'Gálgahraun' Tag Archive

maí 10 2014

Hvernig Gálgahraun gerði mig að aðgerðasinna


Erindi flutt á málstofu um aðgerðahyggju og aðkomu lögreglu að aðgerðum náttúruverndarsinna á Náttúruverndarþingi 10. maí 2014.

Lárus Vilhjálmsson, leikhússtjóri

Ég ætla að fara aðeins yfir atburðarásina í Gálgahrauni haustið 2013 þegar hópur fólks reyndi að mótmæla vegalagningu nýs Álftanesvegar og sérstaklega þann 21 október þegar ég ásamt fjölda annara vorum handtekin fyrir að sitja í veg fyrir jarðýtunni.

Ég hef um margra ára skeið látið mig umhverfismál varða. Tekið þátt í fundum og starfi umhverfissamtaka og stjórnmálaflokka, skrifað greinar, skrifað undir undirskriftalista,  gengið niður Laugaveginn með Ómari og stofnað með honum náttúruverndarflokk.

En ég hafði aldrei litið á mig sem aðgerðasinna. Mér fannst ég vera sófa-mótmælandi. Aðgerðasinnarnir voru fólk eins og Guðmundur Páll í Þjórsárverum og þeir sem mótmæltu á Kárahnjúkum eins og Saving Iceland og vinir mínir Ósk, Lillý og Ómar. Og svo var fullt af aðgerðasinnum í útlöndum sem maður dáðist að. Og meira að segja þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst lá ég veikur í sófanum og horfði á. Read More

Náttúruvaktin