'Ólafur Páll Sigurðsson @is' Tag Archive

ágú 17 2005

Yfirlýsing frá mótmælendum í ágúst 2005


Saving Iceland

VIÐ SEM MÓTMÆLT HÖFUM stóriðju og stórfelldum spjöllum á náttúru Íslands undanfarna mánuði við Kárahnjúka og víðar á landinu viljum að gefnu tilefni gefa eftirfarandi yfirlýsingu:

Við mótmæli okkar höfum við beitt aðferðum sem eiga sér ef til vill ekki langa sögu hérlendis en aðgerðir þær sem við höfum staðið fyrir flokkast ekki undir lögbrot. Við erum breiður hópur fólks Íslendinga og útlendinga víðsvegar að og það sem sameinar okkur er virðing fyrir náttúrunni, óþol gagnvart valdníðslu, kúgun og mannréttindabrotum. Við höfum tjáð andúð okkar á stórfelldum spjöllum á einstökum náttúruperlum á hálendi Íslands með því að:

Dreifa upplýsingum um stóriðjuæði íslenskra stjórnvalda sem speglast í fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum sem nú liggja á teikniborði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja svo sem í Þjórsárverum, Langasjó, Skjálfandafljóti og í Skagafirði. Read More

jún 20 2005

Svör við algengum spurningum um skyraðgerðina á Hotel Nordica 14. júní 2005


the messenger 

Hvers vegna þessi ráðstefna?
* Þetta var ráðstefna leiðandi manna í áliðnaði og tengdri framleiðslu hvaðanæva að úr heiminum.
* Þeir voru hér vegna þess að þeir telja að Ísland sé rétti staðurinn til að þróa þungaiðnað. Það er kaldhæðnislegt að þetta er vegna þess að Ísland er talið hreint land í umhverfismálum.
* Þeir sem söfnuðust saman á ráðstefnunni voru lykilpersónur í ákvarðanatöku, fjármögnun og stefnumótun á bak við Kárahnjúkavirkjun og aðrar þungaiðnaðarframkvæmdir víðar á Íslandi sem við erum eindregið á móti.
* Málstofa sem kölluð var „Aðferð við sjálfbærni fyrir iðjagræna álbræðslu“ hófst kl. 11:45 þennan dag. Málstofuna kynntu Joe Wahba frá Bechtel Corporation og Tómas M. Sigurdsson frá Alcoa, og svívirðileg hræsni málstofunnar var grófasta ögrun við þá sem raunverulega hallast að vistfræðilegu gildi sjálfbærni. Read More

júl 07 2004

Mótmæli við fyrstu skóflustungu að álveri ALCOA í Reyðarfirði


Fréttatilkynning frá Náttúruvaktinni

Fimmtudaginn 8. júlí verður tekin fyrsta skóflustungan að væntanlegu álveri við Reyðarfjörð. Þar með mun bandaríska risafyrirtækið Bechtel taka opinberlega við yfirráðum á byggingarsvæði fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði. Bætist þar enn eitt risafyrirtækið með vafasama fortíð að baki í hóp þeirra sem þegar eru viðriðin virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi. Bechtel hefur bæði verið bendlað við efnavopn í Írak og situr nú að milljarðaverkefnum þar á vegum Bandaríkjastjórnar. Fyrirtækið hefur reyndar einbeitt sér að nýtingu vatns fremur en olíu. Nýjasta afrekið á því sviði fólst í einkavæðingu vatnsveitna í Bólivíu og stórhækkun á verði þannig að vatn varð munaðarvara sem fátækar fjölskyldur urðu að neita sér um. Bechtel er ekki síður þekkt en Alcoa og Impregilo fyrir lítilsvirðingu á réttindum starfsfólks í ýmsum heimshlutum. Nú er fyrirtækinu falið að byggja upp farveg íslenskrar vatnsorku til mengandi stóriðjuframkvæmda.

Read More

mar 22 2004

Kárahnjúkavirkjun mótmælt á Tate Modern sýningu Ólafs Elíassonar


Morgunblaðið 22. mars 2004

Virkjun mótmælt á lokadeginum

EFNT var til mótmæla gegn Kárahjúkavirkjun í Tate Modern-safninu í gær á síðasta sýningardegi Ólafs Elíassonar. Hópur fólks, bæði Bretar og Íslendingar búsettir í London, safnaðist saman í túrbínusalnum upp úr hádegi og opnaði regnhlífar á gólfi salarins á meðan bréfmiðum var hent ofan af svölum og niður á gólf.

Áletranir með slagorðum gegn virkjuninni voru á regnhlífunum og á miðunum var vitnað í ummæli Ólafs í blaðinu Guardian frá desember sl. þess efnis að Alcoa væri að eyðileggja hálendi Íslands með stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar. Vöktu þessi mótmæli mikla athygli, en voru friðsöm að sögn blaðamanns Morgunblaðsins sem staddur var á sýningunni í gær.

Meðal áletrana voru: „Don’t let the sun go down on Iceland“ og vísað þar til sólarinnar í verki Ólafs. Í tilkynningu frá mótmælendum segir að með Kárahnjúkavirkjun sé verið að stíga skref aftur til 20. aldar.

Sjá nánar (á ensku): Umbrella Protest in Tate Modern

Náttúruvaktin