ágú 22 2008
2 Comments
Dauðsföll á Hellisheiði þar sem láglaunaðir verkamenn búa við ómannúðlegar aðstæður
Fyrir tveim dögum síðan létust tveir Rúmenskir verkamenn á Hellisheiði. Mennirnir köfnuðu inni í röri þar sem þeir unnu vegna stækkunnar jarðvarmavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði (1). Saving Iceland telur að alvarleg slys á borð við þetta séu nánast óumflýjanleg ef litið er til þeirra aðstæðna sem Austur Evrópskir verkamenn búa við. Framkvæmdirnar á Hellisheiði eru af stórum hluta til unnar af Pólskum og Rúmenskum verkamönnum sem búa í vinnubúðum nálægt framkvæmdasvæðinu. Rúmenarnir tveir sem létust unnu fyrir Altak, samstarfsaðila Orkuveitunnar. Read More