'Kapítalismi' Tag Archive

des 21 2006

‘Stórfyrirtæki, lýðræði og beinar aðgerðir’ eftir Sigurð Harðarson


1

Hlutverk stórfyrirtækja er alltaf að færa eigendum sínum aukinn auð og völd. Því stærri og umsvifameiri sem fyrirtæki verða því meiri áhersla verður á þetta. Sama á við um öll kerfi og stofnanir manna sem ætlað er að stýra samfélagi, því stærri sem þau verða, því meira snúast þau um að viðhalda sjálfum sér. Má vera að til séu stór fyrirtæki sem þetta á ekki við um en þau eru svo fá að þau ná ekki að hafa áhrif á valdaskipulag markaðarins. Read More

ágú 21 2005

Mótmælendur og andstyggð


Haukur Már Helgason fjallar um aðgerðir Saving Iceland sumarið 2005.

Þegar talað er í niðrandi tóni um „atvinnumótmælendur“ er látið í veðri vaka að þeir stingi tilviljanakennt niður fæti hvar sem eitthvað gerist, og mótmæli því. Þetta er næstum rétt en þar með alveg rangt. Því framvinda heimsins er ekki jafn tilviljanakennd og hún getur virst í nærmynd. Eftir að önnur kerfi lögðu upp laupana er nú eitt kerfi í þann mund að sölsa undir sig veröld manna eins og hún leggur sig, yfirleitt nefnt kapítalismi. Það felur einkum í sér að skiptagildi hluta og fyrirbæra í heiminum er gert hærra undir höfði en raungildi nokkurs í lífi manneskju. Enda er skiptagildi þægilegra en raungildi, að því leyti að það má mæla og því má safna. Read More

Náttúruvaktin