'Lýðræðishalli' Tag Archive

ágú 12 2010

Ákall Saving Iceland!


Takið þátt í baráttunni gegn iðnvæðingu einhverra sérstæðustu náttúrusvæða Evrópu og grípið til beinna aðgerða gegn stóriðju!

Baráttan fram að þessu

Baráttan heldur áfram til varnar stærstu ósnortnu víðernum Evrópu. Síðastliðin fimm ár hafa sumarbúðir beinna aðgerða á Íslandi beinst gegn álbræðslum, risastíflum og jarðgufuvirkjunum. Eftir þá skelfilegu eyðileggingu sem fylgdi byggingu stærstu stíflu Evrópu við Kárahnjúka og mikilla jarðgufuvirkjana í Hengli, er enn tími til að rjúfa „snilldaráætlun“ valdhafa um stíflur í öllum stærstu jökulánum, gernýtingu allra helstu háhitasvæðanna og byggingu álvera, olíuhreinsistöðva, gagnavera og sílikonverksmiðja. Þessar framkvæmdir myndu ekki aðeins eyðileggja einstakt landslag og vistkerfi, heldur einnig hafa í för með sér stórfellda aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Read More

júl 18 2010
7 Comments

Áskorun til stjórnvalda!


Undirskriftarsöfnun hefur verið gangsett sem ætlað er að slá vörnum um orkuauðlindir landsins. Hana má finna á vefslóðinni http://orkuaudlindir.is/

Eftirfarandi er tilkynningin frá umsjónarhópi söfnunarinnar:

Innan fárra daga er áætlað að endanlegur samningur um kaup Magma Energy Sweden AB á HS Orku verði samþykktur. MES fær þar með einkarétt á nýtingu dýrmætra og mikilvægra auðlinda okkar til næstu 65 ára með framlengingarmöguleika til annarra 65 ára! Fyrirtækið kaupir þennan aðgang að auðlindum okkar mjög ódýrt miðað við önnur lönd, í óvenju langan tíma miðað við önnur lönd og á kjörum sem virðast að öllu leyti kaupandanum í hag en seljanda í óhag. Færð hafa verið rök fyrir því að salan sé óumflýjanleg þar sem við verðum að fá erlenda fjárfesta inn í landið til þess að styrkja atvinnuuppbyggingu. Staðreyndin er hinsvegar sú að Magma Energy fær stærsta hluta kaupverðsins að láni innanlands – á kjörum sem standa öðrum fyrirtækjum af einhverjum ástæðum ekki til boða. (sjá nánar hér). Read More

apr 21 2009

Saving Iceland fagnar táknrænum skellum á stóriðjuflokkana


Ólafur Páll Sigurðsson

Saving Iceland fagnar þeim táknrænu skellum sem stóriðjuflokkarnir þrír fengu í formi græns skyrs í gærdag.

Samkvæmt öruggum heimildum Saving Iceland voru aðgerðirnar gerðar af þremur mismunandi hópum, en ekki einum, eins og háðar fréttastofur hafa talið. Saving Iceland er einnig kunnugt um að aðgerðasinnarnir séu allir Íslendingar. Þetta gefur til kynna að um sé að ræða öflugan hóp aðgerðasinna sem beitir sér gegn stóriðjustefnunni hér á landi. Saving Iceland lýsir yfir fullum stuðningi við hópinn.

Þau öfl sem standa á bakvið Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna hafa gerst sek um alvarleg landráð með stóriðjustefnu sinni. Af kosningaáróðri þeirra er ekki að ráða að flokkarnir hafi á nokkurn hátt lært þær lexíur um áhrif stóriðjuþenslu sem þeir hefðu átt að geta lært af efnahagshruninu.

Um leið og gengdarlaus græðgisvæðing þessara flokka hefur haft í för með sér gríðarlegar og óafturkræfar skemmdir á einstæðri náttúru landsins hefur þessi stefna ekki síður skaðað íslenskt samfélag. Valdníðslan og þöggunin sem beitt var í Kárahnjúkamálinu hefur nú þegar dregið mikinn dilk á eftir sér. Þessir sömu stjórnmálaflokkar og standa að baki Kárahnjúkavirkjunar ætla nú að viðhalda sömu stefnu og óþokkabrögðum í því skini að klekja á upplýstu lýðræðislegu ákvarðanaferli um nýtingu auðlinda landsins. Read More

feb 13 2009

Úlfur í gjaldeyrissjóðsgæru


Hvað er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn?

World Bank (WB) og International Monetary Fund (IMF), eða Heimsbankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, eru fjármálastofnanir sem voru stofnaðar árið 1944 með mjög skýrt markmið: að standa saman að uppbyggingu og endurbyggingu eftir seinni heimsstyrjöld og að lána reiðufé til landa í fjárhagserfiðleikum.

Fljótega byrjuðu þessar stofnanir að sníða skilyrðin fyrir aðstoð, að aðstæðum í lántökulöndunum. Yfirleitt snerust þessi skilyrði um einkasamninga við erlend fyrirtæki, oftast bandarísk, um framkvæmd uppbyggingar, ásamt brunaútsölu ríkisfyrirtækja, sem voru þá keypt upp af erlendum aðilum með hagvöxt að leiðarljósi en ekki hag fólksins. Yfirleitt hefur þetta leitt til lækkunnar launa, hækkaðs verðs á vörum og þjónustu, yfirtöku auðlinda og gereyðingu lífsgæða í viðkomandi landi.

Skilyrðin eru að meðaltali 114 og eru í megindráttum eins fyrir öll lönd, en þó alltaf sveigð aðeins til eftir aðstæðum og auðlindum hvers lands. Nokkur atriði eru þó eins í öllum tilfellum. Viðskiptahömlur og verndartollar eru fjarlægðir, þjóðarbúið selt í hendur erlendra fjárfesta, velferðarkerfið skorið verulega niður og vinnumarkaðurinn gerður sveigjanlegur (sem í reynd þýðir að leggja niður stéttarfélög). Read More

júl 15 2008

Róttækar aðgerðir og atvinnumótmælendur


Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Morgunblaðið, 15. Júlí 2008

Sl. sunnudag fjallaði staksteinahöfundur Morgunblaðsins um Saving Iceland-hópinn, undir titlinum „Aðgerðahópar og sellur“. Hann sagði frá aðgerðabúðum hópsins á Hellisheiði og setti fram lista yfir hegðun sem búast mætti við af þeim sem taka þátt í aðgerðum hópsins í sumar, þ.e. ,,reyna að mana lögregluna í slag, hlekkja sig við það sem hendi er næst, vinna minni háttar skemmdarverk, trufla löglega starfsemi fyrirtækja eða almenna umferð“. Samkvæmt honum er þetta hegðun sem einkennt hefur starfsemi hópsins síðustu árin.

Við hjá Saving Iceland beitum beinum aðgerðum og borgaralegri óhlýðni í aðgerðum okkar gegn kapítalisma í formi stóriðjuvæðingar Íslands – því neitum við ekki. Við hlekkjum okkur hins vegar ekki við það sem hendi er næst, heldur vinnuvélar sem notaðar eru við eyðileggingu náttúrunnar. Þannig stöðvum við eyðilegginguna tímabundið. Það dettur engum í hug að læsa líkama sinn við stærðarinnar vinnuvél ,,af því bara,“ – baráttuvilji og hugsjónir eru þar að verki.

Read More

apr 20 2008
3 Comments

Stofnandi Saving Iceland ákærður af íslenskri lögreglu


Mánudaginn 21. apríl 2008 kemur stofnandi Saving Iceland, Ólafur Pall Sigurðsson fyrir héraðsdóm Austurlands ákærður fyrir eignaspjöll. Ákæran er til komin vegna atburða í mótmælabúðunum við Snæfell í júlílok 2006.

Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér. Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu.
Read More

jan 07 2008

‘Af grunngildum samfélagsins’ eftir Miriam Rose


miriam-roseHöfundur flutti erindið á umræðufundi um „grunngildi samfélagsins“ sem haldinn var í Reykjavíkur Akademíunni 20. nóvember árið 2007.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig: Ég heit Miriam Rose, og er aðgerðasinni og umhverfisfræðingur frá Bretlandi. Ég var beðin um að tjá mig hér um reynslu mína af grunngildum íslensks samfélags, byggt á viðtali sem ég var í við Kastljós í október, eftir að mér var hótað með brottvísun úr landi vegna aðildar minnar að aðgerðum gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnar ykkar. Í bréfinu sem ég fékk, þar sem farið var fram að mér yrði vísað úr landi, stóð að ég ætti á hættu að vera brottræk gerð frá Íslandi í þrjú ár, enda væri hegðun mín �ógnun við grunngildi samfélagsins�.
Read More

des 16 2007

Ólafur Páll Sigurðsson í ‘Upp og ofan’ (Viðtal)


Jón Ólafsson (JÓ) ræðir við Ólaf Pál Sigurðsson (ÓPS) umhverfisverndarsinna og stofnanda samtakanna Saving Iceland í þættinum Upp og ofan á Rás 1. 16. desember, 2007.

Jón Ólafsson:
Góðir hlustendur, ég hef í haust fengið til mín fagfólk sem oftast hefur verið tengt einhverjum háskóla landsins og verið að fást við hluti sem að mér hafa fundist að tengdust bæði háskólasamfélaginu og líka pólitík. Í dag, í þessum síðasta þætti mínum, hef ég fengið hingað mann sem er ekkert tengdur háskólasamfélaginu en hins vegar mjög tengdur pólitík eða pólitískum aðgerðum en það er Ólafur Páll Sigurðsson, menntaður bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður en nú aðallega þekktur aktífisti og margir tengja hann væntanlega við samtökin Saving Iceland.
Read More

sep 28 2007

Þarfar ábendingar til íslenskra fréttamanna um mótmæli!


natturuvaktin.jpgNáttúruvaktin.com

 

Tilefni mótmæla er aðalatriðið!

a. Hverju er verið að mótmæla?
b. Kannið málið
c. Eru áhyggjur mótmælenda réttmætar?
d. Kannið málið
e. Ef þið kannist ekki við neitt…
f. …er kominn tími til að kanna málið!

Mótmæli eru tjáning nauðsynleg lýðræðinu þegar allt annað þrýtur

1. Kynnið ykkur málið
2. Lesið á mótmælaspjöld og/eða -borða
3. Hlustið eftir slagorðum
4. Lesið fréttatilkynningar ef til eru
5. Hví er mótmælt akkúrat þann daginn?
6. Ef um fjöldamótmæli er að ræða, berið saman tölur lögreglu og mótmælenda sjálfra um fjölda mótmælenda og gefið hvort tveggja upp við umfjöllun
7. Þegar mótmælin eru táknræn, lesið í þau
8. Leitið ekki eingöngu að „þekktum“ andlitum
9. Leggið spurningar fyrir þá sem ábyrgir eru fyrir því sem verið er að mótmæla, sem og mótmælendur
10. Athugið, mótmæli eru alltaf til að vekja athygli á einhverju

= Fjölmiðlar eru mikilvægt mótvægi valds í lýðræðisríki

ágú 04 2007

‘Atvinna í boði’ eftir Önnu Björk Einarsdóttur


auglysingVar uppspunnin auglýsing eftir atvinnumótmælendum heimildin á bak við frétt ríkissjónvarpsins um að atvinnumótmælendur fái greitt fyrir störf sín? Einn af höfundum auglýsingarinnar spyr í eftirfarandi grein og veltir fyrir sér viðhorfum til mótmælenda. 

 

Menningarblað/Lesbók
Laugardaginn 4. ágúst, 2007

Nennir þetta fólk ekki að vinna?! „Þegar umræðan um atvinnumótmælendur er skoðuð kemur fljótt í ljós þversögn því að á sama tíma og forskeytið atvinna er notað í niðrandi tón um mótmælendurna eru þeir sífellt sakaðir um að nenna ekki að leggja stund á atvinnu.“

Var uppspunnin auglýsing eftir atvinnumótmælendum heimildin á bak við frétt ríkissjónvarpsins um að atvinnumótmælendur fái greitt fyrir störf sín? Einn af höfundum auglýsingarinnar spyr í eftirfarandi grein og veltir fyrir sér viðhorfum til mótmælenda.

„Atvinnumótmælendur vantar núna. Reynsla æskileg en allir velkomnir. Borgað samkvæmt taxta, bónus fyrir kranaklifur. Sendið umsókn á atvinnumotmaelandi@gmail.com.“

Þessi smáauglýsing birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is fimmtudaginn 26. júlí. Sama kvöld var því slegið upp í kvöldfréttum RÚV að mótmælendur á vegum Saving Iceland fengju greitt fyrir þátttöku í aðgerðum og jafnvel aukalega fyrir handtökur. Ekki fylgdi sögunni hver stæði á bak við greiðslur til mótmælenda né hversu háar fjárhæðir væri um að ræða.

Read More

Náttúruvaktin