okt 26 2008
Fleiri álver og virkjanir leiða af sér óstöðugan efnahag

okt 26 2008
okt 23 2008
Century Aluminium, móðurfyrirtæki Norðuráls, hefur tilkynnt að fyrirtækið sé að endurskoða framkvæmdir fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Fyrirtækið segist vera hætt að gera nýjar fjármagnsskuldbindingar vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar.
,,Eins og staðan er núna, höfum við hætt að gera nokkrar fjármagnsskuldbindingar og erum að minnka útgjöld. Við trúum því að möguleikinn verði enn til staðar á næstunni en við munum meta hagkvæmni allra þátta verkefnisins af skynsemi á næstu dögum.” (1) sagði Logan Kruger, framkvæmdarstjóri Century.
Á meðan tekjur Century Aluminum hækkuðu á þriðja ársfjórðungi 2008 vegna auknar útskipunar áls (2), voru komandi horfur álitnar ógæfulegar. Merril Lynch lækkaði fjárfestingarmat Century niður í ‘underperform’, þ.e. að fyrirtækið gæti ekki staðit við skuldbindingar sínar. Merril Lynch sagði álverð vera lágt, birgðir miklar og lítinn hvata til staðar til að keyra upp verðið.
ágú 22 2008
2 Comments
Fyrir tveim dögum síðan létust tveir Rúmenskir verkamenn á Hellisheiði. Mennirnir köfnuðu inni í röri þar sem þeir unnu vegna stækkunnar jarðvarmavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði (1). Saving Iceland telur að alvarleg slys á borð við þetta séu nánast óumflýjanleg ef litið er til þeirra aðstæðna sem Austur Evrópskir verkamenn búa við. Framkvæmdirnar á Hellisheiði eru af stórum hluta til unnar af Pólskum og Rúmenskum verkamönnum sem búa í vinnubúðum nálægt framkvæmdasvæðinu. Rúmenarnir tveir sem létust unnu fyrir Altak, samstarfsaðila Orkuveitunnar. Read More
ágú 22 2008
1 Comment
ágú 11 2008
1 Comment
Jaap Krater, Iceland Review – Sem einstaklingur sem hefur nú verið virkur með Saving Iceland í nokkur ár, las ég grein grein James Weston um umfjöllun fjölmiðla um baráttu okkar og hafði gaman af. Margt af því sem hann skrifar er ekki bara fyndið, heldur einnig satt.
júl 28 2008
3 Comments
,,Orkuveita Reykjavíkur fjárfestir í landi langra lista mannréttindabrota!“
(Myndir frá Hengilssvæðinu hér að neðan)
HELLISHEIÐI – Í morgun stöðvaði umhverfishreyfingin Saving Iceland vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Um 20 aktívistar hafa læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn til að hengja upp fána sem segir ,,Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen“. Hópurinn hafði einnig í huga að fara í stjórnstöðvarherbergi svæðisins. Read More