ágú 12 2010
1 Comment
Samband milli Magma og Glitnis/Íslandsbanka?
Eitt af því sem maður verður mikið var við þegar farið er aðeins að kanna ofan í söguna á bak við sölu HS og síðar HS Orku er hvað starfsmenn Glitnis og sá banki er nátengdur öllu saman. Á Suðurnesjum hefur sá banki rekið fasteignafélag með Reykjanesbæ, stofnaði Geysi Green Energy þar sem Ásgeir nokkur Margeirsson var gerður að forstjóra en GGE keypti hlut ríkisins í HS. Gaman er einnig að geta þess að Vilhelm Þorsteinsson, yfirmaður fyirrtækjasviðs hjá Glitni/Íslandsbanka var einnig sonur Þorsteins Vilhelmssonar en fyrirtæki hans, Atorka átti sinn þátt í stofnun GGE. Glitni stóð einnig í fleiri fjárfestingum m.a. á eignum Keflavíkurflugvallar sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar komu einnig. REI-ævintýrið með fyrrum forstjóra Glitnis, Bjarna Ármanns, í fararbroddi, fór þó úrskeiðis en þá átti HS að enda í fanginu á sameinuðu félagi GGE og REI. Read More