'Rio Tinto'
Tag Archive
ágú 11 2008
1 Comment
Alcoa @is, Century Aluminum, Grænþvottur, Hengill, Hlutdrægni fjölmiðla, Jaap Krater @is, Jökulsá á Fjöllum, Kárahnjúkavirkjun, Landsvirkjun @is, Náttúruvernd, Rio Tinto, Saving Iceland, Skagafjörður, Skjálfandafljót, South Africa, Trinidad and Tabago
Jaap Krater, Iceland Review – Sem einstaklingur sem hefur nú verið virkur með Saving Iceland í nokkur ár, las ég grein
grein James Weston um umfjöllun fjölmiðla um baráttu okkar og hafði gaman af. Margt af því sem hann skrifar er ekki bara fyndið, heldur einnig satt.
Fyrir mér, bendir greinin þó einnig á nokkrar sorglegar staðreyndir. Fólk situr og horfir á sjónvarpið þar sem það sér annað fólk læsa sig við vinnuvélar (samkvæmt skoðanakönnunum lítur út fyrir að flestir séu jafn vel sammála okkur um stóriðjuvæðingu landsins) og leiðist.
Read More
ágú 01 2008
Actions, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Landsvirkjun, Mengun, Náttúruvernd, Rio Tinto, Rio Tinto Alcan, Saving Iceland, Spilling, Þjórsá
,,STÖÐVUM VIRKJUN ÞJÓRSÁR FYRIR HERGAGNAFRAMLEIÐANDA!”
HAFNARFJÖRÐUR – Aðgerðasinnar frá Saving Iceland hafa nú stöðvað umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem hleypa umferð til og frá álverslóðinni. Saving Iceland mótmælir fyrirhugaðri framleiðsluaukningu, nýjum álverum og samhliða eyðileggingu íslenskri náttúru fyrir raforkuframleiðslu. Samstarf Rio Tinto-Alcan við fjölmarga hergagnaframleiðendur er einnig fordæmt.
Rio Tinto-Alcan hyggst nú auka framleiðslu álversins í Straumsvík um 40 þúsund tonn á ári án þess að stækka álverið sjálft. Einnig vinnur fyrirtækið að undirbúningi nýs álvers á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn (1). Read More
júl 25 2008
Actions, ALCOA, Century Aluminum, Corruption, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Jaap Krater, Landsvirkjun, Rio Tinto, Saving Iceland, Spilling, Workers Rights, Þjórsá
FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT
REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá hér).
,,Við fordæmum áætlun Landsvirkjunnar um að reisa þrjár virkjanir í Þjórsá og eina í Tungnaá, sem m.a. á að byggja til þess að svara orkuþörf álvers Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði (1,2), þrátt fyrir að stækkun álversins hafi verið hafnað í íbúakosningum vorið 2007. Allt bendir nú líka til þess að virkjað verði í Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum, þar sem Alcoa hyggst nú reisa enn stærra álver á Bakka en áður var áætlað (3,4). Þar að auki eru framkvæmdir fyrirtækisins við Þeystareyki búnar að hafa í för með sér gífurlega eyðileggingu jarðhitasvæðisins (5). Til að bæta gráu ofan á svart eru framkvæmdirnar á Norðurlandi til þess eins að framleiða orku fyrir fyrirtæki sem sjálft viðurkennir að vera vopnaframleiðandi (6) og hefur margoft hlotið athygli fjölmiðla vegna hrikalegra mannréttindabrota sinna (7). Landsvirkjun ætti ekki að bjóða Alcoa velkomið til landsins” segir Jaap Krater frá Saving Iceland. Read More
jan 07 2008
ALCOA, Century Aluminum, Hlutdrægni fjölmiðla, Impregilo, India, Kárahnjúkar, Kúgun, Landsvirkjun, Laws, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Media bias, Miriam Rose @is, Náttúruvernd, Repression, Rio Tinto, Saving Iceland, Stóriðja
Höfundur flutti erindið á umræðufundi um „grunngildi samfélagsins“ sem haldinn var í Reykjavíkur Akademíunni 20. nóvember árið 2007.
Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig: Ég heit Miriam Rose, og er aðgerðasinni og umhverfisfræðingur frá Bretlandi. Ég var beðin um að tjá mig hér um reynslu mína af grunngildum íslensks samfélags, byggt á viðtali sem ég var í við Kastljós í október, eftir að mér var hótað með brottvísun úr landi vegna aðildar minnar að aðgerðum gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnar ykkar. Í bréfinu sem ég fékk, þar sem farið var fram að mér yrði vísað úr landi, stóð að ég ætti á hættu að vera brottræk gerð frá Íslandi í þrjú ár, enda væri hegðun mín �ógnun við grunngildi samfélagsins�.
Read More
des 16 2007
Ál, ALCOA, Century Aluminum, Corruption, Fjölmiðlar, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Hlutdrægni fjölmiðla, Impregilo @is, Kapítalismi, Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Media bias, Mengun, Náttúruvernd, Ólafur Páll Sigurðsson @is, Rio Tinto, Saving Iceland, Spilling, Stóriðja
Jón Ólafsson (JÓ) ræðir við Ólaf Pál Sigurðsson (ÓPS) umhverfisverndarsinna og stofnanda samtakanna Saving Iceland í þættinum Upp og ofan á Rás 1. 16. desember, 2007.
Jón Ólafsson:
Góðir hlustendur, ég hef í haust fengið til mín fagfólk sem oftast hefur verið tengt einhverjum háskóla landsins og verið að fást við hluti sem að mér hafa fundist að tengdust bæði háskólasamfélaginu og líka pólitík. Í dag, í þessum síðasta þætti mínum, hef ég fengið hingað mann sem er ekkert tengdur háskólasamfélaginu en hins vegar mjög tengdur pólitík eða pólitískum aðgerðum en það er Ólafur Páll Sigurðsson, menntaður bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður en nú aðallega þekktur aktífisti og margir tengja hann væntanlega við samtökin Saving Iceland.
Read More
júl 24 2007
Báxít, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Jaap Krater, Kúgun, Landsvirkjun, Mengun, Rio Tinto
LANDSVIRKJUN Á AÐILD AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í SUÐUR AFRÍKU, SEM ER KEYRT ÁFRAM MEÐ KOLUM OG KJARNORKU
Fréttatilkynning
HAFNARFJÖRÐUR – Saving Iceland hefur lokað aðgangi að álveri Rio Tinto-ALCAN í Straumsvík. Um það bil 20 mótmælendur hafa læst sig saman og klifrað upp í krana á vinnusvæðinu. Saving Iceland mótmælir fyrirhuguðu álveri Rio Tinto-ALCAN á Keilisnesi eða Þorlákshöfn, stækkun álversins í Hafnarfirði og nýju álveri í Suður-Afríku sem verður keyrt áfram af kolum og kjarnorku.
,,Mótmæli gegn Alcan hafa skilað sínu. Hafnfirðingar höfnuðu að sjálfsögðu fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík og nýlega varð fyrirtækið að hætta þáttöku sinni í báxítgreftri í Kashipur, Norðaustur Indlandi, vegna mótmæla gegn mannréttindabrotum þeirra og umhverfiseyðingu. Alcan hefur verið ásakað fyrir menningarútrýmingu í Kashipur , þar sem námur og stíflur hafa þegar neytt 150.000 manns til þess að yfirgefa heimkynni sín, mest megnis innfædda . Norsk Hydro hætti þáttöku sinni í verkefninu eftir að lögreglan pyntaði og kveikti í mótmælendum, og þá kom Alcan inn í málið.” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.
Read More