'Rio Tinto'
Tag Archive
apr 20 2011
Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Lýðræðishalli, Ólafur Páll Sigurdsson, Rannsóknarskýrsla Alþingis, Rannveig Rist, Rio Tinto, Rio Tinto Alcan, Spilling, Stóriðja, Vedanta
Fyrir fáeinum árum gaf mannréttindahreyfingin
War on Want – Fighting Global Poverty út mjög svo fróðlega skýrslu um hlutdeild breskra námufyrirtækja í stríðsátökum og mannréttindabrotum víðsvegar um heiminn. Vegur þar þungt aðkoma álfyrirtækja eins og Vedanta, BHP Billiton og ekki síst „Íslandsvinanna“ Rio Tinto.
Síðastliðinn febrúarmánuð fann Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi, sig knúinn til að setja ofan í við Benedikt Erlingsson eftir ummæli hans um blóði drifinn feril Rio Tinto í Morgunútvarpi Rásar 2. Read More
apr 19 2011
India, Kúgun, Rio Tinto, Rio Tinto Alcan, Samarendra Das
Róstur.org
Nýlega vöktu ummæli leikarans Benedikts Erlingssonar mikla athygli, þar sem hann sagði í viðtali við morgunútvarp Rásar 2: „[Rio Tinto Alcan] er einn mesti umhverfisspillirinn, og ég held að þeir hafi verið dæmdir fyrir morð á heilu þorpi einhvers staðar í Indónesíu“. Ekki minni athygli vöktu þó orð upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan hér á landi, en hann sagði í samtali við DV að fyrirtækið hefði aldrei verið dæmt fyrir morð, aðeins mannréttindabrot. „Ég geri ekkert lítið úr því að fyrirtækið hafi gengist við því að hafa staðið að brotum á þessu svæði á árunum 1985 til 1995. Það er auðvitað alvarlegt mál og við þykjumst ekki vera fullkomin í þeim efnum,“ sagði Ólafur Teitur Guðnason í samtali við DV. Hér á eftir verður fjallað nánar um þessar ásakanir á hendur fyrirtækinu. Read More
des 29 2010
Ál, Báxít, Hergagnaiðnaður, ISAL, Mengun, Rio Tinto, Stóriðja
Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson
Álframleiðsla byggir á námavinnslu á stöðum þar sem er að finna sérstaklega álríkan rauðan jarðveg sem nefnist báxít og verður til á löngum tíma við mikla útskolun efna á úrkomusvæðum sitt hvorum megin miðbaugs. Námavinnslan fer vanalega þannig fram að flett er burt gróðurþekju til þess að komast að báxítlögunum sem eru misþykk og oft ekki nema 2-4 metrar. Báxítið er numið brott og flutt í landfrekar súrálsverksmiðjur þar sem jarðvegurinn er leystur upp með vítissóda og kalki og síðan er súrálið (Al2O3) einangrað frá eðjunni.Vinnslunni fylgir mikil og skaðleg rykmengun og gríðarleg myndun eitraðra úrgangsefna, þ.e. rauðeðju sem hefur hátt sýrustig og í sumum tilfellum þungmálma. Slys þar sem stíflugarðar um eðjulón bresta komast sjaldan í hámæli ef frá er talið slysið í Ungverjalandi fyrr í vetur. Þar var hætta á að eitraður leirinn myndi flæða óhindrað út í Dóná og spilla vistkerfi hennar allt til Svartahafsins, m.a. Dónárdeltunni, einu merkilegasta votlendissvæði jarðar þar sem milljónir fugla hafast við. Read More
des 16 2010
Ál, Báxít, Búðarhálsvirkjun, Century Aluminum, Century Aluminum @is, HS Orka, HS Orka@isl, ISAL, Mengun, Rio Tinto, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is, Stóriðja, Suðurnes
Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson
Það er lengra mál en svo að rúmist í einni grein að fjalla um allar rangfærslurnar sem áliðnaðurinn teflir fram til þess að fegra verkefni sín og ginna samfélög til þess að kosta þau.
Áróðursmaskínurnar ganga svo langt að halda því fram að ál sé á einhvern hátt jákvætt fyrirbæri í umhverfislegu tilliti. Sannleikurinn er sá að áliðnaðurinn er námuiðnaður sem veldur verulegu umhverfisálagi, eyðir regnskógum og samfélögum frumbyggja og spillir vatnalífi og vistkerfum. Hvort heldur sem álið er notað í farartæki, umbúðir eða byggingarefni er í flestum tilvikum hægt að nota vistvænni efni.
Af nógu er að taka þegar kemur að rangfærslum iðnaðarins en í þessari grein verður látið duga að rekja helstu rangfærslur Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls, í Fréttablaðinu 2. des. Read More
sep 16 2010
Hagfræði, Helguvík, Helguvík @is, Hrunið, HS Orka, HS Orka@isl, Jarðhiti, Lýðræðishalli, Rio Tinto, Spilling, Stíflur, Stíflur @is, Stóriðja
Andri Snær Magnason
Það er einsdæmi í veröldinni að þjóð drekki fyrirtækjum sínum í skuldir til þess að tvöfalda orkuframleiðslu og tvöfalda hana aftur með tilheyrandi raski, segir Andri Snær Magnason í grein um græðgi og geðveiki. Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt.
Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Stundum blindar umræðan okkur og þá getur verið ágætt að prófa að tala um hlutina á útlensku til að sjá þá í nýju ljósi. Prófið til dæmis að segja einhverjum að hér hafi einn ríkisbanki verið seldur með láni frá hinum ríkisbankanum og öfugt. Þannig hafi þeir verið afhentir mönnum nátengdum ríkjandi stjórnmálaflokkum. Framkvæmdastjóri annars flokksins varð formaður bankaráðs í öðrum bankanum á meðan fyrrverandi viðskiptaráðherra hins flokksins var einn þeirra sem fékk hinn bankann. Sá maður hafði aðgang að öllum upplýsingum um stöðu bankans. Í millitíðinni varð þessi fyrrverandi viðskiptaráðherra hins vegar seðlabankastjóri. Hann flaug til Ameríku og gerði Alcoa tilboð sem fyrirtækið gat ekki hafnað. Þannig var hann búinn að tryggja mestu stórframkvæmdir Íslandssögunnar og stóraukin umsvif bankans sem hann var að enda við að selja sjálfum sér. Read More
ágú 31 2010
Báxít, Guðmundur Páll Ólafsson, Guðmundur Páll Ólafsson @is, Hrunið, HS Orka, Lýðræðishalli, Mengun, Náttúruvernd, Orkustofnun, Orkuveita Reykjavíkur, Rio Tinto, Spilling, Stóriðja, Suðurnes
Guðmundur Páll Ólafsson
… og svo sprakk dýnamítið og grjót og mold þyrlaðist yfir alla en áin söng á ný. Laxá var frjáls.
Einhvern veginn svona hljómaði lýsing af sprengingunni í Miðkvísl við Mývatnsósa þegar ólögleg stífla Laxárvirkjunar var rofin. Ég vildi að ég væri sekur og hefði átt virkan þátt í verknaðinum. En jafnvel þótt fyrrum formaður stjórnar Laxárvirkjunar lýsti því í ævisögu sinni, Sól ég sá, að ég hefði aðstoðað sprengjumenn þá var ég því miður erlendis þegar lýðræðissprengjan sprakk. Read More
ágú 12 2010
Aðgerðir, Alterra Power/Magma Energy, Century Aluminum @is, Einkavæðing, Fjölmiðlar, Grænþvottur, Hlutdrægni fjölmiðla, Hrunið, HS Orka, IMF, Kúgun, Lýðræðishalli, Náttúruvernd, Orkuveita Reykjavíkur, Rannsóknarskýrsla Alþingis, Rio Tinto, Saving Iceland, Spilling, Stóriðja
Takið þátt í baráttunni gegn iðnvæðingu einhverra sérstæðustu náttúrusvæða Evrópu og grípið til beinna aðgerða gegn stóriðju!
Baráttan fram að þessu
Baráttan heldur áfram til varnar stærstu ósnortnu víðernum Evrópu. Síðastliðin fimm ár hafa sumarbúðir beinna aðgerða á Íslandi beinst gegn álbræðslum, risastíflum og jarðgufuvirkjunum. Eftir þá skelfilegu eyðileggingu sem fylgdi byggingu stærstu stíflu Evrópu við Kárahnjúka og mikilla jarðgufuvirkjana í Hengli, er enn tími til að rjúfa „snilldaráætlun“ valdhafa um stíflur í öllum stærstu jökulánum, gernýtingu allra helstu háhitasvæðanna og byggingu álvera, olíuhreinsistöðva, gagnavera og sílikonverksmiðja. Þessar framkvæmdir myndu ekki aðeins eyðileggja einstakt landslag og vistkerfi, heldur einnig hafa í för með sér stórfellda aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
Read More
jan 28 2010
Alterra Power/Magma Energy, HS Orka, Landsnet, norðurál, Orkuveita Reykjavíkur, Rio Tinto, Sigmundur Einarsson @is, Suðvesturlína, Vatnsból
Sigmundur Einarsson
Vinnubrögð í anda útrásarinnar
Í ávarpi til íslensku þjóðarinnar á gamlársdag fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra m.a. um hina ómetanlegu auðlind, íslenska vatnið, og mikilvægi þess að allir hafi aðgang að hreinu vatni. Hún sagði að sem þjóð þyrftum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins. Í framhaldi af þessum orðum forsætisráðherra er fróðlegt að skoða stöðu og horfur í verndun vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu.
Staðreyndin er sú að fyrir dyrum stendur að stofna vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins í hættu með framkvæmdum sem byggja á afar veikum forsendum. Hér er átt við byggingu Suðvesturlína sem munu liggja að hluta yfir viðkvæmustu hluta vatnsverndarsvæðanna. Til að gera sér grein fyrir alvarleika þessa máls er nauðsynlegt að skoða jarðfræði svæðisins, eðli vatnsverdarsvæða og þeirra laga og reglugerða sem gilda um slík svæði.
okt 26 2008
ALCOA, Century Aluminum, Economics, Hagfræði, Hrunið, Jaap Krater @is, Kárahnjúkar, Morgunblaðið, Norsk Hydro, Rio Tinto, Saving Iceland, Stóriðja
Jaap Krater, Morgunblaðið
Á tímum efnahagsþrenginga er líklegt að fólk fagni hugmyndum um nýjar virkjanir og álver. En mun það raunverulega styrkja íslenskt efnahagslíf?
Þann 28. sept. sl. útskýrði Geir Haarde í sjónvarpsþættinum Mannamál að ein aðalástæðan fyrir falli krónunnar sé stóriðjuframkvæmdir; bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls.
.
Hvaða áhrif munu fleiri stóriðjuframkvæmdir hafa? Hvað mun það kosta íslenska skattborgara?
.
Útskýring Geirs kemur ekki á óvart. Áður en Kárahnjúkavirkjun var reist spáðu hagfræðingar fyrir um neikvæð áhrif á verðbólgu, erlendar skuldir og verðgildi krónunnar. Auðvitað fylgir nýjum álverum einhver fjárhagslegur ávinningur en í skýrslu Glitnis frá 2006 um áhrif uppbyggingar áliðnaðarins á Íslandi sagði að hann jafnist líklega út vegna óbeinna áhrifa framkvæmdanna á eftirspurn, verðbólgu, vexti og verðgildi krónunnar.
.
Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings sem kom út fyrir byggingu stíflunnar sagði að Kárahnjúkavirkjun myndi aldrei skapa gróða og íslenskir skattborgarar myndu líklega enda á að greiða fyrir Alcoa.
Read More
sep 17 2008
Grænþvottur, Rio Tinto, Stóriðja
Í dag barst okkur bréf frá Danmörku:
Í morgun voru stórir borðar hengdir utan á byggingu á Nörrebro í Kaupmannahöfn og sögðu ,,Áliðnaðurinn er að eyðileggja allar helstu ár Íslands!” Á sömu byggingu hékk í síðustu viku stór auglýsing frá Icelandair, þar sem ferðir til Íslands voru auglýstar ásamt myndum af íslenskum ám.
Með tilkomu nýrra álvera Century í Helguvík og Alcoa á Húsavík eykst enn orkuþörf áliðnaðarins og mun leiða af sér virkjun fleiri jökuláa og jarðhitasvæða. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að reistar verði stíflur í Þjórsá, Tungnaná, Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum; einungis fyrir auknar stóriðjuframkvæmdir.
Read More