'Mengun' Tag Archive

ágú 19 2007

‘Goðsögnin um álver við Húsavík I-II’ eftir Ragnhildi Sigurðardóttur


Hrafnabjargafoss Það er von mín að sem flestir taki afstöðu byggða á raunverulegum gögnum um hvort þeir telji þessar álvershugmyndir vera velígrundaða umhverfisvæna aðgerð sem verði öllum íbúum landsfjórðungsins til heilla og ánægju. Fyrir mér vekur umtal og áróður álverssinna hinsvegar upp margar spurningar, t.d.: “Hvenær verður múgsefjun að sannleika og hvenær verður tálsýn að veruleika?”

GOÐSÖGNIN UM ÁLVER VIÐ HÚSAVÍK I – ER ORKAN VIÐ BÆJARDYRNAR?

Margt hefur verið rætt og ritað um fyrirhugað álver ALCOA á Bakka við Húsavík. Hver framámaðurinn á fætur öðrum berst við að mæra hugmyndina og svo er nú komið að allir stjórnmálaflokkar nema Íslandshreyfingin og Vinstri grænir styðja uppbyggingu þess. Málatilbúnaður álversmanna er allur á eina vegu “nýtum orku í heimabyggð”, “Húsvíkingar eiga rétt á að fá álver”, “álverið nýtir eingöngu raforku sem aflað er við bakdyrnar á Húsavík”, “litlar línulagnir”, “aðeins áróður umhverfisverndarsinna að það eigi að virkja Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum”, “jarðhitaorka hefur lítil umhverfisleg áhrif”, “undirbúningsvinnan er sérlega vönduð”. Hvað skyldi hins vegar vera til í þessum fullyrðingum? Er eitthvað meira sem liggur hér að baki? Eru Húsvíkingar og viðkomandi stjórnmálamenn að æða áfram blindandi án þess að hafa kynnt sér staðreyndir málsins

Orkuöflun: Miðað við 250 þúsund tonna ársframleiðslu af áli þarf að reisa 550 MW virkjanir, sem framleiða um 3700 GWst á ári. Við undirritun viljayfirlýsingar um álver á Húsavík tilkynnti forstjóri ALCOA um áform sín að byggja strax 300 þúsund tonna álver (sem þarf 660 MW ), en Þingeyingar mega samt gera ráð fyrir að fyrirtækið geri kröfur um að minnsta kosti 500 þúsund tonna álver áður en yfir lýkur. Samkvæmt staðarvalsskýrslu Alcoa hyggst fyrirtækið ná orku frá:

1)Þeistareykjum (80 MW),
2)Kröflu I (100 MW),
3)Kröflu II (120 MW),
4)Bjarnarflagi (80MW),
5)Gjástykki (80 MW) og
6)Hrafnabjörgum (90 MW).

raflinur a nordurlandi

Að ofan: Hugmyndir Landsvirkjunar um lagningu raflína á Norðausturlandi (mynd frá Landsvirkjun)

Reisa þarf því 5 ný orkuver í Suður-Þingeyjarsýslu auk sem Krafla I verður nær tvöfölduð. Sum þessara svæða eru afar lítt rannsökuð og því óljóst um gæftir í orkuöflun. Spurningar sem vakna eru meðal annars þær: 1) ALCOA gerir ráð fyrir að fá alla núverandi orku Kröfluvirkjunar um 60 MW – sú orka er þegar seld þannig að einhversstaðar hlýtur að eiga að virkja til að fylla upp í orkuþörf landsnetsins. 2) Hvaðan á að ná í helmingi meiri orku fyrir stækkun álversins? 3) Af hverju eru álversmenn sannfærðir um að Skjálfandafljóti með Hrafnabjargafossi og Aldeyjarfossi verði ekki fórnað fyrir álverið, þrátt fyrir að ALCOA geri ráð fyrir Hrafnabjargavirkjun í staðarvalsskýrslunni? 4) Venjulega er gert ráð fyrir 30 ára líftíma jarðhitavirkjana, hvað tekur við að þeim tíma liðnum? Á þá álverið að pakka niður?

Orka við bæjardyrnar: Miðað við fyrsta áfanga álversins þarf að leggja raflínur sem liggja rúmlega 114 km frá Mývatnssveit og 64 km til viðbótar frá Hrafnabjörgum. Til að ná 300 þúsund tonna ársframleiðslu gæti þurft að ná í orku frá Villinganes- og Skatastaðavirkjunum, en raflínur frá þeim koma til með að liggja frá Skagafirði þvert yfir Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu alla leið til Húsavíkur – það er að segja ef Þingeyingar vilji ekki fórna meir af Skjálfandafljóti og ef Jökulsá á Fjöllum verði ekki fórnað. Hvaðan orkan fyrir 500 þúsund tonna álver á að koma er allsendis óljóst, en þarf að liggja fyrir áður en bygging álvers verður ákveðin.

Áhugasömum er bent á að kynna sér staðarvalsskýrslu ALCOA

GOÐSÖGNING UM ÁLVER VIÐ HÚSAVÍK II – ER ORKAN VIRKILEGA VÆN OG GRÆN?

Margt hefur verið rætt og ritað um fyrirhugað álver ALCOA á Bakka við Húsavík. Hver framámaðurinn á fætur öðrum berst við að mæra hugmyndina og svo er nú komið að allir stjórnmálaflokkar nema Íslandshreyfingin og Vinstri grænir styðja uppbyggingu þess. Málatilbúnaður álversmanna er allur á eina vegu “jarðhitaorka hefur lítil umhverfisleg áhrif”, “undirbúningsvinnan er sérlega vönduð”. Hvað skyldi hins vegar vera til í þessum fullyrðingum?

Mengun vatns frá jarðhitavirkjunum: Margt hefur verið ritað um mengun frá álverum. Má þar nefna krabbameinsvaldandi PAH efni sem berast með kerbrotum út í náttúruna og flúor, brennisteinssambönd og koltvísýring, sem berst út í andrúmsloftið. Minna hefur verið rætt um áhrifin frá jarðhitavirkjununum sjálfum. Fyrir utan augljóst rask á landi, eins og Sunnlendingar hafa orðið áþreifanlega varir við með tilkomu Hellisheiðarvirkjunar, þá er helsta mengun frá jarðhitavirkjunum á formi hávaða, útblásturs og affalsvatns. Í affalsvatni háhitasvæða eru helstu mengunarefnin brennisteinsvetni, arsenik, bór, kvikasilfur og aðrir þungmálmar eins og blý, kadmíum, járn, sink, mangan, en liþíum, ammóníak og ál er einnig stundum í skaðlegu magni. Af þessum efnum er arsenik sérstakt áhyggjuefni í jarðhitavökva á Mývatnssvæðinu, enda eitrað og hættulegt lífríkinu. Nauðsynlegt er að skoða til fullnustu hvort fimmföldun á orkuöflun í Mývatnssveit valdi skaða á lífríkinu í vatninu og umhverfi þess, en samanlögð umhverfisáhrif virkjananna hafa ekki verið metin.

Útblástur gróðurhúsalofttegunda: Miðað forsendur matskýrslna fyrir Kröflu og Bjarnarflag má gera ráð fyrir að 1300 tonn af koltísýringi (CO2)og 108 tonn af brennisteinsvetni (H2S) verði leyst út í andrúmsloftið fyrir hvert virkjað MW. Á tiltölulega afmörkuðu svæði og í nágrenni þéttbýlisins í Reykjahlíð koma til með að leysast út í andrúmsloftið 390 þúsund tonn af CO2 og rúm 32 þusund tonn af H2S á ári. Brennisteinsvetni er eitruð lofttegund, en styrkur þess má ekki fara yfir 10 ppm á vinnustöðun á Íslandi miðað við 8 tíma vinnudag. Við þetta bætist síðan útblástur frá Þeistareykjum og Gjástykki, en miðað við sömu forsendur og ef orkuforsendur staðarvalsskýrslu ALCOA eru hafðar til grundvallar með 90 MW vatnsaflsvirkjun í Skjálfandafljóti, verður CO2 útblástur jarðhitavirkjananna í heild sennilega alls um 600 þúsund tonn á ári, sem er álíka mikið og heildarútblástur allra samgangna er hér á landi. Til samanburðar verður útblástur álversins um 375 þúsund tonn á ári. Verði orkunnar eingöngu aflað með jarðhitavirkjunum þá liggur nærri að útblástur CO2 sé helmingi meiri í orkuöfluninni en frá álverinu sjálfu. Ég tel það vera tími vera kominn til að við Íslendingar horfumst í augu við þá staðreynd að þessi græna orka okkar er ef til vill ekki svo græn í reynd.

Staða Mývatnssveitar: Ásýnd sveitarinnar, sem þó á að heita vernduð með náttúruverndarlögum, kemur til með að breytast umtalsvert til norðausturs þegar framkvæmdum líkur. Nokkrar vinsælustu gönguleiðir ferðamanna raskast verulega. Margfalt magn af gufustrókum leggur til himins og svæðið verður undirlagt af steypu og rörum. Þar sem um 32 þúsund tonn brennisteinsvetnis koma til með að streyma upp í andrúmsloftið árlega í nágrenni aðalþéttbýlissvæðis sveitarinnar, þætti mér eðlilegt réttlætismál íbúa Mývatnssveitar að rækilega verði kannað hvort styrkur efnisins sé líklegur til að fara yfir leyfileg mörk. Úr þessu verður að ganga úr skugga áður en “of seint” verður að snúa við. Fyrirsjáanlegt er að baráttan fyrir verndun náttúru Mývatnssveitar, sem staðið hefur yfir í hartnær 40 ár, á eftir að harðna á ný. Samsvörunin við baráttuna fyrir verndun Þjórsárvera er sláandi.

Það er von mín að sem flestir taki sér tíma og myndi sér sjálfir skoðun á goðsögnini um álver á Bakka við Húsavík og nýtingu jarðvarmaorku fyrir álver almennt. Það er von mín að sem flestir taki afstöðu byggða á raunverulegum gögnum um hvort þeir telji þessar álvershugmyndir vera velígrundaða umhverfisvæna aðgerð sem verði öllum íbúum landsfjórðungsins til heilla og ánægju. Fyrir mér vekur umtal og áróður álverssinna hinsvegar upp margar spurningar, t.d.: “Hvenær verður múgsefjun að sannleika og hvenær verður tálsýn að veruleika?”

júl 24 2007

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði


LANDSVIRKJUN Á AÐILD AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í SUÐUR AFRÍKU, SEM ER KEYRT ÁFRAM MEÐ KOLUM OG KJARNORKU

Fréttatilkynning

HAFNARFJÖRÐUR – Saving Iceland hefur lokað aðgangi að álveri Rio Tinto-ALCAN í Straumsvík. Um það bil 20 mótmælendur hafa læst sig saman og klifrað upp í krana á vinnusvæðinu. Saving Iceland mótmælir fyrirhuguðu álveri Rio Tinto-ALCAN á Keilisnesi eða Þorlákshöfn, stækkun álversins í Hafnarfirði og nýju álveri í Suður-Afríku sem verður keyrt áfram af kolum og kjarnorku.

,,Mótmæli gegn Alcan hafa skilað sínu. Hafnfirðingar höfnuðu að sjálfsögðu fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík og nýlega varð fyrirtækið að hætta þáttöku sinni í báxítgreftri í Kashipur, Norðaustur Indlandi, vegna mótmæla gegn mannréttindabrotum þeirra og umhverfiseyðingu. Alcan hefur verið ásakað fyrir menningarútrýmingu í Kashipur , þar sem námur og stíflur hafa þegar neytt 150.000 manns til þess að yfirgefa heimkynni sín, mest megnis innfædda . Norsk Hydro hætti þáttöku sinni í verkefninu eftir að lögreglan pyntaði og kveikti í mótmælendum, og þá kom Alcan inn í málið.” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.

Read More

júl 18 2007

Saving Iceland loka veginum að verksmiðjum Norðuráls og Íslenska járnblendifélagsins


Fréttatilkynning

GRUNDARTANGA – Í dag hafa samtökin Saving Iceland lokað eina aðfangaveginum frá þjóðvegi 1. að verksmiðjum Century / Norðuráls og ELKEM / Íslenska járnblendifélagsins. Saving Iceland samtökin eru andsnúin áformum um nýja álbræðslu Century í Helguvík og stækkun á verksmiðju Járnblendifélags Íslands. Aðgerðafólk hafa hlekkjað sig saman í málmrörum og myndað þannig mannlegan tálma á veginum um leið og nokkrir hafa tekið yfir byggingakrana á svæðinu.

Century Aluminum ætlar að reisa annað álver í Helguvík með 250.000 tonna árlegri framleiðslugetu. Álver þeirra á Grundartanga hefur þegar verið stækkað í 260.000 tonn.

Um þessar mundir er verið að fara yfir unhverfismat á Helguvíkur bræðslunni. (1) Þetta mat var gert af verkfræðisamsteypunni HRV (Hönnun/Rafhönnun/VST).

Read More

júl 14 2007

‘Stóra samhengið’ eftir Guðmund Pál Ólafsson náttúrufræðing


Virkjanaæði stjórnvalda stefnir fiskimiðum landsins í voða

Handan stærstu stíflu veraldar, í Kína, er afkróað hráefni sem nærir heilt vistkerfi.
J. Marshall. “Þriggja Gljúfra stíflan ógnar fengsælli veiðislóð”. 2006

Þann 25. febrúar 2006 birtist sláandi grein í New Scientist um niðurstöður kínverskra náttúrufræðinga sem fylgst hafa með vistkerfi Austur-Kínahafs frá árinu 1998 með það í huga að geta sagt til um áhrif Þriggja Gljúfra stíflu á lífríki hafsins. Vatnssöfnun í lónið hófst árið 2003.
Read More

jan 03 2006

Virkjanir í jökulám óhagstæðar fyrir loftslagsvernd


Hjörleifur Guttormsson
3. janúar 2006

Áhrif aurburðar í jökulám á kolefnishringrás og loftslagsbreytingar

Talsmenn stóriðju hérlendis hafa hampað því óspart að með tilliti til gróðurhúsalofts mengi vatnsaflsvirkjanir allt að tífalt minna en virkjanir sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þessum aðilum sést yfir að Kyótósáttmálinn skammtar iðnríkjunum ákveðinn kvóta og segir ekkert fyrir um hvernig hann er nýttur og að ekki er greint alþjóðlega á milli einstakra þátta sem mengun valda. Ýmsir hafa líka bent á að vatnsaflsvirkjanir eru misjafnar innbyrðis með tilliti til losunar gróðurhúsalofts, m.a. hefur heimsnefndin um stíflur (World Commission on Dams) bent á sérstöðu virkjana í jökulám.
Read More

ágú 25 2005

„Ábyrgðarlaus spillingarvirkjun“ – Ólafur Páll Sigurðsson og Birgitta Jónsdóttir í viðtali við Sirkús


Sirkús
Ágúst 2005

Kannski er það viðeigandi að viðtalinu seinki um nokkrar mínútur vegna rassíu lögreglunnar í íverustað mótmælendanna. Þannig er það í það minnsta: Ólafur Páll Sigurðsson hringir og segir: okkur seinkar. Þau koma samt, Ólafur Páll og Birgitta Jónsdóttir eru komin niður á Laugaveg eftir kortér. Blaut eins og veðrið býður upp á: sannkallað hálendisveður. Kannski er það þannig að ef þú ferð ekki til Kárahnjúka þá koma Kárahnjúkar til þín.

Veit það ekki. Allavega þá eru þau sest. Það fer vel um þau. Það er rigning úti. Já.

Það er víst enginn bíll að elta þau núna eftir að fréttastofa sjónvarpsins sýndi myndskeið þar sem óeinkenndur lögreglubíll hringsólar á eftir bíl Ólafs Páls í hringtorgi í Öskjuhlíðinni en lætur sig svo loks hverfa þegar bílstjórinn uppgötvar að fréttamaður er að festa eltingaleikinn á myndband. Bíllinn sem fylgdi Ólafi Páli hefur nú fundið sér nýjan förunaut, Rúnar Guðbrandsson leikstjóra og börnin hans.

Hvað er í gangi? spyr ég.

„Já, hvað er í gangi. Við höfum greinilega komið við kauninn á ríkisvaldinu. Þarna er sári punkturinn: stóriðjuáformin,“ segir Ólafur Páll.
Bjuggust þið við svo hörðum viðbrögðum lögreglu þegar þið hófuð undirbúning fyrir mótmælin?
„Það kom mér ekki á óvart því það hafa ávallt verið sterkir fasískir tendensar hjá íslenskum stjórnvöldum,“ segir Ólafur Páll.

Ég man eftir einhverri frétt í Mogganum þar sem greint var frá því að Rúnar Guðbrandsson og félagi hans hefðu verið á leynifundi í Skotlandi.
„Það var mjög fyndin frétt,“ segir Birgitta. „Það var talað um þetta eins og leynifund herskárra anarkista. Þetta voru allskonar friðarsinnar að undirbúa mótmæli vegna G8 fundarins. Ég hef verið í svona mótmælum í Melbourne í Ástralíu og þetta var fyrst og fremst æðislegt karnival. Ótrúleg vinna sem fólk hafði lagt í þetta. Það er klassískt að ala á ótta fólks um að þessir mótmælendur væru herskáir anarkistar og væru á leiðinni hingað. Og ég verð að segja að eftir að hafa kynnst þessu fólki að ef það er herskáir anarkistar þá þurfum við ekkert að óttast.“
„Þetta sýnir fyrst og fremst hvað íslensk leynilögregla er léleg og hugmyndasnauð,“ bætir Ólafur Páll við. „Hún þarf að hlaupa í útlensk æsifréttablöð til að fá upplýsingar og nýta sér hana síðan til að skapa hysteríu.“
„Það er greinilegt að með brottvísunaraðgerðum sínum ætla íslensk stjórnvöld að einangra íslenska mótmælendur,“ segir Birgitta. „Þjóðin er lítil og því eru fáir mótmælendur. Það hefur tekist að einangra hópa mótmælenda smárra þjóðarbálka í Brasilíu en það gleymist að íslenskir mótmælendur hafa tengsl við umheiminn. Stóriðjustefnan er ekki okkar einkamál. Mengun virðir engin landamæri…“
„… auk þess sem um er að ræða síðustu ósnortnu víðerni Vestur-Evrópu,“ bætir Ólafur Páll við, -„og það kemur öllum við alveg eins og þegar menn stúta líkneskjum í Afganistan. Svo láta stjórnvöld eins og þau hafi einhvern einkarétt á því að alþjóðavæða Ísland með samskiptum við margdæmda umhverfisglæpamenn eins og Alcoa og Impregilo sem er líklega spilltasta byggingarfyrirtæki veraldarsögunnar.
Minnisleysi íslenskra stjórnvalda er mikið þegar kemur að lýðræði og tjáningarfrelsi á Íslandi.“
„Við ætlum í mál við ríkisvaldið,“ segir Birgitta, „og viljum með því vekja athygli á hryðjuverkalögunum og gráum svæðum sem þau opna. Stjórnvöld geta nýtt sér þau til að skerða persónufrelsi.“

En hvaða fólk er þetta?
„Ef hægt er að alhæfa eitthvað um þá útlendinga sem hafa mótmælt hér í sumar þá er réttast að segja að þetta séu klassískir almennilegir Íslandsvinir sem stefna sjálfum sér í hættu og takast á við misvitrar og misfriðsamlegar íslenskar löggur. Þau eru komin hingað til að verja íslenska náttúru og íslenskt þjóðfélag,“ segir Ólafur Páll.
„Það má heldur ekki gleymast,“ segir Birgitta, „að það voru Íslendingar sem kölluðu út og báðu um hjálp. Íslendingar hafa líka verið fjölmennir í mótmælunum.“
„Grasrótin íslenska var komin í mola,“ bætir Ólafur Páll við. „Hún virkaði vel í baráttunni gegn Eyjabökkum en áfallið þegar fyrsta sprengjan var sprengd við Kárahnjúka í nánast beinni útsendingu var svo mikið að mörgum féllust hendur. Íslendingar eru forlagatrúar, því miður. Við höfðum ekki strategíska burði til baráttunnar; við sáum ekki að það er ekki óalgengt að hægt sé að stöðva framkvæmdir eins og þessa þótt þær séu hafnar. Baráttan snýst heldur ekki einungis um Kárahnjúka: við viljum bjarga Þjórsárverum, Langasjó, Skjálfandafljóti og jökulsánum í Skagafirði. Við gerum það ekki með því að gefast upp á Kárahnjúkum. Við erum að berjast gegn stefnu stjórnvalda í stóriðjumálum. Það er ofureinföldun að segja að við séum að berjast gegn Alcoa og Kárahnjúkum einum. Við erum að berjast gegn Alcan og Norðuráli sem ætla sér Langasjó og Þjórsárver fyrir sína stækkun og því gullæði í yfirtöku á íslenskum jökulám sem íslensk stjórnvöld hafa boðið alþjóðlegum stórfyrirtækjum.“
„Það má líka benda á að sérfræðingar hafa sagt að ef stækkun Straumsvíkurverksmiðjunnar og Norðuráls og bygging rafskautaverksmiðju í Hvalfirði gengur í gegn þá verður Faxaflóasvæðið mengaðasta svæði í Norður-Evrópu,“ segir Birgitta.

Eru mótmæli sumarsins ekki ný tegund mótmæla á Íslandi?
„Nei, í raun eru þau það ekki,“ svarar Ólafur. „Beinar aðgerðir eru ekki nýjar af nálinni hér á landi og þá má meira að segja benda á mun róttækari aðgerðir en þær sem við stöndum í. Uppúr 1970 höfðu bændur í Mývatnssveit hugrekki til að brytja niður allt sem þeir gátu af stíflu í Laxá, stútuðu síðan skurðgröfunum og sprengdu upp restina með þetta líka góðum árangri. Það var ekki fyrr en í fyrra að þeir urðu að hóta að gera þetta aftur með þeim afleiðingum að Siv Friðleifsdóttir og stjórnendur hennar urðu að bakka með áform um frekari virkjun í Laxá. Siv sagðist aðspurð aldrei hafa verið fegnari að gefast upp á eigin áformum. Þarna lúffaði valdið fyrir bændum.
Vissulega eru mótmælin nú nýr kafli í andspyrnu gegn kerfisbundinni valdníðslu á Íslandi. Og kannski er það nýjasta við mótmælin að mótmælendur á Íslandi eru að alþjóðavæðast líkt og íslensk stóriðjuöfl.“
En þótt Kárahnjúkavirkjun hafi ekki verið kosningamál þá fengu stjórnarflokkarnir ágætisumboð í síðustu kosningum…
„Já,“ segir Ólafur Páll, „sumir segja að þetta hafi verið lýðræðislegt. Ég skil samt ekki hvernig Alþingi getur tekið lýðræðislegar ákvarðanir á grundvelli ákvarðanaferlis sem byggir á kerfisbundið fölsuðum upplýsingum,, fölsuðum umhverfis- og hagfræðiniðurstöðum. Það veit hver sem vill að vísindamenn sem komu nálægt gagnaöflun og vinnslu á rannsóknum á umhverfisáhrifum hafa annað hvort verið ofsóttir eða flæmdir úr starfi, þeim ógnað og hótað með því að þeir missi vinnuna eða niðurstöður þeirra virtar að vettugi. Dæmi um þetta er Ragnhildur Sigurðardóttir sem lenti í miklum hremmingum í sínum störfum við umhverfismat á Þjórsárverum. Umhverfissráðherra virti einnig að vettugi niðurstöður skipulagsstofnunar ríkisins sem þangað til hafði talist fremur leiðitöm stjórnvöldum en lagðist eindregið gegn Kárahnjúkavirkjun. Nú eru menn að fá þetta allt í hnakkann. Hagfræðispárnar eru að rætast og jarðfræðiskýrslurnar líka því Landsvirkjun viðurkenndi loks í vetur að undir stíflunni væri sprungusvæði. Þegar reynt var að ræða áhyggjur jarðfræðinga á þingi fyrir teimur árum þá sagði Valgerður Sverrisdóttir: iss þeir segja þetta bara af pólitískum ástæðum. Jarðfræðingar sögðu að lónstæðið væri á virku sprungusvæði og héldi ekki vatni undir þeim þyngslum sem uppistöðulónið verður. Það er því ljóst að Kárahnjúkavirkjun er á allan hátt óráðsía og algjörlega ábyrgðarlaus spillingarvirkjun. Það er ekkert lýðræðislegt við slíka ákvarðanatöku.“
„Og það er ekki of seint að hætta við,“ bætir Birgitta við.

Svo er það löggan. Hvernig hafa þau samskipti verið?
„Í upphafi þá voru samskiptin friðsamleg og allt leystist í friðsemd. Löggan kom til okkar að morgni fyrsta dags mótmælanna,“ segir Ólafur Páll. „Þeir komu alltaf annað slagið og ræddu við okkur um veður og virkjanir. Flestir þóttust þeir á móti virkjunum. Við urðum ekki vör við sérsveitina fyrr en fór að fjölga í búðunum. Þá hófst allt þetta eftirlit: þeir héngu yfir okkur dag og nótt með nætursjónauka uppi á öllum hæðum. Eftirlitið var síðan hert þegar við hófum beinar aðgerðir. Svo vorum við líka með lið frá Impregilo á öxlunum. Þeir komu á mótorhjólum inn í tjaldbúðir okkar nóttina áður en við hlekkjuðum okkur í seinna skiptið. Þeir óku eins og vitlausir menn á milli tjaldanna þar sem voru jafnt fullorðnir og börn, eyðilögðu skilti og borða. Myndum af þessu sló Mogginn upp eins og við hefðum eyðilagt okkar eigin skilti. Það var fátt um leiðréttingar af þeirra hálfu. Þetta lið er svo spennt yfir áróðursstríðinu að það ræður varla við sig.“
„Það fer í taugarnar á mér að myndefnið sem er alltaf sýnt með fréttum er mynd af trukk sem hafði verið kastað grjóti í,“ segir Birgitta, “og það gerðist sömu nótt og þeir komu í búðirnar á mótorhjólum. Enginn okkar kannast við að hafa hent grjóti í þennan trukk. Gerðu þeir það sjálfir?“

„Við fórum ægilega í taugarnar á sérsveitarmönnunum,“ segir Birgitta. „Okkur tókst að plata þá og setja upp langan borða með mynd af sprungu á stífluvegginn þótt þeir hafi verið 20 að fylgjast með ferðum okkar.“
„Eftirlitið var tryllt þegar við höfðum flutt okkur niður í Skriðdal að bænum Vaði,“ segir Ólafur Páll. „Þar vomuðu þeir eins og hrægammar. Þeir stöðvuðu fólk sem var að koma í heimsókn til hjónanna á Vaði og voru virkilega að starta til illinda við búðirnar með því að keyra ögrandi niður á túnið hjá okkur sem er einkaland. Þá hlupum við að þeim í bílunum og þeir flúðu. Við urðum á endanum að setja upp hálfgert götuvígi við troðninginn niður að túninu til að fá frið fyrir þeim. Þeir keyrðu líka sírenur klukkan sex á morgnana til að vekja okkur, pirra eða skapa taugatitring.“

Ómar Ragnarsson náði að mynda þegar lögregla elti ykkur um borgina.
„Já, þá sönnuðum við að ríkislögreglustjóraembættið færi með lygar. Daginn eftir eltingarleikinn fullvissaði aðstoðarríkislögreglustjóri lesendur Fréttablaðsins um að engar njósnir væru um okkur. Þetta væri bara vænissýki í okkur. Það var auðvitað búið að prenta viðtalið fyrir Tíufréttir sjónvarpsins og ekki hægt að kippa því út!“ segir Ólafur Páll.
Hvernig tilfinningin að vita að fylgst sé með manni?
„Það er algjör skerðing á persónufrelsi og einkalífi. Maður má bara ekki láta það hefta það sem maður er að gera.,“ segir Birgitta. „Það er auðvitað mjög óþægilegt að síminn sé hleraður því maður ræðir auðvitað um fleira í síma en bara mótmælin. Það var samt mjög gott þegar Ómar náði myndunum og þetta varð allt augljóst því stundum fannst mér að ég væri að missa vitið þegar ég bað fólk um að tala ekki um persónuleg mál því síminn gæti verið hleraður. Eldri syni mínum fannst þetta mjög erfitt. Lögreglan hlerar síma og fer inn í tölvupóst og fylgist með netnotkun án þess að hafa dómsúrskurð. Það þarf bara geðþóttaákvörðun Björns Bjarnasonar og lögreglu.“
„Við höfum náð ólögmætri handtöku fyrir framan Mál og menningu á Laugavegi á filmu. Hún sýnir framgang óeinkennisklæddra lögreglumanna sem ganga upp að Natalie, sem er yngst mótmælenda, 17 ára, og heimta skilríki. Hún neitar að sýna ókunnugum mönnum skilríki en þá rífa þeir í hana. Annar mótmælandi, Keith, var með henni og reyndi að stilla til friðar og vernda hana gegn þessum ókunnugu mönnum. Þá er hann handtekinn og haldið alla nóttina og langt fram á næsta dag.
Þeir sneru upp á peysuna hennar þannig að hún náði varla andanum og sneru upp á handleggina á henni. Það sést vel á myndbandinu að þeir eru að meiða barnið.“
„Prófessor Jóhann Axelsson, 75 ára, hafði fylgst með aðför lögreglu í fjölmiðlum og fór á lögreglustöðina aðfararnótt sunnudagsins til að fá upplýsingar og fylgjast með. Lögreglan hrinti honum og fleirum út úr húsinu með þeim afleiðingum að Jóhann lenti með höfuðið á grindverki og rotaðist þannig að blæddi úr höfðinu á honum. Fólkið bað lögregluna um að hringja á sjúkrabíl af því að maður hefði dottið og væri meðvitundarlaus og eini síminn á svæðinu væri batteríslaus. Lögreglan neitaði og það leið hálftími þar til sjúkrabíllinn kom.“
Verða eftirmál vegna þessa?
„Já, við erum með lögfræðing sem ráðleggur okkur að stefna ríkisvaldinu og fara fram á sjálfstæða rannsókn á aðferðum lögreglu, ríkislögreglusjóra og dómsmálaráðherra,“ segir Birgitta. „Við höfum verið svo lánsöm að hafa getið tekið myndir af mörgum atburðum.“
„Þetta mál sýnir hversu illa fjölmiðlar hafi staðið sig. Ein af ástæðunum fyrir því að við þurftum að fara í harðari aðgerðir er sofandaháttur og sjálfsritskoðun fjölmiðla. Það er líka einkennilegt hvernig fjölmiðlar hafa sagt frá atburðum sumarsins. Lögguhasarinn er alltaf aðalatriðið en baráttumálin aukaatriði“ segir Ólafur Páll. „Og mig langar að senda Birni Bjarnasyni skilaboð: það er tími til kominn að þú segir af þér og hættir tindátaleiknum. Þú ert búinn að þverbrjóta á okkur mannréttindi og lýðréttindi í sumar og því eðlilegt að þú og ríkislögreglustjóri segið af ykkur. Þið munuð svo sannarlega fá að svara til saka fyrir dómstólum.“

Hvað gerist svo?
„Við munum halda áfram sumar eftir sumar, vetur eftir vetur, þangað til markmiðunum er náð,“ segir Birgitta.
„Við erum búin að alþjóðavæða baráttuna og munum halda áfram að hvetja fólk til að koma til landsins og mótmæla stóriðjuáformunum. Ef menn halda að aðgerðir stjórnvalda hafi fælt fólk frá þá er það misskilningur. Þetta er frekar hvatning til frekari aðgerða,“ segir Ólafur Páll. „Eins og hverjum heiðarlegum Íslendingi ætti að vera ljóst þá munum við, þó ekki sé nema til að halda mannlegri reisn, halda áfram að berjast og flæma erlenda stóriðju úr þessu landi.“

ágú 17 2005

Yfirlýsing frá mótmælendum í ágúst 2005


Saving Iceland

VIÐ SEM MÓTMÆLT HÖFUM stóriðju og stórfelldum spjöllum á náttúru Íslands undanfarna mánuði við Kárahnjúka og víðar á landinu viljum að gefnu tilefni gefa eftirfarandi yfirlýsingu:

Við mótmæli okkar höfum við beitt aðferðum sem eiga sér ef til vill ekki langa sögu hérlendis en aðgerðir þær sem við höfum staðið fyrir flokkast ekki undir lögbrot. Við erum breiður hópur fólks Íslendinga og útlendinga víðsvegar að og það sem sameinar okkur er virðing fyrir náttúrunni, óþol gagnvart valdníðslu, kúgun og mannréttindabrotum. Við höfum tjáð andúð okkar á stórfelldum spjöllum á einstökum náttúruperlum á hálendi Íslands með því að:

Dreifa upplýsingum um stóriðjuæði íslenskra stjórnvalda sem speglast í fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum sem nú liggja á teikniborði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja svo sem í Þjórsárverum, Langasjó, Skjálfandafljóti og í Skagafirði. Read More

júl 15 2005

Athugasemdir við tillögu að matsáætlun vegna álvers Alcoa-Fjarðaráls í Reyðarfirði – Eftir Guðmund Beck


Beck 

Ég undirritaður, Guðmundur M. H. Beck (kt. 060450-2939) Kollaleiru Reyðarfirði, geri eftirfarandi athugasemdir við Tillögu að matsáætlun vegna álvers Alcoa-Fjarðaráls í Reyðarfirði.

I. Í byrjun er rétt að benda á nokkrar rangfærslur í skýrslunni. Á bls. 4 er talað um að ,, … nýta þannig hreinar orkulindir til að byggja upp hagkvæman orkufrekan iðnað á Íslandi.“ Kárhnjúkavirkjun verður aldrei hrein orkulind hversu oft sem þau ósannindi verða endurtekin á prenti. Jökulsá á Brú er aurugasta fljót landsins og ber fram í venjulegu árferði u.þ.b. 10 milljónir tonna af aur á hverju ári. Þessum aur ætlar Landsvirkjun að safna saman á bökkum Jökulsár og láta fjúka yfir gróður, menn og skepnur á Austurlandi um ókomin ár. Sökkva 35 km2 gróins lands undir jökulleir með tilheyrandi rotnun. Enginn hefur svarað því hvernig á að leysa þann vanda komandi kynslóða að taka við 57 km2 leirflagi undan Hálslóni sem getur fyllst í einu hamfarahlaupi. Allt tal um hreina orku er því hrein ósannindi sem menntuðum mönnum er ekki sæmandi að bera fyrir íslenzka þjóð. Að því er varðar hagkvæmni þá skuldið þið þjóðinni skýringar á því fyrir hverja sú hagkvæmni er, nú þegar höfuðatvinnuvegir landsins eru að sligast undan þessu fjárhættuspili.

Read More

júl 15 2005

Helgi Seljan – Ég bið forláts


alcoa number 

Mig langar að segja ykkur ögn frá samviskubiti sem hefur nagað mig um nokkurra mánaða skeið. Þessum móral sem á sér ekki hliðstæðu í neinu öðru en þeirri líðan sem þeir einir þekkja sem drukkið hafa ótæpilega að kvöldi, misst minnið einhverra hluta vegna, og vaknað án þess að vita yfirleitt nokkuð um sigra eða ósigra kvöldsins áður.

Þetta nefna margir í daglegu tali “þynnku”.

Samt er þetta eitthvað svo miklu meira en höfuðverkur og ógleði, þessu fylgir skömm. Og eins og með svona óútskýrða skömm sem annað hvort dalar eða eykst þegar minnið kemur aftur, þá jókst þessi nú á dögunum. Read More

jún 20 2005

Svör við algengum spurningum um skyraðgerðina á Hotel Nordica 14. júní 2005


the messenger 

Hvers vegna þessi ráðstefna?
* Þetta var ráðstefna leiðandi manna í áliðnaði og tengdri framleiðslu hvaðanæva að úr heiminum.
* Þeir voru hér vegna þess að þeir telja að Ísland sé rétti staðurinn til að þróa þungaiðnað. Það er kaldhæðnislegt að þetta er vegna þess að Ísland er talið hreint land í umhverfismálum.
* Þeir sem söfnuðust saman á ráðstefnunni voru lykilpersónur í ákvarðanatöku, fjármögnun og stefnumótun á bak við Kárahnjúkavirkjun og aðrar þungaiðnaðarframkvæmdir víðar á Íslandi sem við erum eindregið á móti.
* Málstofa sem kölluð var „Aðferð við sjálfbærni fyrir iðjagræna álbræðslu“ hófst kl. 11:45 þennan dag. Málstofuna kynntu Joe Wahba frá Bechtel Corporation og Tómas M. Sigurdsson frá Alcoa, og svívirðileg hræsni málstofunnar var grófasta ögrun við þá sem raunverulega hallast að vistfræðilegu gildi sjálfbærni. Read More

Náttúruvaktin