'Kúgun' Tag Archive

okt 25 2010

RVK-9 í DV


Í helgarblaði DV helgina 1.-3. október birtist ýtarleg umfjöllun við níumenningana sem eru ákærð fyrir árás á Alþingi. Er þetta eitt af þeim örfáu skiptum þar sem stærri hérlendur fjölmiðill hefur gefið níumenningunum færi á að koma skoðunum sínum varðandi málið á framfæri.

Smellið á myndina eða hér til að hala greininni niður sem pdf-skrá.

Einnig minnum við á stuðningssíðu níumenninganna, rvk9.org.

ágú 12 2010

Ákall Saving Iceland!


Takið þátt í baráttunni gegn iðnvæðingu einhverra sérstæðustu náttúrusvæða Evrópu og grípið til beinna aðgerða gegn stóriðju!

Baráttan fram að þessu

Baráttan heldur áfram til varnar stærstu ósnortnu víðernum Evrópu. Síðastliðin fimm ár hafa sumarbúðir beinna aðgerða á Íslandi beinst gegn álbræðslum, risastíflum og jarðgufuvirkjunum. Eftir þá skelfilegu eyðileggingu sem fylgdi byggingu stærstu stíflu Evrópu við Kárahnjúka og mikilla jarðgufuvirkjana í Hengli, er enn tími til að rjúfa „snilldaráætlun“ valdhafa um stíflur í öllum stærstu jökulánum, gernýtingu allra helstu háhitasvæðanna og byggingu álvera, olíuhreinsistöðva, gagnavera og sílikonverksmiðja. Þessar framkvæmdir myndu ekki aðeins eyðileggja einstakt landslag og vistkerfi, heldur einnig hafa í för með sér stórfellda aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Read More

júl 15 2010

Þjáningar þeirra lágt settu og samsekt okkar


Vedanta ræðst inn í OrissaAf öllum héruðum Indlands er Orissa ríkast af steintegundum. Landsvæðið er grænt og gróskumikið og er landslagið líkast bútasaumi smárra akra og skógi vaxinna fjalla þar sem fossar steypast niður rauða klettana. Eins og margir þeirra staða í heiminum þar sem enn ríkir náttúruleg frjósemi búa frumbyggjar víða í fjallshlíðunum. Þeir eru kallaðir Adivasis, sem í orðsins fyllstu merkingu þýðir „hinir upprunalegu íbúar“, og samfélag þeirra er taldið vera meðal elstu þjóðmenninga þessa heims. Fjórðungur íbúa Orissa eru frumbyggjar, sem gerir héraðið að því „fátækasta“ á Indlandi samkvæmt Alþjóðabankanum. Það stafar þó ekki af raunverulegri örbirgð, heldur því að Alþjóðabankinn mælir velferð einungis í peningaviðskiptum. Mælingin lítur því fram hjá þeirri staðreynd að í Orissa hefur aldrei ríkt hungursneyð og að flest Adivasi fólkið notar aldrei peninga, heldur býr það í sátt við fjöllin, árnar og skógana sem færa því allt sem það þarfnast. Í þakklæti fyrir forsjón náttúrunnar tilbiður margt Adivasi fólk fjöllin og sver að vernda ríkuleg vistkerfi sín. Sum fjallanna í Orissa eru meðal síðustu fjalla Indlands sem enn eru vaxin fornum skógum, þökk sé staðfestu frumbyggja gegn nýlendutilburðum Breta til að höggva skógana.

Read More

júl 09 2010

Mál nímenninganna: Samstöðumótmæli í Barcelona


Eftirfarandi texti og myndir bárust okkur frá Spáni:

Að hádegi fimmtudagsins 8. júlí hittust tuttugu manns við íslensku ræðismannaskrifstofuna í Barcelona, til að sýna reiði sína í garð íslenska ríkisins vegna réttarhaldanna sem nú fara fram yfir nímenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi 8. desember 2008. Ef raunverulegt lýðræði væri til staðar hefðu raddir þeirra sem fóru inn í þinghúsið verið boðnar velkomnar og þeim gefið vægi. En þar sem raunverulegt lýðræði getur aldrei orðið að veruleika undir ríkisfyrirkomulaginu voru raddir þeirra kæfðar og þaggaðar niður.

Það er alveg á hreinu að þessar aðgerðir íslenska ríkisins eru undan pólitískum og hugmyndafræðilegum rótum runnar: Að velja tiltekna einstaklinga út úr hópi þúsunda manna sem mótmæltu – og meira að segja velja tiltekna einstaklinga úr þeim hópi sem fór inn í þinghúsið. Það er einnig á hreinu að með þessum aðgerðum freistir ríkið þess að setja fordæmi, að bæla niður það mögulega framtíðar andóf sem gæti raskað ró hins óbreytta ástands. Kúgunaraðferðir íslenska ríkisins teygja sig meira að segja til ræðismannaskrifstofunnar, sem kallaði á aðstoð ofbeldisfyllstu lögregludeildar Barcelona – „Mossos“ eins og hún er kölluð. Read More

júl 02 2010

Skófla er skófla, kúgun er kúgun


Ólafur Páll Sigurðsson

Umhverfishreyfingin Saving Iceland lýsir yfir fullri samstöðu með sakborningunum níu í Reykjavík (RVK9), sem eiga á hættu allt frá eins árs til sextán ára fangelsisvist fyrir að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla skammarlegu þjóðþingi, 8. desember 2008.

Þessir níumenningar hafa verið valdir úr þeim þúsundum manna sem felldu fyrri ríkisstjórn með mótmælum sínum, ríkisstjórn sem vegna spillingar og getuleysis bar ábyrgð á þeirri sögulegu kreppu sem enn þjakar íslenskt samfélag. Skýrsla hinnar sérstöku rannsóknarnefndar (SIC – viðeigandi skammstöfun) hefur nú staðfest að þessi ríkisstjórn lék lykilhlutverk í þeirri valdníðslu sem hafði í för með sér algjört hrun hins íslenska hagkerfis og var lykilafl í þeirri alvarlegu spillingu, lýðræðisbresti og siðferðiskreppu sem síðan hefur komið í ljós að voru duldar orsakir hins algjöra lánleysis íslensks lýðræðis.

Að stimpla pólitíska andstæðinga sem glæpamenn, jafnvel þá sem beita ofbeldislausri, borgaralegri óhlýðni, er gömul aðferð til að afvegaleiða, notuð af kúgunarríkjum um allan heim. Þessi pólitíska kúgunaraðgerð er í æpandi mótsögn við hræsnisfullar yfirlýsingar um að ‘axla ábyrgð’ og ‘læra af reynslunni’ sem flokkarnir sem bera ábyrgð á kreppunni hafa gefið. Svo sagan endurtaki sig ekki, ættu Íslendingar að taka mjög alvarlega þá kerfisbundnu misbeitingu valds sem hefur orðið uppvíst að er rótföst í valdakerfinu og ekki láta beina sök þeirra að níumenningunum og öðrum mótmælahreyfingum.

Read More

maí 20 2010
1 Comment

Íslenska umræðuplanið


Rvk9Hvernig fjölmiðar og aðrir dómarar götunnar hafa dæmt nímenningana fyrirfram

Þann 8. desember 2008 fóru þrjátíu manns inn í Alþingishúsið. Tveir einstaklingar, af sitthvoru kyni, fóru upp á þingpalla og hvöttu þingmenn til að koma sér út úr húsi sem þjónaði ekki tilgangi sínum lengur. Aðrir voru stöðvaðir í stigaganginum, þeim var hótað piparúðun og lentu síðar meir sumir í stimpingum við lögreglu og þingverði. Nokkrir voru handteknir, yfirheyrðir og svo sleppt – þinghald tafðist um klukkustund. Rúmu ári seinna var níu einstaklingum – undirritaður þar með talinn – stefnt af Láru V. Júlíusdóttur, settum ríkissaksóknara, meðal annars fyrir árás gegn sjálfræði Alþingis. Refsiramminn sem héraðsdómaranum Pétri Guðgeirssyni er gert að dæma okkur eftir, er eins árs til lífstíðarfangelsi. Read More

sep 25 2009

MAGMA drepur!


Perú er eitt mikilvægasta málmefna framleiðsluland heims. Ríkur jarðvegurinn í Andesfjöllunum inniheldur mikið magn af kopar, silfri, blýi, gulli, sinki og öðrum náttúruauðlindum. Í stað þess að nýtast sem tól til að byggja upp samfélag Perú búa þá hefur námugröfturinn verið hrein martröð fyrir milljónir verkamanna og bænda vegna þeirrar nauðungarvinnu sem komið er upp á íbúa landsins. Árið 2008 var arður námufyrirtækja um 2500 milljarðar króna en lítið af því hefur borist til þeirra samfélaga sem eru staðsett við námurnar en í staðinn til þeirra erlendu fyrirtækja sem þar grafa og hluthafa þeirra. Fyrir utan að vera algjörlega ósjálfbær, þá hefur námugröftur mikla eyðileggingu og mengun í fjör með sér og hefur drepið þúsundir verkamanna og fjölskyldur þeirra vegna gróðahyggju kapítalsins eingöngu.

Read More

ágú 13 2009

Ragnfærslur fjölmiðla um aðgerð Saving Iceland í Helguvík


Ýmsar rangfærslur voru í umfjöllunum fjölmiðla um aðgerð Saving Iceland í Helguvík í gær, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu annari en þeirri að einfaldlega vilja ekki fjalla almennilega um málið. Vefsíða Morgunblaðsins birti frétt undir titlinum: ,,Hættu mótmælum“ þar sem meðal annars segir að þeir sem hlekkjuðu sig við hlið vinnusvæðisins hafi farið að tilmælum lögregu, dregið sig í hlé og leyft umferð að ganga um svæðið. Allir aðrir fjölmiðlar sögðu aðgerðina hafa stoppað vinnu í klukkustund en sannleikurinn er sá að vinnan stöðvaðist í minnsta kosti í tvo klukkutíma og hugsanlega mun lengur,þar sem það er okkur hjá Saving Iceland ókunnugt hversu miklar öryggisráðstafanir þarf að gera eftir að óviðkomandi einstaklingar fara inn á vinnusvæði á borð við Helguvík. Þeir sem hlekkjuðu sig við hlið vinnusvæðisins færðu sig ekki heldur sátu sem fastast þangað til lögreglan hafði klippt á lása þeirra. Read More

ágú 08 2009

Hávaðamótmæli við lögreglustöðina – Tveir í viðbót handteknir


Uppfært: 04:30 – Öllum hefur verið sleppt úr haldi.

Eftir ofbeldisfulla handtöku 5 einstaklinga eftir mótmæli Saving Iceland í dag (lestu um það með því smella hér), söfnuðust um þrjátíu manns við lögreglustöðina á Hlemmi til að mótmæla handtökum félaga sinna og lögregluofbeldinu. Á meðan mótmælunum stóð voru tveir í viðbót handteknir, í þetta sinn eftir að reyna að hindra aðgang að bílastæði lögreglustöðvarinnar. Samkvæmt vitnum var annar þeirra alvarlega meiddur af lögreglunni, sem barði hann til blóðs.

Okkur hefur ekki borist neinar almennilegar myndir eins og er, en munum vonandi geta birt þær hér á heimasíðunni eins fljótt og mögulegt er, auk frekari upplýsinga.

We have received no proper photos yet, but hope to be able to put them on the website as soon as possible, as well as more information.

ágú 08 2009
1 Comment

Lögregla gengur í skrokk á konu – Fjölmiðlar taka þátt í rógburði


Í gær, Föstudaginn 7. ágúst mótmælti umhverfishreyfingin Saving Iceland við Iðnaðarráðuneytið á sama tíma og undirritun fjárfestingarsamnings ríkisstjórnarinnar og Norðuráls vegna álvers í Helguvík átti sér stað. Þegar mótmælunum var að ljúka mætti lögreglan á svæðið, handtók 5 einstaklinga og gekk sérstaklega alvarlega í skrokk á einum þeirra. Flestir fjölmiðlar hafa sagt frá atvikinu en ekki minnst á ofbeldi lögreglunnar. Þess í stað hafa fjölmiðlar óspart birt rógburð lögreglunnar um að sparkað hafi verið í höfuð lögreglumanns og lögreglunni ógnað með járnstöngum, án þess að nokkuð myndefni bendi til þess að slíkt hafi átt sér stað. Saving Iceland hafnar þessum ásökunum algjörlega og fordæmir einhliða fréttaflutning fjölmiðla.

Samningurinn sem skrifað var undir í dag gerir ráð fyrir ríkisstyrkjum til álversins í formi skattaafsláttar sem nemur 16,2 milljónum Bandaríkjadala, þ.e. tveimur milljörðum íslenskra króna, og veitir Norðuráli undanþágur frá iðnaðarmálagjaldi, markaðsgjaldi og rafmagnsöryggisgjaldi. Auk þess munu sérreglur gilda gilda um stimpilgjöld og skipulagsgjald og öryggisákvæði gilda varðandi upptöku nýrra skatta. Þær losunarheimildir sem liggja fyrir leyfa 150.000 tonna álver í Helguvík, umhverfismat 250.000 tonn en Norðurál hyggst reisa 360.000 tonna álver og samningurinn sem undirritaður var í dag tryggir fyrirtækinu rétt til þess. Rafmagn til álversins hefur ekki verið tryggt og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra hefur sagt opinberlega að ekki sé til næg orka á Reykjanesinu til að keyra álverið áfram. Katrín Júlíusdóttir hefur að sama skapi tekið vel í hugmyndir um að Landsvirkjun selji orku úr fyrirhugðum virkjunum Þjórsár til álversins í Helguvík. Read More

Náttúruvaktin