'Hagfræði' Tag Archive

maí 27 2012

Endurnýjanlegir orkugjafar en ósjálfbær nýting


Í apríl sl. kynntu umhverfis- og iðnaðarráðherra þingsályktunartillögu fyrir Rammaáætlun um vernd og virkjun jarðhita og vatnsafls á Íslandi. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að hinar umdeildu áætlanir Landsvirkjunar um byggingu þriggja virkjana í neðri Þjórsá verði settar í bið, en aftur á móti að hin einstöku jarðhitasvæði Reykjanesskagans verði virkjuð nánast öll sem eitt og svæðinu þar með breytt í samfellt iðnaðarsvæði. Síðustu vikur hefur tillagan verið í höndum Atvinnuvegarnefndar Alþingis, í ferli sem innihélt umsagnarferli þar sem meira en 300 umsagnir voru sendar inn af einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum.

Umsögnunum má í grófum dráttum skipta í tvennt eftir þeim sem þær senda og þau viðhorf sem í þeim birtast: Annars vegar er um að ræða einstaklinga og náttúruverndarsamtök sem fyrst og fremst mótmæla fyrrgreindum áætlunum um gjöreyðileggingu Reykjanesskagans; hins vegar er um að ræða fyrirtæki og stofnanir sem hafa beina hagsmuni af frekari stóriðjuvæðingu Íslands og krefjast þess að Rammaáætlun gangi í gegnum þingið óbreytt frá því að 2. áfangi starfshópa áætlunarinnar var kynntur á síðasta ári, en í honum var gert ráð fyrir virkjunum í Þjórsá sem og fleiri vatnsaflsvirkjunum sem ekki eru í þingsályktunartillögunni.

Ein af umsögnunum sker sig þó frá þessum hópum þar sem í henni er fjallað um orkuframleiðslu og náttúruvernd í stærra og lengri tíma samhengi. Saving Iceland birtir hér umsögnina sem skrifuð var af og send inn af Helgu Katrínu Tryggvadóttur, þróunarfræðingi og íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ég, undirrituð, finn mig knúna til að gera nokkrar athugasemdir í tilefni af umræðu Atvinnuveganefndar um rammaáætlun. Athugasemdir mínar snúa ekki að einstökum svæðum heldur af heildarhugmyndum um umfang og eðli verndar og nýtingar náttúrusvæða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrst var farið af stað með rammaáætlun og fer þekkingu og rannsóknum á orkunýtingu og náttúruvernd sífellt fram. Breytingar á samfélagsmynstri og viðhorfi fólks til náttúruverndar hafa einnig verið miklar síðan fyrstu drög að rammáætlun voru sett fram, þar sem áherslan á verndun náttúrusvæða verður sífellt háværari. Með þetta í huga er nauðsynlegt að taka tillit til þess að áhersla á náttúruvernd sé líkleg til að aukast enn fremur á komandi árum, og því er nauðsynlegt fyrir Atvinnumálanefnd að huga að því að þó einhver svæði séu sett í biðflokk, þá útilokar það ekki nýtingu síðar. Verði svæði hins vegar nýtt nú þegar er ekki hægt að vernda þau eftir á. Read More

nóv 17 2011

Samningsstaða Landsvirkjunar anno 2002


Árni Finnsson

Í kjölfar yfirlýsinga forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, um laka arðsemi Kárahnjúkavirkjunar hafa tveir skýringar verið gefnar sem ástæða: Í fyrsta lagi að þáverandi stjórnendur fyrirtækisins og landsins hafi staðið sig illa í samningagerð við Alcoa. Í öðru lagi að stjórnvöld hafi rekið stóriðjustefnu til að skapa atvinnu, verkefni fyrir byggingariðnaðinn og um leið landsbyggðastefnu en látið nægja að orkuverðið stæði undir afborgunum.

Hörður vildi lítið segja um fyrri skýringuna. Á hinn bóginn lagði hann þunga áherslu á að til lengri tíma væri viðunandi arðsemi langmikilvægust fyrir áhrif fyrirtækisins á efnahag landsins. Framkvæmdaáhrifin væru vissulega góð, ekki síst í þeirri kreppu sem nú hrjáir landsmenn en þau áhrif væru tímabundin. Read More

apr 11 2011

Þakið saur og blóði annarra


Guðbergur Bergsson

El Pais

Það er ekkert annað en tákn okkar tíma og eðli hungraðra, og stundum staðnaðra og leiðinlegra, fjölmiðla okkar að vilja veita ítarlegar upplýsingar um atburði sem skipta engu máli fyrir mannkynið, að þefa uppi tíðindi frá fjarlægustu afkimum jarðarinnar, eins og Íslandi, og missa svo áhugann á þeim um leið og eitthvað fréttnæmt gerist annars staðar. Ísland var þar til nýlega land sem var þorra manna nokkurn veginn óþekkt. En nú er sagt um landið að bylting „fólksins“ hafi fellt íslensku ríkisstjórnina og að þetta gæti orðið að fordæmi fyrir önnur stærri lönd þar sem spilling ríkir. Read More

sep 16 2010

Í landi hinna klikkuðu karlmanna


Andri Snær Magnason

Það er einsdæmi í veröldinni að þjóð drekki fyrirtækjum sínum í skuldir til þess að tvöfalda orkuframleiðslu og tvöfalda hana aftur með tilheyrandi raski, segir Andri Snær Magnason í grein um græðgi og geðveiki. Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt.

Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Stundum blindar umræðan okkur og þá getur verið ágætt að prófa að tala um hlutina á útlensku til að sjá þá í nýju ljósi. Prófið til dæmis að segja einhverjum að hér hafi einn ríkisbanki verið seldur með láni frá hinum ríkisbankanum og öfugt. Þannig hafi þeir verið afhentir mönnum nátengdum ríkjandi stjórnmálaflokkum. Framkvæmdastjóri annars flokksins varð formaður bankaráðs í öðrum bankanum á meðan fyrrverandi viðskiptaráðherra hins flokksins var einn þeirra sem fékk hinn bankann. Sá maður hafði aðgang að öllum upplýsingum um stöðu bankans. Í millitíðinni varð þessi fyrrverandi viðskiptaráðherra hins vegar seðlabankastjóri. Hann flaug til Ameríku og gerði Alcoa tilboð sem fyrirtækið gat ekki hafnað. Þannig var hann búinn að tryggja mestu stórframkvæmdir Íslandssögunnar og stóraukin umsvif bankans sem hann var að enda við að selja sjálfum sér. Read More

nóv 27 2009

Er stóriðja leið út úr kreppunni?


Indriði H. Þorláksson – hagfræðingur

Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma.

Staðhæfingar settar fram án raka öðlast stundum vægi langt umfram inntak þeirra.  Tvær slíkar staðhæfingar sem haldið er á lofti í umræðu um byggingu orku- og stóriðjuvera eru sérstaklega varhugaverðar. Annars vegar að slíkar framkvæmdir séu nauðsynlegar, séu jafnvel leiðin út úr „kreppunni“ og hins vegar að framtíð íslensks efnahagslífs sé best tryggð með nýtingu orkuauðlinda fyrir stóriðju. Önnur þeirra horfir til skamms tíma en hin lengra fram á veg en báðar eru vafasamar, líklega rangar og jafnvel skaðlegar.

Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma. Til skamms tíma, segjum 3 til 5 ára, er markmiðið að koma atvinnulífinu í gang. Til lengri tíma litið er markmiðið að stuðla að vexti hagkerfisins með þeim hætti að það veiti þegnunum sem mest lífsgæði. Til þess þarf atvinnulífið að skila sem mestum virðisauka til þjóðarinnar fyrir vinnuframlag, fjármagn og auðlindir. Read More

júl 29 2009

Hvers vegna ræðir Saving Iceland ekki við Iðnaðarráðherra?


Stuttu eftir að fréttir bárust um að á aðfararnótt þriðjudags hafi Saving Iceland lokað skrifstofum stofnanna og fyrirtækja tengdum stóriðjuframkvæmdum hér á landi, sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra að hún hafi ekki getað kynnt sér skilaboð Saving Iceland. Hún hafi ekki fengið skriflegt erindi frá hópnum og ekki sett sig í samband við hann en sagðist skoða allar málefnalegar athugasemdir sem henni berast. (1)

Þetta svar er dæmigert fyrir stjórnmálamann eða starfsmann stórfyrirtækis þegar starf hans er gagnrýnt. Það er ómögulegt að halda utan um það hversu oft Saving Iceland hefur verið boðið að setjast niður og ræða málin við talsmenn fyrirtækja á borð við Landsvirkjun og fulltrúa stjórnmálaflokka. Tilgangurinn með þessum fundarboðum er auðvitað einungis að setja upp jákvæða mynd af fyrirtækinu eða stofnuninni og gefa þá hugmynd að samræður og upplýsing séu mikilvægur hluti starfseminnar. Þegar Saving Iceland hefur ekki þegið fundarboðin hefur hreyfingin verið stimpluð sem ómálefnaleg og þekkingarlaus, t.d. sl. sumar þegar forstjóri Landsvirkjunnar, Friðrik Sophusson sagði Saving Iceland eingöngu vera að leita eftir athygli með trúðslátum. (2)

Katrín Júlíusdóttir veit jafnvel og Friðrik Sophusson hver skilaboð og markmið Saving Iceland eru og þarf því ekki að spyrja sig hvers vegna hópurinn óskaði ekki eftir því að hitta hana. Umhverfissinnar á Íslandi – þ.m.t. Saving Iceland – hafa í áraraðir útskýrt andóf sitt gegn stóriðjuvæðingu Íslands með öflugum upplýsingaherferðum, útgáfu blaða og bæklinga, uppihaldi á vefsíðum og þar fram eftir götunum. Langflestum aðgerðum Saving Iceland hafa fylgt ítarlegar fréttatilkynningar með óþægilegum staðreyndum um fyrirtækin sem koma að stóriðjuvæðingunni og upplýsingar um alvarlegar afleiðingar álframleðislu. Þessar fréttatilkynningar hafa m.a. leitt til þess að umfjöllunin um málin hefur víkkað og því til stuðnings má nefna umfjallanir fjölmiðla um neikvæð áhrif báxítgraftar og samstarf álfyrirtækja við hergagnaframleiðendur og hernaðarstofnanir. (3) Read More

apr 21 2009

Saving Iceland fagnar táknrænum skellum á stóriðjuflokkana


Ólafur Páll Sigurðsson

Saving Iceland fagnar þeim táknrænu skellum sem stóriðjuflokkarnir þrír fengu í formi græns skyrs í gærdag.

Samkvæmt öruggum heimildum Saving Iceland voru aðgerðirnar gerðar af þremur mismunandi hópum, en ekki einum, eins og háðar fréttastofur hafa talið. Saving Iceland er einnig kunnugt um að aðgerðasinnarnir séu allir Íslendingar. Þetta gefur til kynna að um sé að ræða öflugan hóp aðgerðasinna sem beitir sér gegn stóriðjustefnunni hér á landi. Saving Iceland lýsir yfir fullum stuðningi við hópinn.

Þau öfl sem standa á bakvið Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna hafa gerst sek um alvarleg landráð með stóriðjustefnu sinni. Af kosningaáróðri þeirra er ekki að ráða að flokkarnir hafi á nokkurn hátt lært þær lexíur um áhrif stóriðjuþenslu sem þeir hefðu átt að geta lært af efnahagshruninu.

Um leið og gengdarlaus græðgisvæðing þessara flokka hefur haft í för með sér gríðarlegar og óafturkræfar skemmdir á einstæðri náttúru landsins hefur þessi stefna ekki síður skaðað íslenskt samfélag. Valdníðslan og þöggunin sem beitt var í Kárahnjúkamálinu hefur nú þegar dregið mikinn dilk á eftir sér. Þessir sömu stjórnmálaflokkar og standa að baki Kárahnjúkavirkjunar ætla nú að viðhalda sömu stefnu og óþokkabrögðum í því skini að klekja á upplýstu lýðræðislegu ákvarðanaferli um nýtingu auðlinda landsins. Read More

feb 19 2009

Gjaldþrota stóriðjustefna


Hjörleifur Guttormsson

Erlend stóriðja hérlendis hefur verið afar umdeild allt frá því að samningar um álbræðslu í Staumsvík voru í undirbúningi fyrir hartnær hálfri öld. Af andstæðingum þeirra samninga var dregið í efa að þjóðhagslegur hagnaður af álbræðslunni væri sá sem látið var í veðri vaka, teflt væri á tvær hættur um orkuverð og ekki gert ráð fyrir mengunarvörnum í verksmiðjunni. Viðreisnarstjórnin svonefnda hafði þó sitt fram og Alusuisse hóf rekstur dótturfélagsins ÍSALs sem enn starfar með breyttu eignarhaldi. Um 1980 komu í ljós stórfelldir meinbugir á rekstri fyrirtækisins vegna bókhaldsfalsana og skattaundandráttar. Fékk svikamyllan heitið „hækkun í hafi“. Jafnframt blasti við að raforkuverð til álbræðslunnar stóð ekki undir framleiðslukostnaði og að óbreyttu legðist mismunurinn af vaxandi þunga á almenna raforkunotendur innanlands. Auðhringurinn sá sitt óvænna, féllst á endurskoðun samninga og tvöföldun á raforkuverði sem bjargaði hag Landsvirkjunar þá um sinn.

Bundið fyrir bæði augu

Afhjúpun svikamyllunnar í Straumsvík dugði skammt og íslensk stjórnvöld kinokuðu sér við að fara í saumana á efnahagslegum áhrifum erlendu stóriðjustefnunnar. Einn ráðherrann af öðrum gerðist talsmaður fyrir álbræðslur sem notaðar voru sem pólitísk skiptimynt og fóru stækkandi stig af stigi með tilheyrandi kröfum um stórvirkjanir og línulagnir þvers og kruss um landið. Virkjanaiðnaðurinn hérlendis varð brátt ígildi hernaðariðnaðar í stærri löndum og hjúpaður leynd þar sem orkuverðið var lýst ríkisleyndarmál og herkostnaðurinn af náttúruspjöllum í engu metinn. Read More

feb 13 2009

Úlfur í gjaldeyrissjóðsgæru


Hvað er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn?

World Bank (WB) og International Monetary Fund (IMF), eða Heimsbankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, eru fjármálastofnanir sem voru stofnaðar árið 1944 með mjög skýrt markmið: að standa saman að uppbyggingu og endurbyggingu eftir seinni heimsstyrjöld og að lána reiðufé til landa í fjárhagserfiðleikum.

Fljótega byrjuðu þessar stofnanir að sníða skilyrðin fyrir aðstoð, að aðstæðum í lántökulöndunum. Yfirleitt snerust þessi skilyrði um einkasamninga við erlend fyrirtæki, oftast bandarísk, um framkvæmd uppbyggingar, ásamt brunaútsölu ríkisfyrirtækja, sem voru þá keypt upp af erlendum aðilum með hagvöxt að leiðarljósi en ekki hag fólksins. Yfirleitt hefur þetta leitt til lækkunnar launa, hækkaðs verðs á vörum og þjónustu, yfirtöku auðlinda og gereyðingu lífsgæða í viðkomandi landi.

Skilyrðin eru að meðaltali 114 og eru í megindráttum eins fyrir öll lönd, en þó alltaf sveigð aðeins til eftir aðstæðum og auðlindum hvers lands. Nokkur atriði eru þó eins í öllum tilfellum. Viðskiptahömlur og verndartollar eru fjarlægðir, þjóðarbúið selt í hendur erlendra fjárfesta, velferðarkerfið skorið verulega niður og vinnumarkaðurinn gerður sveigjanlegur (sem í reynd þýðir að leggja niður stéttarfélög). Read More

okt 26 2008

Fleiri álver og virkjanir leiða af sér óstöðugan efnahag


Jaap Krater, Morgunblaðið

Á tímum efnahagsþrenginga er líklegt að fólk fagni hugmyndum um nýjar virkjanir og álver. En mun það raunverulega styrkja íslenskt efnahagslíf?

Þann 28. sept. sl. útskýrði Geir Haarde í sjónvarpsþættinum Mannamál að ein aðalástæðan fyrir falli krónunnar sé stóriðjuframkvæmdir; bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls.
.
Hvaða áhrif munu fleiri stóriðjuframkvæmdir hafa? Hvað mun það kosta íslenska skattborgara?
.
Útskýring Geirs kemur ekki á óvart. Áður en Kárahnjúkavirkjun var reist spáðu hagfræðingar fyrir um neikvæð áhrif á verðbólgu, erlendar skuldir og verðgildi krónunnar. Auðvitað fylgir nýjum álverum einhver fjárhagslegur ávinningur en í skýrslu Glitnis frá 2006 um áhrif uppbyggingar áliðnaðarins á Íslandi sagði að hann jafnist líklega út vegna óbeinna áhrifa framkvæmdanna á eftirspurn, verðbólgu, vexti og verðgildi krónunnar.
.
Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings sem kom út fyrir byggingu stíflunnar sagði að Kárahnjúkavirkjun myndi aldrei skapa gróða og íslenskir skattborgarar myndu líklega enda á að greiða fyrir Alcoa. Read More

Náttúruvaktin