'Hlutdrægni fjölmiðla'
Tag Archive
maí 20 2010
1 Comment
Fjölmiðlar, Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, RVK-9
Hvernig fjölmiðar og aðrir dómarar götunnar hafa dæmt nímenningana fyrirfram
Þann 8. desember 2008 fóru þrjátíu manns inn í Alþingishúsið. Tveir einstaklingar, af sitthvoru kyni, fóru upp á þingpalla og hvöttu þingmenn til að koma sér út úr húsi sem þjónaði ekki tilgangi sínum lengur. Aðrir voru stöðvaðir í stigaganginum, þeim var hótað piparúðun og lentu síðar meir sumir í stimpingum við lögreglu og þingverði. Nokkrir voru handteknir, yfirheyrðir og svo sleppt – þinghald tafðist um klukkustund. Rúmu ári seinna var níu einstaklingum – undirritaður þar með talinn – stefnt af Láru V. Júlíusdóttur, settum ríkissaksóknara, meðal annars fyrir árás gegn sjálfræði Alþingis. Refsiramminn sem héraðsdómaranum Pétri Guðgeirssyni er gert að dæma okkur eftir, er eins árs til lífstíðarfangelsi. Read More
okt 06 2009
Fjölmiðlar, Hlutdrægni fjölmiðla, Media bias, Morgunblaðið, Rannveig Rist
Prentmiðlar fluttu frétt þann 3.október sem bar titilinn „Sýra notuð í fleiri árásum“. Í greininni er svo sagt frá því að samskonar sýra var notuð við heimili Rannveigar Rist, forstjóra Alcan, og Hjörleifs Kvarans, forstjóra OR, þegar skemmdarverk voru unninn á bifreiðum þeirra í sumar. Í lok fréttarinnar kemur svo fram „að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubílsins um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu í andlit hennar neðan við hægra augað og fær hún varanlegt ör“. Þessir atburðir gerðust þann 5.ágúst.
Þegar Svartsokka las titilinn „Sýra notuð í fleiri árásum“ á MBL brá henni því andstaða við stóriðju á Íslandi hefur verið friðsæl hingað til. Fólk hlekkjar sig við vinnuvélar til að stöðva vinnu á byggingarsvæðum álvera, skvettir skyri á Landsvirkjunarbás í Háskóla Íslands og á kosningaskrifstofum stjórnmálaflokkana, og svo í sumar skvetta lakkhreinsi á bíla forstjóra stóriðjufyrirtækjana. Ef við lítum aftur framsetningu efnisins þá er mikilvægt að átta sig á því að ákveðnum lykilorðum hafa verið skipt út til að vekja tilfinningar hjá lesandanum um að skemmdarverkið í ofangreindri frétt hafi verið sýruárás á andlit Rannveigar.
Lakkeyðir -> Sýra
Bifreið -> Við heimili
Skemmdarverk -> árás Read More
ágú 28 2009
Aðgerðir, Hlutdrægni fjölmiðla, Lögregla @is
Það er óhugnarlegt að hugsa til þess að lögreglan er sú ríkisstofnun sem sat í 2. sæti á lista yfir traust almennings til slíkra stofnanna í könnun sem Gallup gerði í árslok 2008. 80% aðspurðra lýstu þar yfir trausti á lögregluna.
Þar sem stofnuninn iðkar augljósar lygar og áróður eins og það væri eini tilgangur hennar segir það ófagra sögu um hversu upplýstu samfélagi við búum í þegar svona stór hópur lýsir trausti á stofnunina.
Read More
ágú 22 2009
GMO, Hlutdrægni fjölmiðla
Björg Eva Erlendsdóttir
Tekið af
Smugunni – „Íslenskur öfgahópur veldur nýsköpunarfyrirtæki milljóna tjóni,“ er fyrirsögn fréttar á Vísi af spjöllum sem unnin voru á tilraunaakri ORF í Gunnarsholti, þar sem erfðabreytt bygg er ræktað.
Lögbrot, öfgahópar, skemmdarverk og glæpastarfsemi eru vinsæl orð hjá þjónum valdsins þegar minnihlutahópar grípa til sterkari meðala, en að skrifa greinar í blöð sem birtast eftir dúk og disk og enginn les .
Kverúlantar sem gagnrýna vald mega hrópa sig hása, en enginn hlustar. Valdið fer sínu fram, með réttu eða röngu, og helst umræðulaust. Óhefðbundin barátta gegn því kallar strax á harða dóma.
Þeir sem sletta grænu skyri eru skemmdarverkamenn. Þeir sem rjúfa bankaleynd til að koma upp um fjármálasvikara eru samfélagsógn. Þeir sem sletta málningu á hús auðmanna eru níðingar sem virða ekki griðastað saklausra. Þeir sem þvælast fyrir virkjunum og stóriðjustefnu eru náttúruverndartalíbanar sem helst á að handtaka á staðnum. Read More
ágú 13 2009
Helguvík, Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Media bias, Saving Iceland
Ýmsar rangfærslur voru í umfjöllunum fjölmiðla um aðgerð Saving Iceland í Helguvík í gær, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu annari en þeirri að einfaldlega vilja ekki fjalla almennilega um málið. Vefsíða Morgunblaðsins birti frétt undir titlinum: ,,Hættu mótmælum“ þar sem meðal annars segir að þeir sem hlekkjuðu sig við hlið vinnusvæðisins hafi farið að tilmælum lögregu, dregið sig í hlé og leyft umferð að ganga um svæðið. Allir aðrir fjölmiðlar sögðu aðgerðina hafa stoppað vinnu í klukkustund en sannleikurinn er sá að vinnan stöðvaðist í minnsta kosti í tvo klukkutíma og hugsanlega mun lengur,þar sem það er okkur hjá Saving Iceland ókunnugt hversu miklar öryggisráðstafanir þarf að gera eftir að óviðkomandi einstaklingar fara inn á vinnusvæði á borð við Helguvík. Þeir sem hlekkjuðu sig við hlið vinnusvæðisins færðu sig ekki heldur sátu sem fastast þangað til lögreglan hafði klippt á lása þeirra.
Read More
ágú 08 2009
1 Comment
Actions, Century Aluminum, Corruption, Economics, Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Landsvirkjun, Laws, Lögregla @is, Media bias, Repression, Saving Iceland
Í gær, Föstudaginn 7. ágúst mótmælti umhverfishreyfingin Saving Iceland við Iðnaðarráðuneytið á sama tíma og undirritun fjárfestingarsamnings ríkisstjórnarinnar og Norðuráls vegna álvers í Helguvík átti sér stað. Þegar mótmælunum var að ljúka mætti lögreglan á svæðið, handtók 5 einstaklinga og gekk sérstaklega alvarlega í skrokk á einum þeirra. Flestir fjölmiðlar hafa sagt frá atvikinu en ekki minnst á ofbeldi lögreglunnar. Þess í stað hafa fjölmiðlar óspart birt rógburð lögreglunnar um að sparkað hafi verið í höfuð lögreglumanns og lögreglunni ógnað með járnstöngum, án þess að nokkuð myndefni bendi til þess að slíkt hafi átt sér stað. Saving Iceland hafnar þessum ásökunum algjörlega og fordæmir einhliða fréttaflutning fjölmiðla.
Samningurinn sem skrifað var undir í dag gerir ráð fyrir ríkisstyrkjum til álversins í formi skattaafsláttar sem nemur 16,2 milljónum Bandaríkjadala, þ.e. tveimur milljörðum íslenskra króna, og veitir Norðuráli undanþágur frá iðnaðarmálagjaldi, markaðsgjaldi og rafmagnsöryggisgjaldi. Auk þess munu sérreglur gilda gilda um stimpilgjöld og skipulagsgjald og öryggisákvæði gilda varðandi upptöku nýrra skatta. Þær losunarheimildir sem liggja fyrir leyfa 150.000 tonna álver í Helguvík, umhverfismat 250.000 tonn en Norðurál hyggst reisa 360.000 tonna álver og samningurinn sem undirritaður var í dag tryggir fyrirtækinu rétt til þess. Rafmagn til álversins hefur ekki verið tryggt og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra hefur sagt opinberlega að ekki sé til næg orka á Reykjanesinu til að keyra álverið áfram. Katrín Júlíusdóttir hefur að sama skapi tekið vel í hugmyndir um að Landsvirkjun selji orku úr fyrirhugðum virkjunum Þjórsár til álversins í Helguvík. Read More
apr 21 2009
Alcoa @is, Century Aluminum @is, Grænþvottur, Hagfræði, Hlutdrægni fjölmiðla, Hrunið, Kárahnjúkavirkjun, Landsvirkjun @is, Lýðræðishalli, Mótmælaaðgerðir, Ólafur Páll Sigurðsson @is, Spilling
Ólafur Páll Sigurðsson
Saving Iceland fagnar þeim táknrænu skellum sem stóriðjuflokkarnir þrír fengu í formi græns skyrs í gærdag.
Samkvæmt öruggum heimildum Saving Iceland voru aðgerðirnar gerðar af þremur mismunandi hópum, en ekki einum, eins og háðar fréttastofur hafa talið. Saving Iceland er einnig kunnugt um að aðgerðasinnarnir séu allir Íslendingar. Þetta gefur til kynna að um sé að ræða öflugan hóp aðgerðasinna sem beitir sér gegn stóriðjustefnunni hér á landi. Saving Iceland lýsir yfir fullum stuðningi við hópinn.
Þau öfl sem standa á bakvið Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna hafa gerst sek um alvarleg landráð með stóriðjustefnu sinni. Af kosningaáróðri þeirra er ekki að ráða að flokkarnir hafi á nokkurn hátt lært þær lexíur um áhrif stóriðjuþenslu sem þeir hefðu átt að geta lært af efnahagshruninu.
Um leið og gengdarlaus græðgisvæðing þessara flokka hefur haft í för með sér gríðarlegar og óafturkræfar skemmdir á einstæðri náttúru landsins hefur þessi stefna ekki síður skaðað íslenskt samfélag. Valdníðslan og þöggunin sem beitt var í Kárahnjúkamálinu hefur nú þegar dregið mikinn dilk á eftir sér. Þessir sömu stjórnmálaflokkar og standa að baki Kárahnjúkavirkjunar ætla nú að viðhalda sömu stefnu og óþokkabrögðum í því skini að klekja á upplýstu lýðræðislegu ákvarðanaferli um nýtingu auðlinda landsins. Read More
sep 29 2008
Andri Snær Magnason, Báxít, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Hlutdrægni fjölmiðla, Jarðhiti, Mengun
Eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson, upphaflega birt í Morgunblaðinu
„Veistu að hjólastólinn þinn er úr áli?“ sagði lögregluþjónn við einn þeirra sem stöðvuðu vinnu í Helguvík í sumar. Hann kaffærði rök álversandstæðinga fyrir fullt og allt, er það ekki? Eftir að grein Jakobs Björnssonar um Björk Guðmundsdótur og álnotkun hennar birtist í Morgunblaðinu tók ritstjórn blaðsins sig til og skrifaði Staksteina þar sem sagt er að flestir álversandstæðingar séu líklega ekki samkvæmir sjálfum sér. Flestir noti þeir ál dags daglega og meira að segja Saving Iceland eldi í álpottum og noti álstangir til að halda uppi tjöldum sínum. „Hræsni,“ sagði Mogginn.
Þessi gagnrýni er ekki ný. Hún hefur markvisst verið notuð gegn þeim sem eru mótfallnir frekari uppbyggingu stóriðju hér á landi, eyðileggingu íslenskrar náttúru fyrir orkuframleiðslu og vistkerfa út um allan heim vegna báxítgraftar, og orkusölu til fyrirtækis sem montar sig af samstarfi sínu við bandaríska herinn. Auk þess þegar álversandstæðingar eru ásakaðir um að vilja færa íslenskt samfélag aftur til torfkofanna og byggja efnahag landsins á fjallagrasatínslu, hefur þessi gagnrýni verið sú fyrirferðarmesta. Sama hversu oft er búið að benda á þá staðreynd að a.m.k. 30% af áli eru framleidd fyrir hergagnaiðnaðinn (og þá skiptir engu hvort álfyrirtækið sjáft framleiðir vopnin eða ekki); sama hversu oft búið er að segja frá því hversu mikið ál endar sem landfylling eftir að hafa gegnt hlutverki sínu sem einnota drykkjarílát; þó búið sé að benda á samhengið milli lágs orkuverðs og þess hversu auðvelt það er fyrir okkur að framleiða ál, nota einu sinni, henda því svo og framleiða meira; ennþá er okkur sagt að við séum ekki sjálfum okkur samkvæm. Read More
ágú 11 2008
1 Comment
Alcoa @is, Century Aluminum, Grænþvottur, Hengill, Hlutdrægni fjölmiðla, Jaap Krater @is, Jökulsá á Fjöllum, Kárahnjúkavirkjun, Landsvirkjun @is, Náttúruvernd, Rio Tinto, Saving Iceland, Skagafjörður, Skjálfandafljót, South Africa, Trinidad and Tabago
Jaap Krater, Iceland Review – Sem einstaklingur sem hefur nú verið virkur með Saving Iceland í nokkur ár, las ég grein
grein James Weston um umfjöllun fjölmiðla um baráttu okkar og hafði gaman af. Margt af því sem hann skrifar er ekki bara fyndið, heldur einnig satt.
Fyrir mér, bendir greinin þó einnig á nokkrar sorglegar staðreyndir. Fólk situr og horfir á sjónvarpið þar sem það sér annað fólk læsa sig við vinnuvélar (samkvæmt skoðanakönnunum lítur út fyrir að flestir séu jafn vel sammála okkur um stóriðjuvæðingu landsins) og leiðist.
Read More
ágú 10 2008
Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Miriam Rose @is, Náttúruvernd, Saving Iceland, Stóriðja
Miriam Rose, Morgunblaðið
Miram Rose skrifar um hugsjónir og aðgerðir Saving Iceland: „Aðferðir okkar eru eflaust ekki alltaf réttar og mega vel sæta gagnrýni. En hvað ætla Íslendingar að gera til að koma í veg fyrir tortímingu landsins?
Saving Iceland – rétt eða rangt?
Bara nafnið á hópnum er nóg til að gefa Íslendingum ærlegan hroll (stundum mér líka) því það kann að hljóma eins og hrokafullur trúboðahópur, kominn til að hjálpa vanþróuðum víkingunum upp úr fátækt og heimsku. En fæstir gera sér grein fyrir því að nafnið varð til þegar hópur íslenskra umhverfissinna sem var orðinn þreyttur á aðgerðaleysi samlanda sinna, kallaði eftir alþjóðlegri hjálp við að stöðva eyðileggingu íslenskra öræfa vegna orkuframleiðslu fyrir stóriðju.