'Mengun' Tag Archive

okt 26 2014

Ál-land


Inga M. Beck

Þann 15. mars árið 2003 komu saman nokkrir mikilvægir ráðamenn Íslendinga ásamt erlendum viðskiptamönnum til að skrifa undir samninga. Það gerðu þeir í litlum skreyttum íþróttasal úti á landi undir vökulum augum myndavéla, fréttamanna og eflaust meirhluta bæjarbúa. Ég og mín fjölskylda vorum ekki á meðal áhorfenda.

Ég ólst upp á litlum sveitabæ við lítið þorp á litla Íslandi. Ég hafði lítinn áhuga á því sem gerðist utan minna heimahaga. Pólitík var eitthvað sem maður pældi aðeins í eftir fimmtugt.  Mínir draumar voru smábæjardraumar. Ég elskaði sveitina mína og ég elskaði smábæinn minn, fólkið þar og tilveru okkar allra. Mig dreymdi um að eiga litla verslun þar sem konurnar í bænum gætu keypt sér garn og efni og allskonar föndurdót. Þar vildi ég líka hafa örlitla saumastofu þar sem ég gæti saumað falleg ný föt úr gömlum eða hjálpað þeim sem ekki voru lagnir í höndunum að gera við föt. Mig langaði líka að eiga bókabúð, bókasafn eða lítið smíðaverkstæði þar sem ég gerði við gömul falleg húsgögn frekar en að smíða ný. Mig langaði að fara á sjó, eiga hund, vinna í frystihúsinu, vera hestamaður og eignast kannski, þegar ég kysi að verða fullorðin, eina stelpu sem gæti skyrpt lengra en allir strákarnir í bekknum, gengi í gúmmístígvélum og tæki í lurginn á stríðnispúkum. Peningar voru aukaatriði, ég hafði jú alltaf unnið fyrir mínum mat og þaki yfir höfuðið, gengið í fötum af eldri systkinum mínum og fermingargreiðsluna borgaði ég fyrir með eggjum. Mér datt aldrei í hug að ég þyrfti að eiga peninga því samkvæmt foreldrum mínum voru þeir hvort eð er aldrei til, en samt virtumst við hafa það fínt. Read More

apr 04 2013

Krýsuvík — Náttúrufórnir í fólkvangi


Saving Iceland bendir lesendum sínum á nýja heimildamynd Ellerts Grétarssonar, Krýsuvík — Náttúrufórnir í fólkvangi, sem forsýnd var í byrjun þessa árs og hefur nú verið gerð öllum aðgengileg á netinu.

Um myndina segir:

Krýsuvík er innan Reykjanesfólkvangs og er eitt vinsælasta útivistarsvæðið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Til stendur að fórna þessu svæði undir orkuvinnslu sem hafa mun gríðarleg áhrif á ásýnd þessarar náttúruperlu og um leið eyðileggja gildi hennar fyrir útivist og ferðamennsku.

Í þessari heimildamynd Ellerts Grétarssonar, náttúruljósmyndara, er fjallað um Krýsuvíkursvæðið, sögu þess og jarðfræði. Varpað er ljósi á þau virkjanaáform sem uppi eru á svæðinu og hvaða áhrif þau munu hafa.

Ellert hefur ljósmyndað svæðið á ótal gönguferðum sínum undanfarin ár og kynnt sér vel náttúru þess. Í myndinni er brugðið upp fjölda mynda Ellerts af náttúruperlum svæðisins, sagt frá vinsælum gönguleiðum og fleiru áhugaverðu.

Sjá einnig ítarlega úttekt Saving Iceland á áhrifum fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda á Reykjanesinu hér og umfjöllun um umhverfis- og heilsufarsáhrif jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði hér.

maí 27 2012

Endurnýjanlegir orkugjafar en ósjálfbær nýting


Í apríl sl. kynntu umhverfis- og iðnaðarráðherra þingsályktunartillögu fyrir Rammaáætlun um vernd og virkjun jarðhita og vatnsafls á Íslandi. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að hinar umdeildu áætlanir Landsvirkjunar um byggingu þriggja virkjana í neðri Þjórsá verði settar í bið, en aftur á móti að hin einstöku jarðhitasvæði Reykjanesskagans verði virkjuð nánast öll sem eitt og svæðinu þar með breytt í samfellt iðnaðarsvæði. Síðustu vikur hefur tillagan verið í höndum Atvinnuvegarnefndar Alþingis, í ferli sem innihélt umsagnarferli þar sem meira en 300 umsagnir voru sendar inn af einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum.

Umsögnunum má í grófum dráttum skipta í tvennt eftir þeim sem þær senda og þau viðhorf sem í þeim birtast: Annars vegar er um að ræða einstaklinga og náttúruverndarsamtök sem fyrst og fremst mótmæla fyrrgreindum áætlunum um gjöreyðileggingu Reykjanesskagans; hins vegar er um að ræða fyrirtæki og stofnanir sem hafa beina hagsmuni af frekari stóriðjuvæðingu Íslands og krefjast þess að Rammaáætlun gangi í gegnum þingið óbreytt frá því að 2. áfangi starfshópa áætlunarinnar var kynntur á síðasta ári, en í honum var gert ráð fyrir virkjunum í Þjórsá sem og fleiri vatnsaflsvirkjunum sem ekki eru í þingsályktunartillögunni.

Ein af umsögnunum sker sig þó frá þessum hópum þar sem í henni er fjallað um orkuframleiðslu og náttúruvernd í stærra og lengri tíma samhengi. Saving Iceland birtir hér umsögnina sem skrifuð var af og send inn af Helgu Katrínu Tryggvadóttur, þróunarfræðingi og íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ég, undirrituð, finn mig knúna til að gera nokkrar athugasemdir í tilefni af umræðu Atvinnuveganefndar um rammaáætlun. Athugasemdir mínar snúa ekki að einstökum svæðum heldur af heildarhugmyndum um umfang og eðli verndar og nýtingar náttúrusvæða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrst var farið af stað með rammaáætlun og fer þekkingu og rannsóknum á orkunýtingu og náttúruvernd sífellt fram. Breytingar á samfélagsmynstri og viðhorfi fólks til náttúruverndar hafa einnig verið miklar síðan fyrstu drög að rammáætlun voru sett fram, þar sem áherslan á verndun náttúrusvæða verður sífellt háværari. Með þetta í huga er nauðsynlegt að taka tillit til þess að áhersla á náttúruvernd sé líkleg til að aukast enn fremur á komandi árum, og því er nauðsynlegt fyrir Atvinnumálanefnd að huga að því að þó einhver svæði séu sett í biðflokk, þá útilokar það ekki nýtingu síðar. Verði svæði hins vegar nýtt nú þegar er ekki hægt að vernda þau eftir á. Read More

nóv 21 2011
1 Comment

Eftirlit með neysluvatni íbúa á vegum stóriðju


Umhverfisvaktin við Hvalfjörð telur að draga megi í efa hreinleika neysluvatns sem fengið er af yfirborði Akrafjalls og hvetur bæjaryfirvöld á Akranesi til að vera á verði gagnvart mengun þess. Eftirlitsmenn á vegum stóriðjuveranna sjálfra sjá um mælingar á gæðum vatnsins.

Jóhanna Þorgrímsdóttir formaður Umhverfisvaktarinnar segir að í drögum að nýrri vöktunaráætlun sem nú er í meðferð Umhverfisstofnunar, leggi forsvarsmenn iðjuveranna á Grundartanga til að dregið verði úr mælingum ferskvatns þannig að í Berjadalsá fari mælingar fram einu sinni að sumri, um miðjan ágúst en þær hafa verið gerðar tvisvar á ári og alltaf yfir sumartímann. Hún segir fáránlegt ef það verði látið viðgangast þegar um er að ræða neysluvatn íbúanna, að stóriðjan sjálf sjái um að mæla einu sinni á ári, og á þeim tíma þegar hættan af mengun sé minnst. Þarna sé í húfi neysluvatn þúsunda íbúa og vatn sem sé notað við framleiðslu matvæla. Það hljóti að vera sjálfsagt að mengunarmælingar fari fram allan ársins hring.

Útblástur nemur þúsund tonna

Umhverfisvaktin telur útblástur mengandi efna frá iðjuverunum á Grundartanga nema þúsundum tonna árlega. Við ákveðnar aðstæður svo sem í suðaustan átt, við útsleppi úr reykhreinsivirkjum, þegar mengunarslys eiga sér stað og þegar snjóa leysir sé sérstök ástæða er til að hafa varann á.

Í ályktun frá  Umhverfisvaktinni er skorað á Umhverfisráðherrra að hefja nú þegar undirbúning þess að flytja ábyrgð á umhverfisvöktun vegna mengunar frá iðjuverunum á Grundartanga frá forsvarsmönnum iðjuveranna, í hendur til þess bærrar opinberrar stofnunar.

Umhverfisvaktin er náttúruverndarsamtök Hvalfjarðar og nágrennis en Ragnheiður Þorgrímsdóttir segir að augu samtaka beinist að sjálfsögðu að stóriðjunni á svæðinu enda séu það brýnasta verkefnið. Fyrsti aðalfundur samtakanna var haldinn 15.nóvember en þar var samþykkt að skora á sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að falla frá frekari stækkun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga og bent á þá ,,óhugnanlegu staðreynd að innan þynningarsvæðis fyrir flúors og brennistein sé starfrækt fóðurframleiðsla fyrir landbúnaðarframleiðslu og öll aukning á mengandi efnum í kælilofti fóðurstöðvarinnar stefni rekstri hennar í enn frekara óefni.“ Read More

nóv 09 2011
1 Comment

Frá Síberíu til Íslands: Century Aluminum, Glencore International og skuggaveröld námuvinnslu


Sérstök samantekt fyrir Saving Iceland, eftir Dónal O’Driscoll

Formáli

Fyrirtækið Glencore er aðaleigandi Century Aluminum sem á eitt starfandi álver á Íslandi og annað hálfbyggt. Ísland er þannig aðalframleiðsluland áls fyrir Century. Hverjir standa að baki Glencore og hvaða þýðingu hefur það fyrir Ísland? Í þessari grein er fjallað um þennan stærsta hrávörumiðlara heims síðan Enron var og hét. Myndin sem dregin er upp sýnir bæði umfang og eðli áhrifa Glencore á heimsmörkuðum fyrir málma, korn, kol og olíu – fyrirtækið getur stjórnað verðmyndun svo að fáir útvaldir hagnast gríðarlega meðan almenningur tapar. Greinin varpar ljósi á þéttriðið tengslanet milli Glencore og nokkurra stærstu námufyrirtækja heims, tengsl sem felast í sameiginlegu eignarhaldi á öðrum fyrirtækjum og því að sömu aðilar eiga sæti í stjórnum fyrirtækjanna. Sagt er frá helstu hluthöfum í Glencore, sem sumir hverjir eiga stærri hlut persónulega en stofnanafjárfestar. Meðal þessara hluthafa má nefna fjárfestinn Nathaniel Rothschild sem á rúmar 40 milljónir dala í Glencore og er auk þess persónulegur vinur þeirra Peter Mandelson (breskur stjórnmálamaður og fyrrverandi viðskiptafulltrúi Evrópusambandsins) og George Osborne, núverandi fjármálaráðherra Bretlands.

Í greininni er ennfremur lýst mannréttindabrotum og umhverfisspjöllum sem skrifa má á reikning Glencore. Þar má fremst telja morðið á leiðtoga Maya indíána í Guatemala, Adolfo Ich Chamán, árið 2009. Adolfo hafði mótmælt framkvæmdum Glencore í Guatemala meðan Peter Jones var framkvæmdastjóri fyrirtækisins (Jones situr enn í stjórn Glencore). Færð eru rök fyrir því að Glencore hafi fleiri umhverfisspjöll og mannréttindabrot á samviskunni en flest önnur námafyrirtæki, enda hikar fyrirtækið ekki við að eiga í viðskiptum þar sem aðrir halda sig fjarri, t.d. í Kongó og Mið-Asíu ríkjum. Sem dæmi má nefna að Glencore stundaði viðskipti við Írak í tíð Saddam Hussein og við Suður-Afríku aðskilnaðarstefnunnar – bæði löndin voru undir alþjóðlegu viðskiptabanni. Marc Rich, stofnandi Glencore, átti í viðskiptum með íranska olíu þrátt fyrir viðskiptabann Bandaríkjamanna á landið. Þessi viðskipti urðu til þess að Rich var ásakaður um innherjaviðskipti og skattsvik og flúði hann því Bandaríkin árið 1983. Hann var fyrir vikið eftirlýstur af FBI og var á tímabili einn af 10 mest eftirsóttum glæpamönnum Bandaríkjanna, eða þar til Bill Clinton náðaði hann. Glencore er enn rekið af tveimur helstu samstarfsmönnum Richs.

Read More

Síður: 1 2

ágú 17 2011

Hjálmar Sveinsson og Paul Watson


Sigurbjörn Hjaltason
Kiðafell í Kjós

Faxaflóahafnir fara offari í skipulagsmálum í Hvalfirði. Fyrir síðustu kosningar náðist víðtæk sátt um nýtt aðalskipulag í Hvalfjarðarsveit og þar á meðal á Grundartanga. Eftir kosningar varð hinn rómaði og djúpi umhverfissinni og Reykvíkingur, Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna. Hans er minnst sem frjós útvarpsmanns sem ánægja var að hlusta á, ekki síst fyrir afstöðu hans sjálfs til umhverfis- og skipulagsmála.

En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Undir stjórnarformennsku hans hjá Faxaflóahöfnum, eftir kosningar, óskuðu Faxaflóahafnir eftir því að iðnaðarsvæðið á Grundartanga yrði stækkað um 70.000 fermetra svo koma mætti þar fyrir mengandi iðnaði. Sveitarfélagið, með stjórnarmann í Faxaflóahöfnum sem oddvita hreppsnefndar í fararbroddi, náði að koma breytingunni, sem nú er til úrskurðar hjá innanríkisráðuneytinu, í gegn með vafasömum hætti. Um 50 aðilar gerðu athugasemdir við óskaðar breytingar Faxaflóahafna án þess að nokkurt tillit væri til þeirra tekið. Og ekki nóg með það: deiliskipulag var auglýst við aðalskipulagsbreytinguna áður en frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna rann út.

Manni finnst allt þetta vera svo algjörlega úr takti við það sem maður hélt að Hjálmar Sveinsson stæði fyrir; náttúran, skipulagsmálin, lýðræðið,áhrif fólksins og allt þetta smjatt og málskrúð, ár eftir ár, mánuð eftir mánuð og þátt eftir þátt.

 Umhverfisvaktin við Hvalfjörð er þverpólitískt félag sem stofnað var vegna vaxandi áhyggja aðstandenda þess af umhverfismálum í firðinum. Vefsíða félagsins er Umhverfisvaktin.is

jún 05 2011

Tugir manns rífa upp erfðabreyttar kartöflur


Róstur.org

Þann 29.maí hlupu tugir aktívista úr hreyfingunni Belgian Field Liberation Movement inn á tilraunareit í bænum Wetteren í Belgíu og náðu að rífa upp erfðabreyttar kartöflur og planta heilbrigðum í þeirra stað. Erfðabreytingar á plöntum eru bannaðar á svæðinu og braut því flæmska héraðsstjórnin gegn banninu. Tilraunastarfsemin er á vegum háskólans í Gent og eiturefnafyrirtækisins BASF. Tilraunastarfssemin ber heitið DURPH-potato og hefur kartaflan verið hönnuð til að verjast svokallaðari phytophtora veiki í kartöflum. Read More

maí 26 2011

Súrálsslys á Indlandi: Vedanta enn á ferð


Greinin birtist upphaflega á vefsíðunni Róstur sem því miður er ekki aðgengileg í dag.

Þann 16. maí sl. lak eitruð rauð leðja – efni sem verður til við súrálsframleiðslu – úr einum af leðjulónum breska námufyrirtækisins Vedanta í Odisha, Indlandi, og yfir í þorp sem stendur fyrir neðan lónið í hæðum Niyamgiri fjallsins. Leðjan, sem lak út í kjölfar mikils og þungs regns, slapp út um sprungu á veggjunum sem eiga að halda henni í lóninu og er þetta í annað sinn sem slíkt gerist á rúmum mánuði, í fyrra skiptið mengaði leðjan ár og tjarnir í nágrenninu. Þetta kemur sér illa fyrir Vedanta nú þegar einungis tveir mánuðir eru þangað til árlegur aðalfundur fyrirtækisins fer fram í London.

Frá þessu greinir breski jarðfræðingurinn Miriam Rose, sem nú er stödd á Indlandi og kom að staðnum sem um ræðir daginn eftir slysið, þann 17. maí. Í grein hennar, sem birtist á vefsíðu náttúruverndarhreyfingarinnar Saving Iceland, segir hún meðal annars að þrátt fyrir tilraunir starfsmanna Vedanta til að fjarlægja öll ummerki um slysið, hafi leðjan legið á víð og dreif þegar hún kom til þorpsins, auk þess sem tjörn í miðju þorpinu var eldrauð á lit. Vísað er í umfjöllum viðskiptablaðsins Wall Street Journal þann 18. maí um slysið þar sem vitnað er í heimamanninn Sunendra Nag. Hann segir mengunina, sem lekið hefur í Vansadhara ána, hafa leitt til þess að ómögulegt sé að drekka vatn árinnar lengur en fólk baði sig ennþá í henni vegna þess eins að því standi ekkert annað til boða. Afleiðingarnar séu augna- og húðsjúkdómar. Read More

apr 25 2011

Vítahringur láglaunahórunnar


Í síðustu viku hélt Landsvirkjun kynningarfund um virkajanáform sín næstu 15 árin. Fundurinn fór fram í samstarfi við Háskóla Íslands sem sá ekki ástæðu til að bjóða andmælanda að svara fullyrðingum Landsvirkjunar. Ósáttur háskólanemi ákvað að taka málin í eigin hendur og flytja óumbeðinn erindi sem birtist á Róstur.org

Í dag hefur kennslustofa verið yfirtekin. Hún hefur verið yfirtekin af einu stærsta fyrirtæki landsins sem hingað er komið í leit að nýrri kynslóð sölupjakka. Landsvirkjun er að kynna nýja hugmyndafræði sem er afar sérkennileg. Umhverfisvænar virkjanir sem framleiða græna orku. LV ætlar að setja upp 14 grasgrænar og náttúruelskandi virkjanir á næstu 15 árum og hefst nú hernaðurinn gegn landinu fyrir alvöru. Það mætti í raun kalla þetta hernaðinn gegn landsmönnum og -konum því hluti af hernaðinum er að sannfæra fólkið um skaðleysi þeirra á náttúruna. Það er ekki nóg að sannfæra fólkið í landinu því góður sölumaður verður að hafa trú á vörunni sem hann selur og verður að vera löggiltur söluaðili. Landsvirkjun er hingað komin í leit að sölupjökkum nýrra hugmynda en sömu skemmdarverka. Read More

mar 05 2011

Alcoa – Hvar verða nýju stíflurnar reistar?


Eftir Jaap Krater

Fyrir ekki svo löngu birti Skipulagsstofnun álit sitt á heildstæðu umhverfismati vegna fyrirhugaðs álvers Alcoa á Bakka og samhliða jarðvarmavirkjana við Kröflu og Þeistareyki. Þar koma fram mjög alvarlegar athugasemdir.

Að mati stofnunarinnar verða neikvæð umhverfisáhrif verkefnisins gífurleg og ómögulegt að draga úr þeim. Sautján þúsund hektarar óspillts lands munu verða fyrir skaða og losun gróðurhúsalofttegunda af völdum verkefnisins mun nema 14% af heildarlosun Íslands. Mikil óvissa ríkir um heildaráhrif þeirra jarðvarmavirkjana sem áætlað er að reisa, sérstaklega hvað varðar það hversu mikla orku er hægt að framleiða þar með sjálfbærum hætti. Loks kemur fram að ætlaðar orkuframkvæmdir dugi ekki til að knýja álverið því 140 MW vanti upp á.

Álit Skipulagsstofnunar staðfestir þrjá meginpunkta þeirrar gagnrýni sem við í Saving Iceland höfum haldið á lofti síðustu árin. Read More

Náttúruvaktin