ágú 17 2005
Yfirlýsing frá mótmælendum í ágúst 2005
Saving Iceland
VIÐ SEM MÓTMÆLT HÖFUM stóriðju og stórfelldum spjöllum á náttúru Íslands undanfarna mánuði við Kárahnjúka og víðar á landinu viljum að gefnu tilefni gefa eftirfarandi yfirlýsingu:
Við mótmæli okkar höfum við beitt aðferðum sem eiga sér ef til vill ekki langa sögu hérlendis en aðgerðir þær sem við höfum staðið fyrir flokkast ekki undir lögbrot. Við erum breiður hópur fólks Íslendinga og útlendinga víðsvegar að og það sem sameinar okkur er virðing fyrir náttúrunni, óþol gagnvart valdníðslu, kúgun og mannréttindabrotum. Við höfum tjáð andúð okkar á stórfelldum spjöllum á einstökum náttúruperlum á hálendi Íslands með því að:
Dreifa upplýsingum um stóriðjuæði íslenskra stjórnvalda sem speglast í fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum sem nú liggja á teikniborði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja svo sem í Þjórsárverum, Langasjó, Skjálfandafljóti og í Skagafirði. Read More