'Guðmundur Páll Ólafsson @is' Tag Archive

jún 28 2011

Opið bréf til iðnaðarráðherra


Guðmundur Páll Ólafsson

Ágæta Katrín

Gamansemi er mér síst í huga þegar ég sest niður til að senda þér nokkar línur er varða Rammaáætlun, stefnu í orkunýtingu og nýjustu útgáfu þína af skipan nefndar sem má ekki kalla nefnd – þar sem fulltrúum náttúruverndarfélaga á Íslandi hefur verið úthýst. Í útvarpsfréttum 24. júní sagðir þú náttúruverndina „misskilja“ málið og gafst skýringar sem duga lítt til að draga úr áhyggjum um alvarlega aðför að íslenskri náttúru hvað þá til að efla traust á stjónvöldum og stjórnmálamönnum.

Til þessa hefur fátt bent til þess – annað en barátta og vilji Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra – að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar um að náttúruvernd skuli hafin til vegs og virðingar á Íslandi verði annað en fagurgali. Ef Rammaáætlun undir þinni stjórn fer eins hörmulega og margt bendir til verður virkjunarkostum forgangsraðað af lögfræðingum eftir ósk orkugeirans og athafnafíklanna sem enn leika lausum þrátt fyrir Hellisheiðar- og Kárahnjúkavirkjun en verndun dýrmætra svæða sniðgengin. Finnst þér virkilega að síðasti skollaleikur í iðnaðarráðuneytinu bendi til þess að vegur náttúruverndar hafi aukist? Read More

ágú 31 2010

Fyrir og eftir Miðkvísl


Guðmundur Páll Ólafsson

… og svo sprakk dýnamítið og grjót og mold þyrlaðist yfir alla en áin söng á ný. Laxá var frjáls.

Einhvern veginn svona hljómaði lýsing af sprengingunni í Miðkvísl við Mývatnsósa þegar ólögleg stífla Laxárvirkjunar var rofin. Ég vildi að ég væri sekur og hefði átt virkan þátt í verknaðinum. En jafnvel þótt fyrrum formaður stjórnar Laxárvirkjunar lýsti því í ævisögu sinni, Sól ég sá, að ég hefði aðstoðað sprengjumenn þá var ég því miður erlendis þegar lýðræðissprengjan sprakk. Read More

okt 09 2009

Corporate Iceland


Guðmundur Páll Ólafsson, rithöfundur og náttúrufræðingur

Ein mesta raun sem nokkur þjóð getur orðið fyrir er að glata auðlindum sínum og æru. Þótt bankar hrynji eins og spilaborgir og ímyndin spillist eru auðlindir áfram máttarstólpar þjóðfélagsins, séu þær í eigu þess og umsjá. Þessu má líkja við frelsi, mannkosti og æru hvers og eins.

Ný ógnarsókn í auðlindir Íslendinga er hafin. Hún er enn þá hættulegri nú en fyrir hrun vegna þess að umheimurinn veit að dvergþjóðin er í vanda og kann illa fótum sínum forráð, eins og stjórnmál fyrir hrun og strax eftir bera vott um.

Lengi hef ég undrast undirgefni stjórnvalda gagnvart yfirþjóðlegum auðhringum og að sama skapi furðað mig á fjandskap þeirra gagnvart verndun íslenskra náttúruauðæfa, sjálfum sparisjóði og arfleifð Íslands. Vonum seinna, nú í stjórnartíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, er gerð heiðarleg tilraun til að spyrna gegn glannalegu afsali þjóðarauðæfa og eyðingu þeirra í þágu yfirþjóðlegra auðhringa.

Read More

mar 14 2008

Látið Þjórsá í friði! – Saving Iceland reisir stíflu við skrifstofur Landsvirkjunar


Í morgun reisti Saving Iceland stíflu við inngang skrifstofu Landsvirkjunar, sem kölluð var Háaleitisvirkjun. Starfsmenn Landsvirkjunar þurftu því annað hvort að stíga yfir stífluna eða fara inn um aðrar dyr til að komast inn fyrir. Með aðgerðinni var mótmælt fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár og fullum stuðningi og samstöðu lýst yfir með þeim sem berjast fyrir verndun hennar.

Í dag er alþjóðlegur aðgerðadagur fyrir ár og fljót haldinn í 11. skipti um allan heim en í fyrsta skipti á Íslandi. Með deginum er athygli beint á mikilvægi áa og því að þær renni óbreyttar án þess að mannfólkið fikti við þær. Stíflur, lón og virkjanir hafa alvarleg áhrif á náttúru, lífríki og samfélög fólks sem við árnar búa og framkvæmdirnar verða ekki aftur teknar. Búast má við uppákomum, mótmælum og beinum aðgerðum um allan heim í tilefni dagsins. (1)

Read More

mar 08 2008

Er þekking best í hófi í þekkingarsamfélagi?


Guðmundur Páll Ólafsson,rithöfundur og náttúrufræðingur, skrifar um áhrif virkjana á jökulár landsins. Greinin birtist í mars 2008.

Þótt þorskur sé ekki talinn „skepna skýr“ veit hann að hollt er að eiga samleið með jökulám landsins. Hann veit að við ósa þeirra henta aðstæður hrygningu og klaki enda eru jökulfljótin einskonar skapanornir þorsksins. Þær búa honum aðstæður og örlög og munar ef til vill einna mest um systur þrjár: Ölfusá, Þjórsá og Skeiðará.

Hvergi við Íslandsstrendur hefur hrygning þorsks verið jafn öflug og umfangsmikil og framan við ósa Þjórsár. Hvergi er mikilvægara að fara að með gát en þar; ögn utar er Selvogsbanki – langstærsti og dýrmætasti banki landsins.

Read More

júl 14 2007

‘Stóra samhengið’ eftir Guðmund Pál Ólafsson náttúrufræðing


Virkjanaæði stjórnvalda stefnir fiskimiðum landsins í voða

Handan stærstu stíflu veraldar, í Kína, er afkróað hráefni sem nærir heilt vistkerfi.
J. Marshall. “Þriggja Gljúfra stíflan ógnar fengsælli veiðislóð”. 2006

Þann 25. febrúar 2006 birtist sláandi grein í New Scientist um niðurstöður kínverskra náttúrufræðinga sem fylgst hafa með vistkerfi Austur-Kínahafs frá árinu 1998 með það í huga að geta sagt til um áhrif Þriggja Gljúfra stíflu á lífríki hafsins. Vatnssöfnun í lónið hófst árið 2003.
Read More

jan 03 2006

Virkjanir í jökulám óhagstæðar fyrir loftslagsvernd


Hjörleifur Guttormsson
3. janúar 2006

Áhrif aurburðar í jökulám á kolefnishringrás og loftslagsbreytingar

Talsmenn stóriðju hérlendis hafa hampað því óspart að með tilliti til gróðurhúsalofts mengi vatnsaflsvirkjanir allt að tífalt minna en virkjanir sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þessum aðilum sést yfir að Kyótósáttmálinn skammtar iðnríkjunum ákveðinn kvóta og segir ekkert fyrir um hvernig hann er nýttur og að ekki er greint alþjóðlega á milli einstakra þátta sem mengun valda. Ýmsir hafa líka bent á að vatnsaflsvirkjanir eru misjafnar innbyrðis með tilliti til losunar gróðurhúsalofts, m.a. hefur heimsnefndin um stíflur (World Commission on Dams) bent á sérstöðu virkjana í jökulám.
Read More

júl 19 2004

Ávarp Þorleifs Haukssonar við stjórnstöð Landsvirkjunar á degi hálendisins 19. júlí 2004


Þessa blíðviðrisdaga hefur aragrúi fólks streymt út um land til að njóta dásemda íslenskrar náttúru sem skartar sínu fegursta. Samt er þessi dagur, sem hefur verið útnefndur dagur hálendisins, merktur sorg og reiði. Þennan dag í fyrra drógu landverðir upp fána, sína eigin fána, í hálfa stöng á hálendinu í minningu samninganna við Alcoa – og fengu bágt fyrir hjá stjórnvöldum. Nú drögum við okkar eigin fána í hálfa stöng á flaggstengur Landsvirkjunar, sem okkur skilst að sé í eigu okkar allra.

Þetta fyrirtæki hefur í umboði stjórnvalda þröngvað inn á okkur hrikalegustu náttúruspjöllum Íslandssögunnar á örfáum síðustu árum, án þess að gefa okkur eigendum sínum neitt tóm til að afla okkur upplýsinga um stærð, umhverfisáhrif og afleiðingar þessara risaframkvæmda.

Mikið hefur verið talað um lýðræði á opinberum vettvangi upp á síðkastið. Manni skilst á stjórnvöldum að þau telji lýðræðið því traustara sem almenningi er haldið fjær allri ákvarðanatöku. Þetta kemur svo sem engum á óvart sem kynnir sér tildrög Kárahnjúkavirkjunar. Read More

apr 12 2003

Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar beita lygum og ósannindum


Andri Snær Magnason
Morgunblaðið
Laugardaginn 12. apríl, 2003

Þjóðin hefur eignast nýjan ríkisfjölmiðil. Þetta er frétta- og upplýsingavefur sem heitir star.is og er rekinn af iðnaðarráðuneyti, Landsvirkjun og fleiri aðilum sem mynda STAR, opinbera undirbúningsnefnd fyrir virkjun og álver fyrir austan. Ef menn opna star.is og velja „allar fréttir“ kemur í ljós að hann lýtur einkennilegum lögmálum. Hér er dæmi: „Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar beita lygum og ósannindum“. Undir fyrirsögninni er birt opið bréf sem á að „vekja athygli á þeirri lygaþvælu sem spunnin er gegn virkjuninni við Kárahnjúka“. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur er sakaður um „lygar“ þegar hann bendir á tengsl Kárahnjúkavirkjunar við mögulega virkjun Jökulsár á Fjöllum. Lygar Guðmundar Páls eru sagðar „hliðstæðar lygar og Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður hafði uppi í Kastljósi þegar hún talaði um lónstæðið sem eldvirkt svæði“. Lygi er meiðandi orð og yfirleitt ætla menn fólki mismæli eða misskilning í opinberri umræðu en hér er því ekki að heilsa. Star.is hafði áður fjallað um Guðmund Pál og námskeið hans um náttúrufar norðan Vatnajökuls með orðunum: „Endurmenntunarstofnun HÍ í áróðursstríði gegn Kárahnjúkavirkjun!“ Með námskeiði Guðmundar er Háskólinn sagður hafa „lagt sitt af mörkum í áróðri gegn Kárahnjúkavirkjun“.

Read More

feb 14 2002

‘Kárahnjúkavirkjun, sýnd veiði en ekki gefin’ eftir Grím Björnsson jarðeðlisfræðing


Ein af skýrslunum sem ríkisstjórnin vildi ekki að þingheimur fengi að sjá áður en hann gekk til atkvæðis um Kárahnjúkavirkjun. Allt var gert til þess að þagga niðri í Grími Björnssyni. Samkvæmt kröfu Landsvirkjunar sumarið 2006 svipti Orkuveita Reykjavíkur Grím Björnsson tjáningarfrelsi.

Inngangur

Undirritaður hefur fylgst nokkuð með umræðu um fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun og þau umhverfisáhrif sem henni fylgja. Strax um vorið 2001 sýndist mér að lítið færi fyrir jarðtæknilegum athugunum á þeim áhrifum sem verða af jafn þungu fargi og lónið sjálft er, auk áhrifamats á lífríki sjávar, kolefnisbindingu og fleira þar að lútandi. Read More

Náttúruvaktin