'Samarendra Das' Tag Archive

apr 19 2011

Glæpaferill Rio Tinto Alcan


Róstur.org

Nýlega vöktu ummæli leikarans Benedikts Erlingssonar mikla athygli, þar sem hann sagði í viðtali við morgunútvarp Rásar 2: „[Rio Tinto Alcan] er einn mesti umhverfisspillirinn, og ég held að þeir hafi verið dæmdir fyrir morð á heilu þorpi einhvers staðar í Indónesíu“. Ekki minni athygli vöktu þó orð upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan hér á landi, en hann sagði í samtali við DV að fyrirtækið hefði aldrei verið dæmt fyrir morð, aðeins mannréttindabrot. „Ég geri ekkert lítið úr því að fyrirtækið hafi gengist við því að hafa staðið að brotum á þessu svæði á árunum 1985 til 1995. Það er auðvitað alvarlegt mál og við þykjumst ekki vera fullkomin í þeim efnum,“ sagði Ólafur Teitur Guðnason í samtali við DV. Hér á eftir verður fjallað nánar um þessar ásakanir á hendur fyrirtækinu. Read More

nóv 01 2010

„Saga kapítalismans er vörðuð með ofbeldi“ – viðtal við Samarendra Das


Róstur.org

Í lok ágúst kom rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Samarendra Das hingað til lands til að kynna nýjustu bók sína og mannfræðingsins Felix Padel, Out of this Earth: The East India Adivasis and the Aluminium Cartel. Bókin er afrakstur tíu ára rannsóknarvinnu á áliðnaðinum, allt frá báxítvinnslu í fátækum héruðum Indlands til kaupsýsluhverfa London þar sem milljarðamæringar sópa til sín gróða af álvinnslunni. Róstur hittu Samarendra að máli á meðan á Íslandsdvöl hans stóð.

Samarendra kom fyrst hingað árið 2008 á vegum náttúruverndarhreyfingarinnar Saving Iceland en hann hafði áður komist í kynni við samtökin erlendis. Hann kvaðst feginn þegar hann hitti mann á vegum Saving Iceland á ráðstefnu í London því þar hafi hann fyrst fengið að heyra frá öðrum en erlendum hagfræðingum hvað ætti sér stað hér á landi. Samarendra er mjög gagnrýninn á marga fræðimenn en hann segir það allt of algengt að þeir setji ekki spurningarmerki við hvað rekur þá áfram og að oft geri þeir of lítið af því að finna og greina raunveruleg vandamál. Read More

ágú 19 2010

Samviska heimsins – Viðtal við Samarendra Das


Viðtalið birtist upphaflega á Smugunni, þann 19. ágúst 2010.

„Ég er pólitískur aktívisti,“ segir Samarendra Das sem hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í gær um bók sína sem gæti kallast með réttu Svartbók áliðnaðarins. Hann hefur ástæðu til að fagna í dag en margt bendir til þess að baráttan um Niyamgiri fjallið í Odisha héraðinu á Indlandi hafi unnist. Þar stóð til að að breska fjölþjóðafyrirtækið Vedanta færi að vinna báxít og hrekti þar með burt sérstæðan ættbálk sem býr við fjallið og trúir á það sem uppsprettu lífsins. Ný skýrsla stjórnskipaðrar nefndar er sögð leiða í ljós að ekki sé hægt að mæla með því að fyrirtækið fái leyfi til námuvinnslu vegna endurtekinna lögbrota í tengslum við undirbúninginn. Niðurstaðan verður gerð opinber á morgun en fyrirtækið hefur fallið um níu prósent í verði og lánshæfismatið hefur lækkað.

Samviska heimsins
„Vopnin sem ég beiti er að upplýsa fólk, það er ekki hægt að breyta nema vekja upp samvisku sem hefur ekki landamæri, samfélagslega ábyrgð sem einskorðar sig ekki við þrönga heimsmynd heldur tekur til allra þátta . Ég segi fólkinu á Íslandi frá fjallinu helga á Indlandi sem átti að fórna á Indlandi til að breskt fjölþjóðafyrirtæki gæti unnið þar baxít, það á síðan meðal annars að flytja til Íslands og nota í álbræðslu hér. Og ég segi fólkinu á Indlandi og víðar frá jökulánum á Íslandi sem voru stíflaðar til að álbræðslurnar hér fái rafmagn. Og hluti af álinu endar síðan í hergagnaiðnaði og veldur hörmungum einhversstaðar í heiminum.“ Read More

ágú 14 2010

Samarendra Das á Íslandi – Fyrirlestrar og kynning á „svartbók áliðnaðarins“


Dagana 14. – 21. ágúst verður indverski rithöfundurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og aktífistinn Samarendra Das hér á landi, í annað sinn á vegum umhverfishreyfingarinnar Saving Iceland. Tilefni komu hans er útkoma nýrrar bókar hans og fornleifafræðingsins Felix Padel, Out of This Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel, sem er gefinn út af Orient Black Swan útgáfunni og mætti kalla „svartbók áliðnaðarins“. Miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20:00 verður Samarendra með fyrirlestur og kynningu á bókinni í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121. Fleiri fyrirlestrar munu eiga sér stað annars staðar á landinu á meðan Samarendra er hér og verða þeir auglýstir síðar.

Síðasta áratuginn hefur Samarendra verið viðriðinn baráttu Dongria Kondh frumbyggja Odisha héraðsins á Indlandi, gegn breska námufyritækinu Vedanta sem hyggst grafa eftir báxíti til álframleiðslu á landi frumbyggjanna – nánar tiltekið Nyjamgiri hæðunum. Read More

júl 18 2010

Svartbók áliðnaðarins


Nýlega kom út bókin Out of this Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel eftir Felix Padel og Samarendra Das. Þeir félagar hafa eytt síðustu árum í rannsóknir á áliðnaðinum á alþjóðavísu, auk þess að vinna með frumbyggjum Odisha héraðsins (áður Orissa) á Indlandi. Rithöfundurinn Arundhati Roy ritar inngang að bókinni sem er gefin út af Orient BlackSwan.

Samarendra Das er mörgum landsmönnum kunnur, því hann kom til Íslands sumarið 2008 á vegum Saving Iceland og vakti mikla athygli á fyrirlestri sem samtökin héldu í Rvk. Akademíunni ásamt Andra Snæ, þar sem hann fjallaði að mestu um báxítgröft og baráttu frumbyggja Orissa héraðsins á Indlandi gegn báxítnámum þar. Einnig hélt hann fund með Samtökum Hernaðarandstæðinga þar sem hann fjallaði um tengsl álframleiðslu og stríðs, auk þess sem opnir fundir voru haldnir með honum á ýmsum vettvöngum. Nú standa Saving Iceland fyrir annari komu hans til Íslands, þar sem hann mun halda fyrirlestra og kynna bók sína víða um land og mun meðal annars koma fram á fyrirlestrahátíð sem tímaritið Róstur mun standa fyrir þann 21. ágúst.

Read More

ágú 10 2008

Ímyndarleikur áliðnaðarins


Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Morgunblaðið

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson skrifar um stóriðju og ímynd Íslands: „Allt tal um ál sem „græna málminn“ er þáttur í ímyndarherferð valdhafa og áliðnaðarins. Hvað skiptir raunverulegu máli í umræðunni um álframleiðslu?

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, skrifaði í Morgunblaðið þann 24. júlí, grein um álframleiðslu, þar sem hann gerir lítið úr raunverulegum áhrifum hennar; umhverfis- og samfélagstengdum, sem og hnattrænum. Það vekur athygli að kvöldið áður átti sér stað fyrirlestur Andra Snæs og Samarendra Das í Rvk. Akademíunni, en fundurinn fjallaði einmitt um báxítgröft og samhliða menningarleg þjóðarmorð í þriðja heiminum, og leiddi af sér þónokkra almenningsumræðu um hvort tveggja. Read More

ágú 05 2008

Aðgerðabúðum lokið – Baráttan heldur áfram!


Fjórðu aðgerðabúðum Saving Iceland er lokið, en baráttan heldur auðvitað áfram. Í ár vorum við í þrjár vikur á Hellisheiði, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun, fyrst og fremst til að fullnægja aukinni orkuþörf álfyrirtækja. Við nutum þess að eyða sumrinu í ótrúlegri náttúru, sem nú er í hættu vegna framkvæmdanna. Áhersla okkar í sumar voru hnattræn áhrif álframleiðslu, og bentum við á hvernig álframleiðslan er ekki íslenskt fyrirbæri heldur skaðar allan hnöttinn; umhverfi hans, fólk og dýr.
Aðgerðir okkar og atburðir í ár voru árangursríkir. Laugardaginn 19. Júlí stöðvuðum við framkvæmdir í Helguvík í heilan dag, þar sem Century/Norðurál hyggst nú reisa nýtt álver, án þess að hafa tiltekin leyfi til starfseminnar. Tveim dögum seinna lokuðum við veginum til og frá álveri Norðuráls á Grundartanga sem og Járnblendiverksmiðjunni þar. Í bæði skiptin bentum við á þau jarðvarmasvæði sem þarf að eyðileggja til orkuöflunnar, vafasama viðskiptahætti Century í Vestur Kongó, og á Jamaíka þar sem fyrirtækið er með báxítnámur sínar. Fréttatilkynningar og myndir frá 19. Júlí má sjá hér og frá 21. Júlí hér. Read More

júl 29 2008
5 Comments

Aðrar hliðar Saving Iceland


Á meðan aðgerðabúðum Saving Iceland stendur hvert sumar, er líklegt að fólk mest athygli fjölmiðla beinist að beinum aðgerðum hópsins. En Saving Iceland stendur fyrir ýmsu öðru á meðan búðunum stendur og einnig allan ársins hring.
Indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um áliðnaðinn, Samarendra Das er nú staddur hér á landi á vegum Saving Iceland og hefur nú þegar haldið þrjá opna fundi; Þriðjudaginn 22. Júlí í Friðarhúsi Samtaka Hernaðarandstæðinga, þar sem áhersla var lögð á tengsl álframleiðslu og stríðsreksturs; Miðvikudaginn 23. Júlí í Reykjavíkur Akademíunni, þar sem Samarendra fjallaði ásamt Andra Snæ Magnasyni, um hnattrænar afleiðingar álframleiðslu og braut á bak aftur goðsögnina um svokallaða ‘hreina og græna’ álframleiðslu; og í Keflavík, Fimmtudaginn 24. Júlí. Read More

Náttúruvaktin