'Hergagnaiðnaður'
Tag Archive
júl 25 2008
Actions, ALCOA, Century Aluminum, Corruption, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Jaap Krater, Landsvirkjun, Rio Tinto, Saving Iceland, Spilling, Workers Rights, Þjórsá
FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT
REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá hér).
,,Við fordæmum áætlun Landsvirkjunnar um að reisa þrjár virkjanir í Þjórsá og eina í Tungnaá, sem m.a. á að byggja til þess að svara orkuþörf álvers Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði (1,2), þrátt fyrir að stækkun álversins hafi verið hafnað í íbúakosningum vorið 2007. Allt bendir nú líka til þess að virkjað verði í Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum, þar sem Alcoa hyggst nú reisa enn stærra álver á Bakka en áður var áætlað (3,4). Þar að auki eru framkvæmdir fyrirtækisins við Þeystareyki búnar að hafa í för með sér gífurlega eyðileggingu jarðhitasvæðisins (5). Til að bæta gráu ofan á svart eru framkvæmdirnar á Norðurlandi til þess eins að framleiða orku fyrir fyrirtæki sem sjálft viðurkennir að vera vopnaframleiðandi (6) og hefur margoft hlotið athygli fjölmiðla vegna hrikalegra mannréttindabrota sinna (7). Landsvirkjun ætti ekki að bjóða Alcoa velkomið til landsins” segir Jaap Krater frá Saving Iceland. Read More
jún 24 2008
ALCOA, Arms Industry, Hergagnaiðnaður
„
Erna Indriðadóttir gefur það í skyn að Alcoa framleiði aðeins ál og hafi ekkert um framtíð þess og notkun að segja. Það eru lygar og útúrsnúningar.“
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Morgunblaðið, 24. júní 2008
Svar Ernu Indriðadóttur, upplýsingastjóra Alcoa Fjarðaáls, í Morgunblaðinu við skrifum Bjarkar Guðmundsdóttur er aumkunarvert og efni í frekari greinaskrif. Það sem stendur vissulega upp úr er útúrsnúningur hennar varðandi meinta hergagnaframleiðslu og mannréttindabrot Alcoa en Erna telur að Björk eigi þar við þá staðreynd ,,að ál er notað í nær öll farartæki undir sólinni, þar á meðal herflugvélar og bíla, geimferjur og eldflaugar.“ Hún heldur svo hvítþvottinum áfram með tali um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og sjálfbærnisverkefni.
Til að nota orðalag Ernu kveður þarna við gamlan tón því þessum útúrsnúningi hefur Alcoa Fjarðaál alltaf beitt þegar fyrirtækið er sakað um bein tengsl við stríðsrekstur og hergagnaframleiðslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins reyna að láta líta svo út fyrir að Alcoa framleiði bara ál og selji það, en hafi hins vegar ekkert um framhaldslíf þess að segja. Það er löngu kominn tími til að blása á þessa vitleysu.
Read More
jan 08 2008
ALCOA, Arms Industry, Hergagnaiðnaður, Ólafur Páll Sigurdsson, Saving Iceland
Mörg fjárfestingafyrirtæki þurrkuðu Alcoa út af viðskiptalistum sínum þegar Alcoa keyptu hergagnafyrirtækin Cordant Technologies og Howmet International
14. desember 2005 skrifuðu Alcoa undir samning um að framleiða álbíla fyrir bandaríska herinn
Alcoa framleiða parta í Tomahawk eldflaugar
Fyrsta eldflaugin sem skotið var á Írak var merkt Alcoa
F16 orustuþotur eru framleiddar úr áli frá Alcoa
F16 og B1 þotur frá Nato létu klasasprengjum merktum Alcoa rigna yfir óbreytta borgara í Kosovo árið 1999
Ál frá Reyðaráli verður notað í stríðstól
Kárahnjúkavirkjun er framlag Íslands til stríðsrekstrar Bandaríkjanna
RÍFUM KÁRAHNJÚKAVIRKJUN STRAX
ÞEIR SEM VILLTU UM FYRIR ÞINGHEIMI SVARI TIL SAKA FYRIR DÓMSTÓLUM
ALCOA BURT FRÁ ÍSLANDI
ENGA STÓRIÐJU
Myndband þar sem ALCOA stæra sig af hergagnaframleiðslu sinni. Sérkennilegt að á sama tíma skuli þeir vera að reyna að sannfæra Íslendinga um að þeir hafi ekkert með hergagnaframleiðslu að gera…
des 16 2007
Ál, ALCOA, Century Aluminum, Corruption, Fjölmiðlar, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Hlutdrægni fjölmiðla, Impregilo @is, Kapítalismi, Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Media bias, Mengun, Náttúruvernd, Ólafur Páll Sigurðsson @is, Rio Tinto, Saving Iceland, Spilling, Stóriðja
Jón Ólafsson (JÓ) ræðir við Ólaf Pál Sigurðsson (ÓPS) umhverfisverndarsinna og stofnanda samtakanna Saving Iceland í þættinum Upp og ofan á Rás 1. 16. desember, 2007.
Jón Ólafsson:
Góðir hlustendur, ég hef í haust fengið til mín fagfólk sem oftast hefur verið tengt einhverjum háskóla landsins og verið að fást við hluti sem að mér hafa fundist að tengdust bæði háskólasamfélaginu og líka pólitík. Í dag, í þessum síðasta þætti mínum, hef ég fengið hingað mann sem er ekkert tengdur háskólasamfélaginu en hins vegar mjög tengdur pólitík eða pólitískum aðgerðum en það er Ólafur Páll Sigurðsson, menntaður bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður en nú aðallega þekktur aktífisti og margir tengja hann væntanlega við samtökin Saving Iceland.
Read More
júl 24 2007
Báxít, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Jaap Krater, Kúgun, Landsvirkjun, Mengun, Rio Tinto
LANDSVIRKJUN Á AÐILD AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í SUÐUR AFRÍKU, SEM ER KEYRT ÁFRAM MEÐ KOLUM OG KJARNORKU
Fréttatilkynning
HAFNARFJÖRÐUR – Saving Iceland hefur lokað aðgangi að álveri Rio Tinto-ALCAN í Straumsvík. Um það bil 20 mótmælendur hafa læst sig saman og klifrað upp í krana á vinnusvæðinu. Saving Iceland mótmælir fyrirhuguðu álveri Rio Tinto-ALCAN á Keilisnesi eða Þorlákshöfn, stækkun álversins í Hafnarfirði og nýju álveri í Suður-Afríku sem verður keyrt áfram af kolum og kjarnorku.
,,Mótmæli gegn Alcan hafa skilað sínu. Hafnfirðingar höfnuðu að sjálfsögðu fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík og nýlega varð fyrirtækið að hætta þáttöku sinni í báxítgreftri í Kashipur, Norðaustur Indlandi, vegna mótmæla gegn mannréttindabrotum þeirra og umhverfiseyðingu. Alcan hefur verið ásakað fyrir menningarútrýmingu í Kashipur , þar sem námur og stíflur hafa þegar neytt 150.000 manns til þess að yfirgefa heimkynni sín, mest megnis innfædda . Norsk Hydro hætti þáttöku sinni í verkefninu eftir að lögreglan pyntaði og kveikti í mótmælendum, og þá kom Alcan inn í málið.” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.
Read More
júl 22 2007
Actions, ALCOA, Amazon, Hergagnaiðnaður, Landsvirkjun, Norsk Hydro, Orkuveita Reykjavíkur @is, Rey, Saving Iceland
Rio Tinto utilized private mercenary forces Sandline and
Executive Outcomes through its joint venture Bougainville Copper with
the Papuan Govt. (
source 1 | 2).
Ná í fylgiskjal í pdf formi | Myndir frá aðgerðinni
Þegar þetta er skrifað er Orkuveita Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, að vinna að stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirhugað er að selja orku frá virkjuninni til Century og ALCAN-Rio Tinto til að knýja stækkanir á þeim álverum sem þegar eru til staðar í Hvalfirði og Hafnarfirði og fyrir nýjum álverum við Keflavík og Þorlákshöfn. 30% framleidds áls nýtist við vopnaframleiðslu.
Stækkun álvers Alcan í Hafnarfirði var hafnað með íbúakosningu og aðrar fyrirhugaðar álbræðslur á suðvesturhorninu er ekki búið að ákveða fyrir fast. Sitjandi ríkisstjórn segist vera andstæð frekari álbræðslum en enn er unnið að stækkun á Hellisheiði fyrir 23 milljarða króna. Íslensku þjóðinni verður þröngvað til að borga brúsann. Þegar stækkuninni er lokið verður ísland neytt til að reisa fleiri álbræðslur því raforkuna verður að selja til að fá höfuðstólinn tilbaka. Í millitíðinni borga gróðurhúsbændur tvöfalt meira en Century fyrir rafmagn.
Fyrirtækin sem hagnast á þessu eru kunn að mannréttindabrotum og umhverfisglæpum.
Read More
júl 20 2007
Grænþvottur, Hagfræði, Hergagnaiðnaður, Kúgun, Náttúruvernd, Orkuveita Reykjavíkur, Orkuveita Reykjavíkur @is, Spilling
HÆTTIÐ ORKUFRAMLEIÐSLU FYRIR STRÍÐSREKSTUR!
REYKJAVÍK – Í dag heimsótti trúðarher Saving Iceland höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 þar sem þeir komu fyrir borða sem á stóð Vopnaveita Reykjavíkur?. Saving Iceland krefst þess að O.R. stöðvi orkusölu til álfyrirtækjanna Century og ALCAN-Rio Tinto, en 30% framleidds áls fer til hernaðar- og vopnaframleiðslu (1).
Í morgun var ræðismannsskrifstofu Íslands í Edinborg lokað, þegar lásar voru límdir og rauðri málningu var hent á húsið með yfirskriftinni ‘Íslandi blæðir’. Á Miðvikudag lokaði Saving Iceland veginum að álveri Century á Grundartanga. Read More
mar 30 2006
ALCOA, Hergagnaiðnaður
Einar Ólafsson
Friður.is
29. mars 2006
Þingmaður heimsækir Alcoa
John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er demókrati frá Pennsylvaníu. 22. ágúst 2005 birtist á vefsíðu hans frétt sem hefst á þessum orðum: „Formaður þingnefndar um fjárveitingar til varnarmála fékk í dag upplýsingar um nýja tækni sem gæti staðið bandaríska hernum til boða til notkunar á landi og í lofti.“
Þetta var þingmaðurinn John P. Murtha og hann fékk þessar upplýsingar í heimsókn sinni til tæknimiðstöðvar Alcoa í Upper Burrell, Westmoreland County í Pennsylvaníu. Þar sýndu yfirmenn og tækni- og vísindamenn Alcoa honum ýmsar tæknilegar lausnir sem gætu nýst farartækjum hersins á landi og í lofti. „Við höfum nokkra af skörpustu hugsuðum heims hérna í vesturhluta Pennsylvaníu og það er ánægjulegt að sjá að her okkar fær notið slíkrar vísindalegrar framsýni og sérfræðiþekkingar“, er haft eftir þingmanninum.
Read More