'Miriam Rose @is' Tag Archive

maí 26 2011

Súrálsslys á Indlandi: Vedanta enn á ferð


Greinin birtist upphaflega á vefsíðunni Róstur sem því miður er ekki aðgengileg í dag.

Þann 16. maí sl. lak eitruð rauð leðja – efni sem verður til við súrálsframleiðslu – úr einum af leðjulónum breska námufyrirtækisins Vedanta í Odisha, Indlandi, og yfir í þorp sem stendur fyrir neðan lónið í hæðum Niyamgiri fjallsins. Leðjan, sem lak út í kjölfar mikils og þungs regns, slapp út um sprungu á veggjunum sem eiga að halda henni í lóninu og er þetta í annað sinn sem slíkt gerist á rúmum mánuði, í fyrra skiptið mengaði leðjan ár og tjarnir í nágrenninu. Þetta kemur sér illa fyrir Vedanta nú þegar einungis tveir mánuðir eru þangað til árlegur aðalfundur fyrirtækisins fer fram í London.

Frá þessu greinir breski jarðfræðingurinn Miriam Rose, sem nú er stödd á Indlandi og kom að staðnum sem um ræðir daginn eftir slysið, þann 17. maí. Í grein hennar, sem birtist á vefsíðu náttúruverndarhreyfingarinnar Saving Iceland, segir hún meðal annars að þrátt fyrir tilraunir starfsmanna Vedanta til að fjarlægja öll ummerki um slysið, hafi leðjan legið á víð og dreif þegar hún kom til þorpsins, auk þess sem tjörn í miðju þorpinu var eldrauð á lit. Vísað er í umfjöllum viðskiptablaðsins Wall Street Journal þann 18. maí um slysið þar sem vitnað er í heimamanninn Sunendra Nag. Hann segir mengunina, sem lekið hefur í Vansadhara ána, hafa leitt til þess að ómögulegt sé að drekka vatn árinnar lengur en fólk baði sig ennþá í henni vegna þess eins að því standi ekkert annað til boða. Afleiðingarnar séu augna- og húðsjúkdómar. Read More

júl 16 2010

Ákvörðun Grænlands: Landið eða fólkið?


Loftslagsbreytingar hafa gert Grænland að næstu auðlindaparadís kapítalismans, en á kostnað hvers?

Mannkynið er í afneitun. Við vitum að ofnotkun okkar, verkun, neysla og losun á eldsneyti, málmum og jarðefnum er að drepa plánetuna og okkur sjálf. Við vitum líka að þessi sykurhúðaða neysla okkar er takmörkum háð. En ósvífin höldum við áfram; meira og meira, hraðar og hraðar – í afneitun reynum við að forðast þá hnattrænu rassskellingu sem yfir vofir.

Lengi vel vonaði ég að hnattrænt neyðarástand loftslagsbreytinga, í bland við óumflýjanlegan raunveruleika þess að hátindi olíuaðgangs hefur verið náð, myndi vekja okkur upp af þessu sjálfselska auðlindahamstri. Og kannski mun það gerast áður en verður um seinan. En í millitíðinni hefur kapítalisma Vesturlanda hlotnast enn ein ástæðan til að fagna. Um leið og ísinn drýpur og brestur af hvítum massa Grænlands, uppgötvast fjársjóðskista jarðefna, málma, járngrýtis og olíu, auk ríkulegs magns af vatnsafli sem aðstoðar okkur við að hita, brjóta og breyta jarðefnunum í hlutina sem okkur „vantar“.
Read More

júl 15 2010

Þjáningar þeirra lágt settu og samsekt okkar


Vedanta ræðst inn í OrissaAf öllum héruðum Indlands er Orissa ríkast af steintegundum. Landsvæðið er grænt og gróskumikið og er landslagið líkast bútasaumi smárra akra og skógi vaxinna fjalla þar sem fossar steypast niður rauða klettana. Eins og margir þeirra staða í heiminum þar sem enn ríkir náttúruleg frjósemi búa frumbyggjar víða í fjallshlíðunum. Þeir eru kallaðir Adivasis, sem í orðsins fyllstu merkingu þýðir „hinir upprunalegu íbúar“, og samfélag þeirra er taldið vera meðal elstu þjóðmenninga þessa heims. Fjórðungur íbúa Orissa eru frumbyggjar, sem gerir héraðið að því „fátækasta“ á Indlandi samkvæmt Alþjóðabankanum. Það stafar þó ekki af raunverulegri örbirgð, heldur því að Alþjóðabankinn mælir velferð einungis í peningaviðskiptum. Mælingin lítur því fram hjá þeirri staðreynd að í Orissa hefur aldrei ríkt hungursneyð og að flest Adivasi fólkið notar aldrei peninga, heldur býr það í sátt við fjöllin, árnar og skógana sem færa því allt sem það þarfnast. Í þakklæti fyrir forsjón náttúrunnar tilbiður margt Adivasi fólk fjöllin og sver að vernda ríkuleg vistkerfi sín. Sum fjallanna í Orissa eru meðal síðustu fjalla Indlands sem enn eru vaxin fornum skógum, þökk sé staðfestu frumbyggja gegn nýlendutilburðum Breta til að höggva skógana.

Read More

ágú 10 2008

Ergelsi talskonu


Miriam Rose, Morgunblaðið

Miram Rose skrifar um hugsjónir og aðgerðir Saving Iceland: „Aðferðir okkar eru eflaust ekki alltaf réttar og mega vel sæta gagnrýni. En hvað ætla Íslendingar að gera til að koma í veg fyrir tortímingu landsins?

Saving Iceland – rétt eða rangt?
Bara nafnið á hópnum er nóg til að gefa Íslendingum ærlegan hroll (stundum mér líka) því það kann að hljóma eins og hrokafullur trúboðahópur, kominn til að hjálpa vanþróuðum víkingunum upp úr fátækt og heimsku. En fæstir gera sér grein fyrir því að nafnið varð til þegar hópur íslenskra umhverfissinna sem var orðinn þreyttur á aðgerðaleysi samlanda sinna, kallaði eftir alþjóðlegri hjálp við að stöðva eyðileggingu íslenskra öræfa vegna orkuframleiðslu fyrir stóriðju.
Read More

júl 28 2008
3 Comments

Saving Iceland stöðvar jarðhitaborun á Hellisheiði


,,Orkuveita Reykjavíkur fjárfestir í landi langra lista mannréttindabrota!“

(Myndir frá Hengilssvæðinu hér að neðan)

HELLISHEIÐI – Í morgun stöðvaði umhverfishreyfingin Saving Iceland vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Um 20 aktívistar hafa læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn til að hengja upp fána sem segir ,,Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen“. Hópurinn hafði einnig í huga að fara í stjórnstöðvarherbergi svæðisins. Read More

júl 21 2008

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Norðuráls og verksmiðju Járnblendifélagsins


GRUNDARTANGI – Rétt í þessu lokuðu 20 manns frá Saving Iceland hreyfingunni, umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og verksmiðju Íslenska Járnblendifélagsins (Elkem) í Hvalfirði. Fólkið hefur læst sig saman í gegnum rör og þannig skapað mennskan vegtálma. ,,Við mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Fyrirhugaðar stækkanir Norðuráls og Elkem hér á landi munu leiða af sér eyðileggingu einstakra jarðitasvæða og einnig hafa í för með sér losun gífurlegs magns gróðurhúsalofttegunda” segir Miriam Rose frá Saving Iceland (1). Read More

jan 07 2008

‘Af grunngildum samfélagsins’ eftir Miriam Rose


miriam-roseHöfundur flutti erindið á umræðufundi um „grunngildi samfélagsins“ sem haldinn var í Reykjavíkur Akademíunni 20. nóvember árið 2007.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig: Ég heit Miriam Rose, og er aðgerðasinni og umhverfisfræðingur frá Bretlandi. Ég var beðin um að tjá mig hér um reynslu mína af grunngildum íslensks samfélags, byggt á viðtali sem ég var í við Kastljós í október, eftir að mér var hótað með brottvísun úr landi vegna aðildar minnar að aðgerðum gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnar ykkar. Í bréfinu sem ég fékk, þar sem farið var fram að mér yrði vísað úr landi, stóð að ég ætti á hættu að vera brottræk gerð frá Íslandi í þrjú ár, enda væri hegðun mín �ógnun við grunngildi samfélagsins�.
Read More

Náttúruvaktin