'Lög'
Tag Archive
jan 07 2008
ALCOA, Century Aluminum, Hlutdrægni fjölmiðla, Impregilo, India, Kárahnjúkar, Kúgun, Landsvirkjun, Laws, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Media bias, Miriam Rose @is, Náttúruvernd, Repression, Rio Tinto, Saving Iceland, Stóriðja
Höfundur flutti erindið á umræðufundi um „grunngildi samfélagsins“ sem haldinn var í Reykjavíkur Akademíunni 20. nóvember árið 2007.
Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig: Ég heit Miriam Rose, og er aðgerðasinni og umhverfisfræðingur frá Bretlandi. Ég var beðin um að tjá mig hér um reynslu mína af grunngildum íslensks samfélags, byggt á viðtali sem ég var í við Kastljós í október, eftir að mér var hótað með brottvísun úr landi vegna aðildar minnar að aðgerðum gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnar ykkar. Í bréfinu sem ég fékk, þar sem farið var fram að mér yrði vísað úr landi, stóð að ég ætti á hættu að vera brottræk gerð frá Íslandi í þrjú ár, enda væri hegðun mín �ógnun við grunngildi samfélagsins�.
Read More
des 16 2007
Ál, ALCOA, Century Aluminum, Corruption, Fjölmiðlar, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Hlutdrægni fjölmiðla, Impregilo @is, Kapítalismi, Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Media bias, Mengun, Náttúruvernd, Ólafur Páll Sigurðsson @is, Rio Tinto, Saving Iceland, Spilling, Stóriðja
Jón Ólafsson (JÓ) ræðir við Ólaf Pál Sigurðsson (ÓPS) umhverfisverndarsinna og stofnanda samtakanna Saving Iceland í þættinum Upp og ofan á Rás 1. 16. desember, 2007.
Jón Ólafsson:
Góðir hlustendur, ég hef í haust fengið til mín fagfólk sem oftast hefur verið tengt einhverjum háskóla landsins og verið að fást við hluti sem að mér hafa fundist að tengdust bæði háskólasamfélaginu og líka pólitík. Í dag, í þessum síðasta þætti mínum, hef ég fengið hingað mann sem er ekkert tengdur háskólasamfélaginu en hins vegar mjög tengdur pólitík eða pólitískum aðgerðum en það er Ólafur Páll Sigurðsson, menntaður bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður en nú aðallega þekktur aktífisti og margir tengja hann væntanlega við samtökin Saving Iceland.
Read More
ágú 04 2007
ALCOA, Fjölmiðlar, Hlutdrægni fjölmiðla, Laws, Lýðræðishalli, Lög, Media bias, Saving Iceland, Spilling
Var uppspunnin auglýsing eftir atvinnumótmælendum heimildin á bak við frétt ríkissjónvarpsins um að atvinnumótmælendur fái greitt fyrir störf sín? Einn af höfundum auglýsingarinnar spyr í eftirfarandi grein og veltir fyrir sér viðhorfum til mótmælenda.
Menningarblað/Lesbók
Laugardaginn 4. ágúst, 2007
Nennir þetta fólk ekki að vinna?! „Þegar umræðan um atvinnumótmælendur er skoðuð kemur fljótt í ljós þversögn því að á sama tíma og forskeytið atvinna er notað í niðrandi tón um mótmælendurna eru þeir sífellt sakaðir um að nenna ekki að leggja stund á atvinnu.“
Var uppspunnin auglýsing eftir atvinnumótmælendum heimildin á bak við frétt ríkissjónvarpsins um að atvinnumótmælendur fái greitt fyrir störf sín? Einn af höfundum auglýsingarinnar spyr í eftirfarandi grein og veltir fyrir sér viðhorfum til mótmælenda.
„Atvinnumótmælendur vantar núna. Reynsla æskileg en allir velkomnir. Borgað samkvæmt taxta, bónus fyrir kranaklifur. Sendið umsókn á atvinnumotmaelandi@gmail.com.“
Þessi smáauglýsing birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is fimmtudaginn 26. júlí. Sama kvöld var því slegið upp í kvöldfréttum RÚV að mótmælendur á vegum Saving Iceland fengju greitt fyrir þátttöku í aðgerðum og jafnvel aukalega fyrir handtökur. Ekki fylgdi sögunni hver stæði á bak við greiðslur til mótmælenda né hversu háar fjárhæðir væri um að ræða.
Read More
ágú 03 2007
Greenpeace, Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Laws, Lög, Media bias, Ólafur Páll Sigurdsson, Repression, Saving Iceland
„Furðulegt háttalag Ríkissjónvarpsins þarfnast frekari skýringa svo ekki sé meira sagt.“
Sindri Freyr Steinsson
Verðandi
Ág. – Sept. 2007
Flestir landsmenn hafa frétt sitthvað af aðgerðum samtakanna Saving Iceland. Í umfjöllunum um samtökin ber orðið atvinnumótmælandi oft á góma. En er það í raun svo að fólk fái borgað fyrir að mótmæla og láta handtaka sig?
Read More
júl 19 2007
Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Náttúruvernd, Ólafur Páll Sigurdsson, Saving Iceland
MYND: Í ágúst 2006 fullvissaði Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn lesendur Morgunblaðsins um að kylfum væri ekki beitt gegn mótmælendum. Með greininni birtist þessi mynd sem var tekin sömu viku á Kárahnjúkum.
Leiðarinn ‘Vantrú á málstaðnum’ (3. júlí) eftir ritstjóra Blaðsins, Ólaf Þ. Stephensen, er svipuð öðrum greinum sem hafa verið birtar í íslenskum dagblöðum í aðdraganda ráðstefnu Saving Iceland (S.I.) í Ölfusi nú í sumar. Þessar greinar hafa einkennst af viljandi fáfræði um umræðuefnið, þ.e.a.s. mótmælendurna sem eins og ég starfa með eða innan S.I.
Ég vil persónulega mótmæla harðlega þeim ásökunum að ég sé rekin áfram af þörf fyrir hugsunarlaus átök, sé andlega vanheil á einhvern hátt eða að líf mitt vanti svo sterklega spennu að ég þurfi að ferðast til afskekktrar eyju langt í norðri á hverju sumri til þess eins að lenda í rifrildi við lögregluþjóna sem vilja henda mér út úr tjaldinu mínu. Hvað þykist Ólafur vita um líf okkar eða hvað það er sem drífur okkur áfram þegar hann hefur aldrei lagt það á sig að tala við okkur og komast að því sjálfur?
Sú staðhæfing að við séum ekkert annað en óeirðahópur til leigu er ekkert annað en rógburður og lygi sem stenst engan veginn nánari skoðun. Þvert á móti höfum við viljað sýna samstöðu með þeim mörgu örvæntingarfullu einstaklingum á Íslandi sem horfa upp á hvernig náttúran sem þeir elska hefur verið eyðilögð, og við höfum líka heillast af þessari náttúru.
Það segir meira um neikvæðni ritstjórans en okkar að hann skuli ekki geta ímyndað sér þann möguleika að okkur þyki vænt um þá einstæðu, óspilltu náttúru sem enn er að finna á Íslandi og að það sé vegna hennar en ekki okkar sjálfra sem við erum tilbúin til að standa í vegi fyrir þessari eyðileggingu. Það er það sem við höfum verið að gera: setja líkama okkar bókstaflega á milli nánast ósnortinnar náttúru og eyðileggingarvélanna, hlekkjuð við þær og leggjum þannig líf okkar að veði. Hvernig er hugsanlega hægt að hafa meiri trú eða staðfestu gagnvart málstað en að vera tilbúinn að hætta sínu eigin lífi fyrir hann?
Samt notar Ólafur orðið skemmdarverk margoft til að lýsa aðgerðum S.I. enda þótt engin skemmdarverk hafi verið framin í nafni samtakanna í raunveruleikanum. Sakfellingarnar sem hann tengir á misvísandi hátt við orðið skemmdarverk eru næstum allar fyrir “óhlýðni við lögregluna”, sem er væg ákæra og reyndar mjög vafasöm.
Eins virðist það vera í flestum tilvikum regla hjá íslenskum fjölmiðlum að í hvert skipti sem lögreglan gengur yfir strikið og beitir ofbeldi gegn mótmælendum þá eru mótmælin sjálf úthrópuð sem ofbeldisfull. Þetta eru ógeðfelld vinnubrögð, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem tekið hafa þátt í mótmælum S.I. eru friðarsinnar af djúpri sannfæringu.
En hverjir eru það sem valda hinum raunverulega skaða? Hverjir hafa gerst sekir um stórfelld skemmdarverk á kostnað sjálfrar móður náttúru?
Dómstólar dæma eftir bókstaf laganna sem er bæði þröngur og hliðhollur valdinu. En er það ekki stórfelldur glæpur frá siðferðilegu sjónarmiði gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum að valda óafturkræfum skaða á ómetanlegum náttúruverðmætum? Eða er það þvert á móti glæpur að reyna með friðsamlegum hætti að hindra þessa náttúruböðla?
Það er leitt að gagnrýnendur okkar innan íslenskra fjölmiðla skuli ekki hafa hirt um að fylgja eftir fljótfærnislegum og illa grunduðum árásum sínum á okkur með því að mæta okkur í upplýsandi umræðu á ráðstefnu okkar í Ölfusi eða fréttafundi sem þeim var boðið til á fyrsta degi ráðstefnunnar. Því miður kjósa menn heldur að skapa mynd af okkur sem brjálæðingum í greinaskrifum en að spyrja okkur sjálf gagnrýninna spurninga.
Rebecca E.
júl 14 2007
1 Comment
Kúgun, Lög, Lögregla @is, Náttúruvernd, Saving Iceland@isl
Einar Rafn Þórhallsson
Eggin.is
14. júlí, 2007
Á leið minni heim í dag sá ég hóp af fólki í göngu. Ég vissi að til stóð að halda einhverskonar mótmælagöngu í dag, auglýsta sem rave party og ákvað að ganga í hópinn. Þá kom í ljós að lögreglan hafði stoppað gönguna á Snorrabraut. Göngumenn létu það greinilega ekki á sig fá en þarna voru trúðar með trúðalæti og mikið af fólki að fylgjast með, borðar með slagorðum gegn alþjóðlegum stórfyrirtækjum voru á lofti og fólk að dansa og skemmta sér. Lögreglan fylgdist prúð með og virtist vera í góðu skapi, hún hleypti bílum í gegn og að lokum var Snorrabraut lokað við Flókagötu. En einhverra hluta vegna leyfði hún göngunni ekki að halda áfram, og ljúka sér af, heldur stöðvaði hana á miðri Snorrabraut í rúma 2 klukkutíma.
Read More
mar 13 2007
Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Saving Iceland@isl
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1108 — 695. mál.
Flm.: Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa þegar í stað starfshóp sem falið verði að rannsaka aðgerðir lögreglunnar gagnvart mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar, sem dvöldu á virkjanasvæðinu og í námunda við það og álverslóðina á Reyðarfirði, á tímabilinu júlí–ágúst 2005 og júlí–ágúst 2006. Starfshópurinn rannsaki meint harðræði lögreglu gagnvart mótmælendum, tilefnislausar árásir, frelsissviptingu, handtökur, tilvik þar sem ruðst var í heimildarleysi inn á dvalarstað mótmælenda, hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins og meintar símahleranir, svo eitthvað sé nefnt. Einnig kanni hópurinn sannleiksgildi þess þráláta orðróms að lögreglan hafi stundað umfangsmikla, tilefnislausa og óheimila söfnun persónuupplýsinga, myndatökur og fleiri athafnir sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs manna og ferðafrelsi.
Starfshópinn skipi fulltrúar frá lagadeild Háskóla Íslands, Hæstarétti, Lögmannafélagi Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands auk fulltrúa dómsmálaráðherra, sem verði formaður hópsins. Hópurinn skili niðurstöðu til ráðherra eigi síðar en 1. júlí 2007.
Read More
nóv 17 2006
Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Náttúruvernd
Andspyrna.org
Þegar vandamál koma upp í lýðræðislegu samfélagi þannig að fólki finnst vegið að frelsi sínu eða réttlætiskennd sinni misboðið, er fyrsta hugsun flestra að ríkisstjórnin eigi að gera eitthvað í málinu. Þegar hinsvegar þessi sama ríkisstjórn eða einhver stofnun hennar bera ábyrgð á óréttlætinu er hugað að kosningum – að kjósa betur næst – vitandi að í grundvallaratriðum mun það ekki breyta neinu. Read More
ágú 14 2006
Hlutdrægni fjölmiðla, Kárahnjúkar, Kúgun, Landsvirkjun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Morgunblaðið, Náttúruvernd, Saving Iceland
Ég hef ekki lagt það í vana minn að lesa hinn nafnlausa dálk sem kallast „Staksteinar“ í Morgunblaðinu. Þessi skrif sem eru á ábyrgð ritstjóra Morgunblaðsins Styrmis Gunnarssonar eru nefninlega gjarnan svo vandræðaleg og full af bulli að óþarfi er að leggja sig niður við að lesa eindálkinn. Þegar maður sér hinsvegar sjaldan Morgunblaðið og eitt eintak berst svo í hendurnar á manni til Berlínar, fellur maður í þá gryfju að lesa blaðið helst upp til agna og svo fór með mig og Moggann frá fimmtudeginum 10. ágúst. Þar fer hinn ónafngreindi Staksteinahöfundur mikinn við að lýsa ógurlegri vandlætingu sinni á „öfgafullum“ náttúruverndasinnum (sem eru víst útlenskir í þokkabót).
Þetta fólk hefur verið að mótmæla mesta slysi íslandssögunnar af manna völdum: Kárahnjúkavirkjun. Hinn nafnlausi höfundur Staksteina bendir lögreglunni á að „spila“ ekki uppí hendurnar á mótmælendum, því það sé einmitt það sem þeir vilji. Svo er haldið áfram í dálkinum að telja upp hvað þessi virkjun sé ofboðslega lögleg og að yfirgnæfandi meirihluti alþingismanna hafi samþykkt hana og svo framvegis.
Friðsamleg mótmæli Read More
ágú 10 2006
Kárahnjúkar, Kúgun, Landsvirkjun, Laws, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Náttúruvernd, Saving Iceland, Spilling
Einar Rafn Þórhallsson
Morgunblaðið
Ágúst 2006
Undanfarin misseri hefur lögreglan verið með mjög mikla löggæslu á hálendinu, nánar tiltekið norðan Vatnajökuls á svonefndu Kárahnjúkasvæði. Þar er mesta hitamálið Hálsalón sem er 57 ferkílómetrar að stærð og mun rafmagnsframleiðslan af þessum virkjanaframkvæmdum renna óskipt í að knýja álver Alcoa í Reyðarfirði.
Þetta sumar hefur verið mikill ferðamannastraumur á svæðið norðan Vatnajökuls þar sem fólk vill sjá og njóta stórbrotinnar náttúru sem senn fer undir vatn. Einnig hefur safnast saman stór hópur af fólki, bæði íslensku og erlendu, til að mótmæla þessum framkvæmdum ríkisstjórnarinnar. Í júlí stóðu Íslandsvinir og Saving Iceland fyrir fjölskyldubúðum við Snæfell þar sem yfir 200 manns tjölduðu og sýndu hug sinn í verki. Búðunum lauk 31.júlí en staðfastur hópur hélt áfram að mótmæla. Allan tímann hefur lögreglan haft mikinn viðbúnað sökum mögulegra mótmæla.
Read More