggja og spillir vatnalífi og vistkerfum. Hvort heldur sem álið er notað í farartæki, umbúðir eða byggingarefni er í flestum tilvikum hægt að nota vistvænni efni.

Af nógu er að taka þegar kemur að rangfærslum iðnaðarins en í þessari grein verður látið duga að rekja helstu rangfærslur Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls, í Fréttablaðinu 2. des. Read More

júl 24 2010

Orka til Straumsvíkur mun koma frá Búðarhálsvirkjun


Kort af BúðarhálsvirkjunISAL (Rio Tinto Alcan) hefur tryggt sér alla þá samninga sem fyrirtækið þarf til að geta hafið stækkun álvers síns í Straumsvík. Um miðjan júní undirrituðu Landsvirkjun og ISAL endurnýjunarsamning um sölu raforku til fyrirtækisins fram til ársins 2036 og var kveðið á um kaup 75MW viðbótarorku í þeim samningi. Þessi viðbótarorka er meginforsenda þess að ISAL geti hrint í framkvæmd áformum sínum um stækkun álversins. Stækkunin hljóðar upp á 40.000 tonna aukna framleiðslugetu á ári. Mun hún fara fram á núverandi landi fyrirtækisins sem gerir hana óháða niðurstöðum íbúakosninga Hafnafjarðar og krefst þessara 75MW í viðbót við þá orku sem ISAL þegar fær afhenta á gjafaverði. Samningurinn er þó háður þeim fyrirvara að óvissu um skattalegt landslag stóriðju hér á landi verði eytt fyrir 31. ágúst, og sýnir það skýrt og skorinort hvernig forsvarsmenn álfyrirtækjanna og orkugeirans leika sér með stjórnartauma yfirvaldsins, sem hingað til hefur ekki þorað öðru en að lúta eftir slíkum kúgunaraðferðum fjársterkra aðilla og ætti því ekki að vera von á öðru í þessu tilfelli.

Viku eftir undirritun samningsins við ISAL sendi Landsvirkjun frá sér útboð þar sem fyrirtækið óskar eftir tilboðum í byggingu Búðarhálsvirkjunar. Útboðinu lýkur í lok ágúst og skal framkvæmdum lokið um haustið 2013. Read More

nóv 11 2008

Búðarhálsvirkjun og framleiðsluaukningu Rio Tinto Alcan frestað


Landsvirkjun hefur tilkynnt að útboð vegna framkvæmda við Búðarhálsvirkjun verði frestað um þrjá mánuði. Það þýðir að fyrirhuguð framleiðsluaukning Rio Tinto Alcan í Straumsvík verður ekki að veruleika á næstunni. Landsvirkjun hyggst reisa Búðarhálsvirkjun í Tungnaá, vestan við Langasjó.

Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun munu kosta um það bil 25 milljarða króna og á virkjunin að geta framleitt 85 MW af raforku. Rio Tinto Alcan hyggst auka framleiðslu sína um 40 þúsund tonn á ári án þess að stækka álverið. Fyrirtækið vill samt sem áður ennþá stækka álverið þrátt fyrir að íbúar Hafnarfjarðar hafi kosið gegn stækkuninni í íbúakosningu vorið 2007. Gagnaver Verne Holding hefur einnig skrifað undir samning við Landsvirkjun um orku frá Búðarhálsvirkjun.

Read More

Náttúruvaktin