'Landsnet'
Tag Archive
jún 20 2019
Arionbanki, Austurgilsvirkjun, Bitcoin, H.S. Orka, Hjöðnun (degrowth), HS Orka@isl, Hvalárvirkjun@isl, Landsnet, Náttúruvernd, Orkustofnun, Rammaáætlun, Skipulagsstofnun, Skúfnavatnavirkjun, Strandir@isl, Suðurnes, Verkís - HS Orka, Vesturverk, vindmillugarðar
Viðar Hreinsson
HVALÁ.IS
Nú hefur Skipulagsstofnun gefið grænt ljós á deiliskipulag sem leyfir rannsóknir vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Þessum rannsóknum fylgir gríðarlegt jarðrask á Ófeigsfjarðarheiði vegna vegalagningar og byggingar vinnubúða. Verði það gert er skaðinn skeður að nokkru leyti, víðernum heiðarinnar svo illa spillt að mörgum þyki ástæðulaust að hætta við. Hvalárvirkjun er óheillaverkefni byggt á hagnaðarvon, mistökum og rangfærslum og því er full ástæða til að rekja sögu þess í samhengi umhverfis og samfélags. Þessi grein er nokkuð löng, en skiptist í eftirtalda hluta:
• Skipulagður samdráttur er nauðsyn
• Opinbert stefnuleysi
• „Top gun“
• Raforka fyrir Vestfirðinga?
• Veikburða sveitarfélag og björgunin mikla
• Vönduð stjórnsýsla?
• Víðernin sem hverfa
• Arion banki og lífeyrissjóðir gegn víðernum?
• „Top Gun“ gegn Drangajökulsvíðernum Read More
okt 16 2017
Hjöðnun (degrowth), HS Orka@isl, Hvalárvirkjun@isl, Landsnet, Menning, Náttúruvernd, Spilling, Strandir@isl, Svartá í Bárðardal, Umhverfisvernd, Vesturverk
Viðar Hreinsson
1. Gróðamannaþáttur
Áform eru uppi um að virkja Hvalá í Ófeigsfirði og raska Ófeigsfjarðarheiði með uppistöðulónum. Virkjunarmenn láta sem þeir séu að leysa Vestfirði og sérstaklega Árneshrepp á Ströndum úr ánauð.
Sem betur fer er í vaxandi mæli farið að kalla hlutina réttum nöfnum. Hér er græðgi á ferð, hagnaðarvon fyrirtækis sem smíðar sér yfirskin eftir hentugleikum. Það ætti að vera löngu liðin tíð að hagnaður sé eini mælikvarðinn á það hvort lagt skuli í tilteknar framkvæmdir eða ekki. Einber hagnaðarvon knýr virkjunarfyrirtækið áfram og hræsni að segja að það beri umhyggju fyrir umhverfinu, Vestfjörðum eða Árneshreppi. Ekki er nóg að segja vatnsaflsvirkjanir grænar því það á ekki að fórna náttúruverðmætum fyrir orkuframleiðslu. Það á ekki að auka sífellt orkuframboð eins og stöðugur vöxtur sé sjálfsagt mál, heldur þarf að draga úr allri orku- og auðlindasóun, ekki síst þeirri sem felst í ofneyslu og græðgi. Það hlýtur að duga að virkja í þeim mæli að það gagnist einungis nærsamfélögum í gegnum eignarhald og tekjur.
Fyrirtækið Vesturverk er að meirihluta í eigu HS Orku, sem aftur er í meirihlutaeign Alterra (áður hið alræmda Magma Energy sem átti heima í skúffu í Svíþjóð), fyrirtækis Ross Beaty sem áður rak námuvinnslu en flaggar nú búddisma og grænum viðhorfum í orkuvinnslu. Vesturverk hefur séð sér leik á borði að nýta erfiða stöðu Árneshrepps og veifar gylliboðum um bættar samgöngur, þriggja fasa rafmagn og nettenginu. Skiljanlega eru forsvarsmenn hreppsins langþreyttir á að tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda, en kjánalegt er að halda að þessi virkjun sé töfralausn. Hún færir mestan hagnað eigendum sem eru víðsfjarri og fáeinum heimamönnum uppgrip og hressilegt þenslufyllerí. Eigendur Ófeigsfjarðar fá ugglaust dável greitt fyrir vatnsréttindi. Ekkert við þessa framkvæmd mun auka lífsgæði svæðisins til langframa heldur þvert á móti. Hvalárvirkjun verður fyrst og fremst mikið rask, með stíflum, lónum, skurðum, vegum og raflínum.
Aðferð stórgróðamannanna er vel þekkt eftir að Naomi Klein gaf út bók sína The Shock Doctrine fyrir nokkrum árum, um það þegar stórkapítalið nýtir aðstæður í kjölfar hamfara til að koma árum sínum fyrir borð og græða á uppbyggingunni. Sjá má sömu aðferð víða, ójafnvægi og óvissuástand eru nýtt til að ryðja vafasömum framkvæmdum leið. Það er svipuð aðferð og þegar Donald Trump og félagar skapa vísvitandi óreiðu til að treysta völd sín meðan athyglin beinist að ruglinu. Á sama hátt nýta gróðamenn óttann við að byggðarlag fari í eyði og lofa gulli og grænum skógum svo þeir fái að virkja. Blásið er upp neyðarástand og sett fram fölsk lausn. Umræðan er leidd afvega og samhengi brenglað þegar látið er sem verið sé að leysa vanda sveitarfélagsins þegar markmiðið er gróði orkufyrirtækisins. Read More
okt 26 2014
ALCOA, Kárahnjúkavirkjun, Kúgun, Landsnet, Landsvirkjun, Mengun, Spilling
Inga M. Beck
Þann 15. mars árið 2003 komu saman nokkrir mikilvægir ráðamenn Íslendinga ásamt erlendum viðskiptamönnum til að skrifa undir samninga. Það gerðu þeir í litlum skreyttum íþróttasal úti á landi undir vökulum augum myndavéla, fréttamanna og eflaust meirhluta bæjarbúa. Ég og mín fjölskylda vorum ekki á meðal áhorfenda.
Ég ólst upp á litlum sveitabæ við lítið þorp á litla Íslandi. Ég hafði lítinn áhuga á því sem gerðist utan minna heimahaga. Pólitík var eitthvað sem maður pældi aðeins í eftir fimmtugt. Mínir draumar voru smábæjardraumar. Ég elskaði sveitina mína og ég elskaði smábæinn minn, fólkið þar og tilveru okkar allra. Mig dreymdi um að eiga litla verslun þar sem konurnar í bænum gætu keypt sér garn og efni og allskonar föndurdót. Þar vildi ég líka hafa örlitla saumastofu þar sem ég gæti saumað falleg ný föt úr gömlum eða hjálpað þeim sem ekki voru lagnir í höndunum að gera við föt. Mig langaði líka að eiga bókabúð, bókasafn eða lítið smíðaverkstæði þar sem ég gerði við gömul falleg húsgögn frekar en að smíða ný. Mig langaði að fara á sjó, eiga hund, vinna í frystihúsinu, vera hestamaður og eignast kannski, þegar ég kysi að verða fullorðin, eina stelpu sem gæti skyrpt lengra en allir strákarnir í bekknum, gengi í gúmmístígvélum og tæki í lurginn á stríðnispúkum. Peningar voru aukaatriði, ég hafði jú alltaf unnið fyrir mínum mat og þaki yfir höfuðið, gengið í fötum af eldri systkinum mínum og fermingargreiðsluna borgaði ég fyrir með eggjum. Mér datt aldrei í hug að ég þyrfti að eiga peninga því samkvæmt foreldrum mínum voru þeir hvort eð er aldrei til, en samt virtumst við hafa það fínt. Read More
apr 29 2012
Grænþvottur, HS Orka, HS Orka@isl, Jarðhiti, Landsnet, Náttúruvernd, Stóriðja, Suðurnes, Suðurorka, Suðurorka @is
Náttúruverndarþing 2012 tekur eindregið undir umsögn þrettán náttúruverndarfélaga um drög að tillögu um rammaáætlun sem send var iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra 11. nóvember 2011. Þingið fagnar því að allmörg verðmæt svæði, sem löngu var tímabært að friðlýsa, hafa samkvæmt fyrirliggjandi þingsályktunartillögu verið sett í verndarflokk. Nokkur önnur svæði, þar á meðal tengd Neðri-Þjórsá, Skrokköldu og Hágöngum hafa réttilega verið færð úr nýtingu í biðflokk. Náttúruverndarþing leggur ríka áherslu á að miðhálendi Íslands í heild verði um alla framtíð friðlýst samkvæmt náttúruverndarlögum eins og ríkur stuðningur er við hjá stórum hluta landsmanna. Þá er því fagnað að tillagan gerir ráð fyrir eflingu á starfsemi á verksviði friðlýsinga.
Þrátt fyrir jákvæða þætti í þingsályktunartillögunni um rammaáætlun gerir Náttúruverndarþing 2012 alvarlegar athugasemdir við eftirtalið:
- Náttúruverndarþing gagnrýnir harðlega fyrirliggjandi tillögur um Reykjanesskaga þar sem flest jarðhitasvæði frá Krísuvík og vestur úr eru sett í nýtingarflokk. Þingið telur virkjanir í Reykjanesfólkvangi óásættanlegar. Með því er m.a. gengið gegn áformum um að vernda fólkvanginn og stofna þar eldfjallaþjóðgarð, en náttúruverndarhreyfingin og Samtök ferðaþjónustunnar hafa áður bent á þau ríku tækifæri sem í því felast. Jarðfræði Reykjanesskagans er einstök á heimsvísu og upplifunargildi lítt snortinnar náttúru á stórum svæðum í næsta nágrenni höfuðborgarinnar er hátt. Samkvæmt ábendingum faghóps II um rammaáætlun hafa verðmæti lítt snortinna svæða í nágrenni höfuðborgarinnar að öllum líkindum verið vanmetin fyrir útivist og ferðaþjónustu. Náttúruverndarþing 2012 krefst þess að Alþingi endurskoði þennan þátt áætlunarinnar og færi hið minnsta Sveifluháls í Krísuvík, Sandfell sunnan Keilis, Stóru-Sandvík og Eldvörp í bið- eða verndarflokk.
- Óvissa ríkir um endingu jarðvarmans sem auðlindar og um marga þætti sem tengjast beislun hans, auk umhverfis- og heilsufarsáhrifa, eins og vísindamenn hafa ítrekað bent á. Því ber að gæta varúðar í jarðvarmanýtingu, sérstaklega til raforkuframleiðslu. Fjölga ætti til muna jarðhitasvæðum í biðflokki á meðan frekari upplýsinga er aflað. Þetta á m.a. við um fyrirhugaða jarðhitanýtingu á Hengilssvæðinu og á Norðausturlandi, t.d. í Bjarnarflagi. Hafa ber í huga að þegar hefur 9 af 19 sýnilegum háhitasvæðum verið raskað með nýtingu eða rannsóknaborunum.
- Þingið telur að svæði með afar hátt náttúruverndargildi eins og vatnasvið Jökulsánna í Skagafirði og vatnasvið Hólmsár og Skaftár í Skaftárhreppi ættu að færast úr biðflokki í verndarflokk og vísa til rökstuðnings í niðurstöður verkefnisstjórnar rammaáætlunar.
- Náttúruverndarþing beinir því til Alþingis að það færi forræði yfir efnislegri meðferð þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða frá atvinnuveganefnd Alþingis til umhverfis- og samgöngunefndar.
nóv 03 2010
Ál, Century Aluminum, Century Aluminum @is, HS Orka, HS Orka@isl, Landsnet, Orkuveita Reykjavíkur, Orkuveita Reykjavíkur @is, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is, Stóriðja, Suðurnes
Sigmundur Einarsson
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að nú væri búið að tryggja orku til álbræðslunnar í Helguvík. Bjargvætturinn var sagður vera Landsvirkjun sem ætlar að leggja til umframafl sem til er „í kerfinu“ og ku það nema 60-80 MW.
Samkvæmt fréttinni þarf álbræðslan alls um 450 MW sem er um 150 MW minna en áður var áætlað. HS Orka er sögð munu útvega 250 MW, Orkuveita Reykjavíkur 120-140 MW og Landsvirkun bjargar því sem á vantar, 60-80 MW.
Þetta virðist einfalt. All sýnist klappað og klárt og ekki eftir neinu að bíða. Framkvæmdir ættu að geta hafist strax í dag. Eða hvað? Var þetta orkan sem vantaði til að unnt væri að halda áfram? Fyrir ári síðan var fullyrt að nóg orka væri fyrirliggjandi til að reisa álbræðslu sem þyrfti um 600 MW. Hvað skyldi hafa breyst? Read More
júl 24 2010
Búðarhálsvirkjun, ISAL, Landsnet, Landsvirkjun
ISAL (Rio Tinto Alcan) hefur tryggt sér alla þá samninga sem fyrirtækið þarf til að geta hafið stækkun álvers síns í Straumsvík. Um miðjan júní undirrituðu Landsvirkjun og ISAL endurnýjunarsamning um sölu raforku til fyrirtækisins fram til ársins 2036 og var kveðið á um kaup 75MW viðbótarorku í þeim samningi. Þessi viðbótarorka er meginforsenda þess að ISAL geti hrint í framkvæmd áformum sínum um stækkun álversins. Stækkunin hljóðar upp á 40.000 tonna aukna framleiðslugetu á ári. Mun hún fara fram á núverandi landi fyrirtækisins sem gerir hana óháða niðurstöðum íbúakosninga Hafnafjarðar og krefst þessara 75MW í viðbót við þá orku sem ISAL þegar fær afhenta á gjafaverði. Samningurinn er þó háður þeim fyrirvara að óvissu um skattalegt landslag stóriðju hér á landi verði eytt fyrir 31. ágúst, og sýnir það skýrt og skorinort hvernig forsvarsmenn álfyrirtækjanna og orkugeirans leika sér með stjórnartauma yfirvaldsins, sem hingað til hefur ekki þorað öðru en að lúta eftir slíkum kúgunaraðferðum fjársterkra aðilla og ætti því ekki að vera von á öðru í þessu tilfelli.
Viku eftir undirritun samningsins við ISAL sendi Landsvirkjun frá sér útboð þar sem fyrirtækið óskar eftir tilboðum í byggingu Búðarhálsvirkjunar. Útboðinu lýkur í lok ágúst og skal framkvæmdum lokið um haustið 2013. Read More
jan 28 2010
Alterra Power/Magma Energy, HS Orka, Landsnet, norðurál, Orkuveita Reykjavíkur, Rio Tinto, Sigmundur Einarsson @is, Suðvesturlína, Vatnsból
Sigmundur Einarsson
Vinnubrögð í anda útrásarinnar
Í ávarpi til íslensku þjóðarinnar á gamlársdag fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra m.a. um hina ómetanlegu auðlind, íslenska vatnið, og mikilvægi þess að allir hafi aðgang að hreinu vatni. Hún sagði að sem þjóð þyrftum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins. Í framhaldi af þessum orðum forsætisráðherra er fróðlegt að skoða stöðu og horfur í verndun vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu.
Staðreyndin er sú að fyrir dyrum stendur að stofna vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins í hættu með framkvæmdum sem byggja á afar veikum forsendum. Hér er átt við byggingu Suðvesturlína sem munu liggja að hluta yfir viðkvæmustu hluta vatnsverndarsvæðanna. Til að gera sér grein fyrir alvarleika þessa máls er nauðsynlegt að skoða jarðfræði svæðisins, eðli vatnsverdarsvæða og þeirra laga og reglugerða sem gilda um slík svæði.