'Lýðræðishalli'
Tag Archive
mar 24 2011
ALCOA, Energy Prices, Greenland, Impregilo, Kárahnjúkar, Landsvirkjun, Lýðræðishalli, Workers Rights
Bergur Sigurðsson
Fyrir nokkrum árum fóru námufyrirtækin í auknu mæli að beina sjónum sínum að auðlindum á Grænlandi. Nú, þegar liðið er á annað ár frá því Grænlendingar fengu sjálfræði yfir auðlindum sínum, æsast leikar og hreint út sagt skuggalegar hugmyndir um félagsleg undirboð eða „social dumping“ skjóta upp kollinum. Alcoa er meðal þeirra fyrirtækja sem horfa til Grænlands í leit að ódýrri orku. Ódýr orka ein og sér virðist hins vegar ekki duga til þess að standa undir fjárfestingunni og nú verður vart við þrýsting um að grænlensk stjórnvöld setji löggjöf til að rýra starfskjör á uppbyggingartímanum þannig að hægt verði að láta t.d. kínverska iðnaðar- og verkamenn vinna á kínverskum kjörum. Til upprifjunar er rétt að minna á að hér á landi fóru menn sínu fram í þessum efnum án lagastoðarinnar sem sóst er eftir í Grænlandi, sbr. meðferð Impregilo á erlendum verkamönnum við Kárahnjúka, og mátti Landsvirkjun vita að það yrði tilfellið þegar tilboðinu var tekið. Read More
mar 04 2011
Landsvirkjun, Lýðræðishalli, Spilling, Þjórsá
Yfirlýsing samþykkt einróma af opnum fundi 2. mars 2011:
Í ljósi þess að umhverfisráðuneytið hefur nú staðfest skipulag Flóahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps þar sem gert er ráð fyrir byggingu Urriðafoss- og Hvamms- og Holtavirkjunar, vilja náttúruverndarsamtökin Sól á Suðurlandi skora á stjórnvöld að gefa út yfirlýsingu um að ekki verði virkjað í neðri Þjórsá í óþökk almennings.
Sól á Suðurlandi vill að endanlega verði slegin af áform um virkjanir í neðri Þjórsá til að binda enda á þann klofning og óvissu sem hefur ríkt í sveitarfélögum okkar um árabil vegna þeirra. Nauðsynlegt er að skorið verið úr um það með afgerandi hætti að ekki verði ráðist í þessar framkvæmdir. Með því yrði sköpuð sátt í samfélögum okkar og grónum bújörðum og villtri náttúru hlíft. Read More
mar 01 2011
Century Aluminum, ISAL, Landsvirkjun, Lýðræðishalli, Rio Tinto Alcan, Spilling, Þjórsá
Þann 2. mars mun Sól á Suðurlandi boða til samstöðufundar gegn virkjunum í neðri Þjórsá. Lagðar verða fram kröfur um að virkjanaáform í neðri Þjórsá verði slegin af og sátt sköpuð í samfélögum sem hafa um árabil verið klofin vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda.
Auk talsmanna Sólar á Suðurlandi munu uppistandsstúlkurnar Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir stíga á stokk og hljómsveitin Mukkaló flytur tónlist. Read More
feb 20 2011
Kúgun, Lýðræðishalli, Lögregla @is, Mark Kennedy @is, Saving Iceland
Innanríkisráðuneytið hefur birt yfirlýsingu í framhaldi af
greinargerð okkar um Mark Kennedy málið þar sem því er neitað að Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri hafi tjáð Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra að Ríkislögreglan hafi ekki haft vitneskju um njósnir Mark Kennedy um Saving Iceland hreyfinguna og að þeir hafi ekki haft neitt að gera með njósnarann eða yfirboðara hans, þ. e. bresku lögregluna. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins er Ríkislögreglan enn að vinna í málinu og skýrslunni (um mögulegt vitorð Ríkislögreglunnar í njósnum Breta) sem innanríkisráðherra pantaði. Ríkislögreglustjóri ku ekki enn vera kominn til botns í málinu.
Read More
feb 11 2011
1 Comment
Hlutdrægni fjölmiðla, Kárahnjúkar, Kúgun, Lýðræðishalli, Mark Kennedy @is, Ólafur Páll Sigurðsson @is, Saving Iceland
Í nýlegri greinaröð Guardian og fleiri fjölmiðla um lögreglunjósnarann Mark Kennedy hefur minniháttar hlutverk hans innan íslensku umhverfishreyfingarinnar verið ýkt. Þessar ýkjur hafa jafnvel gengið svo langt að segja að hann hafi verið mikilvægur hlekkur í stofnun hennar. Þetta þjónar ef til vill því markmiði að gera fréttamat úr sögu Kennedy en er í raun della. Fyrir nokkrum vikum sendi Saving Iceland útskýringar lið fyrir lið til Guardian þar sem bent var á rangfærslur í umfjöllun blaðsins. Þrátt fyrir þetta hefur blaðið enn ekki leiðrétt þær fyrir utan takmarkaðan fyrirvara í grein Ameliu Hill sem ber nafnið „Mark Kennedy var í lykilhlutverki við stofnun íslensku náttúruverndarhreyfingarinnar“ en þar kemur fram að: „Saving Iceland […] vefengir hversu mikið viðriðinn Kennedy var“.
Í fleiri greinum þar sem rætt er um þátttöku Mark Kennedy í breskum hreyfingum vitnar Guardian nokkrum sinnum í breska aktívista sem halda því fram að Kennedy hafi ekki tekið þátt í skipulagi né komið að ákvarðanatöku hreyfinganna. Hins vegar hafi hann tekið þátt sem bílstjóri og verið drífandi þegar kom að daglegum „reddingum“. Einn heimildarmaður hélt því jafnvel fram við Guardian að Kennedy hafi „ekki verið álitinn beittasti hnífurinn í skúffunni“ (að hann stígi ekki í vitið). Fullyrðingar Guardian um meint mikilvægi hans innan Saving Iceland vekja því furðu, svo vægt sé til orða tekið. Read More
jan 31 2011
2 Comments
Hrunið, Kúgun, Lýðræðishalli, Sigmundur Einarsson @is, Spilling
Sigmundur Einarsson
Mér ofbýður hvernig níu einstaklingar sæta nú ofsóknum af hálfu okkar sem lítum á okkur sem íslenska þjóð. Ríkissaksóknari krefst fangelsisvistar fyrir málamyndasakir tengdar búsáhaldabyltingunni. Þetta er fólk sem hefur það eitt til saka unnið að hafa verið óánægt með stöðu mála í þjóðfélaginu þegar efnahagskerfið hrundi og hafði kjark til að tjá skoðanir sínar opinberlega. Hvernig í ósköpunum getur það gerst að ríkissaksóknari fari þannig offari gegn venjulegu fólki í nafni íslensku þjóðarinnar? Æðsti handhafi ákæruvalds í landinu hefur sýnilega misskilið hlutverk sitt. Read More
jan 28 2011
Helga Tryggvadóttir, Kúgun, Lýðræðishalli, Lögregla @is, RVK-9
Helga Katrín Tryggvadóttir
Hugsandi.is
There is still value, I believe, in attempting to „speak truth to power“.
Þetta sagði mannfræðingurinn Nancy Scheper-Hughes og átti þá fyrst og fremst við að það væri skylda mannfræðinga að segja sannleikann frammi fyrir valdinu. En þessi orð eiga ekki bara við um mannfræðinga, heldur okkur öll. Það er mikilvægt að við sammælumst um það að frammi fyrir óréttlæti sé nauðsynlegt að þegja ekki. Með því að þegja, og líta undan, erum við í raun að samþykkja það og í því felst möguleikinn á glötun mannkyns. Read More
jan 21 2011
2 Comments
Kúgun, Lýðræðishalli, Lögregla @is, Mark Kennedy @is, Repression, RVK-9, Saving Iceland
Freedomfries
Það er löngu kominn tími til að við Íslendingar tökum til endurskoðunar hvernig rætt er um aktívista almennt og sérstaklega umhverfisaktívista. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að þessi umræða hefur einkennst af ákveðinni móðursýki og fórdómum. Fyrir nokkrum árum var mikið talað um „atvinnumótmælendur“ – og í kommentakerfum og á moggablogginu er alltaf hægt að ganga út frá því sem vísu að finna einhverja kjána sem þykjast vita allt um að vestrænum samfélögum stafi alvarleg ógn af öllum þessum ungmennum – að hér séu á ferð hættulegir róttæklingar sem séu allt eins líklegir til að grípa til ofbeldisverka til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Read More
sep 16 2010
Hagfræði, Helguvík, Helguvík @is, Hrunið, HS Orka, HS Orka@isl, Jarðhiti, Lýðræðishalli, Rio Tinto, Spilling, Stíflur, Stíflur @is, Stóriðja
Andri Snær Magnason
Það er einsdæmi í veröldinni að þjóð drekki fyrirtækjum sínum í skuldir til þess að tvöfalda orkuframleiðslu og tvöfalda hana aftur með tilheyrandi raski, segir Andri Snær Magnason í grein um græðgi og geðveiki. Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt.
Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Stundum blindar umræðan okkur og þá getur verið ágætt að prófa að tala um hlutina á útlensku til að sjá þá í nýju ljósi. Prófið til dæmis að segja einhverjum að hér hafi einn ríkisbanki verið seldur með láni frá hinum ríkisbankanum og öfugt. Þannig hafi þeir verið afhentir mönnum nátengdum ríkjandi stjórnmálaflokkum. Framkvæmdastjóri annars flokksins varð formaður bankaráðs í öðrum bankanum á meðan fyrrverandi viðskiptaráðherra hins flokksins var einn þeirra sem fékk hinn bankann. Sá maður hafði aðgang að öllum upplýsingum um stöðu bankans. Í millitíðinni varð þessi fyrrverandi viðskiptaráðherra hins vegar seðlabankastjóri. Hann flaug til Ameríku og gerði Alcoa tilboð sem fyrirtækið gat ekki hafnað. Þannig var hann búinn að tryggja mestu stórframkvæmdir Íslandssögunnar og stóraukin umsvif bankans sem hann var að enda við að selja sjálfum sér. Read More
ágú 31 2010
Báxít, Guðmundur Páll Ólafsson, Guðmundur Páll Ólafsson @is, Hrunið, HS Orka, Lýðræðishalli, Mengun, Náttúruvernd, Orkustofnun, Orkuveita Reykjavíkur, Rio Tinto, Spilling, Stóriðja, Suðurnes
Guðmundur Páll Ólafsson
… og svo sprakk dýnamítið og grjót og mold þyrlaðist yfir alla en áin söng á ný. Laxá var frjáls.
Einhvern veginn svona hljómaði lýsing af sprengingunni í Miðkvísl við Mývatnsósa þegar ólögleg stífla Laxárvirkjunar var rofin. Ég vildi að ég væri sekur og hefði átt virkan þátt í verknaðinum. En jafnvel þótt fyrrum formaður stjórnar Laxárvirkjunar lýsti því í ævisögu sinni, Sól ég sá, að ég hefði aðstoðað sprengjumenn þá var ég því miður erlendis þegar lýðræðissprengjan sprakk. Read More