'Sigmundur Einarsson @is'
Tag Archive
des 20 2011
Helguvík, Helguvík @is, Hlutdrægni fjölmiðla, HS Orka, HS Orka@isl, Jarðhiti, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is, Suðurnes
Sigmundur Einarsson jarðfræðingur
Þann 23. apríl 2007 samdi HS Orka við Norðurál um sölu á 150 MW af raforku til álbræðslu í Helguvík. Samkvæmt forstjóra HS Orku eru ýmsir fyrirvarar í samningnum m.a. um arðsemi virkjana, umhverfismat, árangur af borunum, samkomulag við viðkomandi sveitarfélög og samninga við Landsnet um flutning orkunnar. Þegar ekkert bólaði á orkunni tveimur árum eftir undirritun var fyrirvörunum aflétt (30. júní 2009) og ári síðar (júlí 2010) stefndi Norðurál HS Orku fyrir vanefndir á samningum. Þá var kominn júlí 2010, þrjú ár liðin frá undirritun og ekkert hafði gerst í orkuöflun. Af einhverjum ástæðum sem mér eru ókunnar endaði málið hjá sænskum gerðardómi sem nú hefur fellt þann úrskurð að HS Orku sé skylt að afhenda Norðuráli þessi 150 MW.
Og nú gleðjast Suðurnesjamenn væntanlega því forstjóri Norðuráls segir að bræðslan geti tekið til starfa árið 2014. Þetta er loksins alveg að koma en það hefur reyndar heyrst oft áður. Ætli einhver vandamál hafi verið leyst? Hver skyldi vera orsökin fyrir þeim töfum sem orðið hafa?
Lengi framan af var umhverfisráðherra talinn sá erkióvinur sem gerði allt sem hægt var til að tefja verkið. Seinna var ríkisstjórnin í heild orðin að höfuðóvini. Um tíma féllu þung orð í garð Orkustofnunar vegna „bábilju og forsjárhyggju“ en síðustu misserin hefur m.a. staðið á skipulagsvinnu af hálfu sveitarfélaganna Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Nú allra síðast hefur dregist að fá niðurstöðu frá gerðardómi í Svíþjóð vegna ágreinings um orkuverð. En nú er niðurstaðan komin. Ágreiningurinn reyndist vera annað og meira en orkuverðið. HS Orka vildi greinilega losna undan samningum í heild vegna þess að fyrirtækið getur alls ekki útvegað orkuna. Þetta hefur í reynd legið fyrir frá upphafi og samningurinn við Norðurál er með slíkum ólíkindum að vinnubrögðin hljóta að teljast í meira lagi ámælisverð ef samningurinn stendur. Read More
nóv 03 2011
Bakki, Bakki @is, Century Aluminum, Century Aluminum @is, Helguvík, Helguvík @is, HS Orka, HS Orka@isl, Jarðhiti, Lýðræðishalli, Orkuveita Reykjavíkur, Orkuveita Reykjavíkur @is, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is, Stóriðja, Þeistareikir
Sigmundur Einarsson
Í fréttum af fundi um atvinnumál á Húsavík í gær sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra að það væri ekki sitt hlutverk að segja frá fyrirætlunum stórfyrirtækja. Þessi ómerkilegi útúrsnúningur er dæmigerður fyrir framkomu yfirmanna orkumála hér á landi síðustu misserin. Þar á bæ hefur lengi vantað hugrekki til að segja sannleikann umbúðalaust.
Sannleikurinn hentar ekki
Nú eru liðin rúmlega tvö ár síðan ég skrifaði grein hér í Smuguna (og á Saving Iceland, ritstj.) um „Hinar miklu orkulindir Íslands.“ Tilefni þeirra skrifa voru síendurteknar yfirlýsingar ýmissa þingmanna, sveitastjórnarmanna og frammámanna í atvinnulífi þess efnis að styrkur Íslands lægi í auðlindum þjóðarinnar, ekki síst gríðarlegri orku í jarðhitasvæðum landsins. Þessir spámenn lýstu því ítrekað yfir að það eina sem virkilega gæti bjargað íslenskri þjóð frá ævarandi örbirgð væru nýjar virkjanir og álbræðslur. Mér ofbauð þessi málflutningur og vildi fá fram málefnalega umfjöllun. Ég lagði töluverða vinnu í að taka saman grein um málið. En viti menn. Viðbrögð voru sáralítil. Orkustofnun og iðnaðarráðuneyti þögðu þunnu hljóði. Nokkrir andmæltu mér opinberlega, einkum „sérfræðingar“ sem áttu að vita betur. Vandinn er nefnilega sá að „sérfræðingar“ okkar í orkumálum hafa nær allir beinan eða óbeinan hag af aukinni orkuvinnslu. Sannleikurinn reyndist hvorki henta sérfæðingunum né „frammámönnum“ í atvinnulífi. Read More
okt 26 2011
1 Comment
HS Orka@isl, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is
Sigmundur Einarsson jarðfræðingur
Í gær var kynnt ný hagspá hagdeildar Alþýðusambands Íslands undir fyrirsögninni Doði framundan nema til komi alvöru fjárfestingar. Þar er lýðnum gert ljóst að ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar muni ekki batna nema reist verði álbræðsla í Helguvík og að til komi stóriðja á Norðurlandi. Ella skulum við eta það sem úti frýs.
Í Fréttablaðinu í morgun bætir Kristján G. Gunnarsson verkalýðsforingi á Suðurnesjum um betur og heimtar að nátttröllin vakni. Þeim orðum virðist hann beina til fjármálaráðherra. Kristján vitnar í eina af mannvitsbrekkum alþingis, nafna sinn Möller, sem ku hafa sagt á íbúafundi suður með sjó nýlega að allt væri tilbúið til framkvæmda í Helguvík og það eina sem vantaði væri að ganga endanlega frá orkusölumálum. Ljóst væri að þar þyrfti aðkomu Landsvirkjunar.
Það er einfalt að gera sig breiðan fyrir framan kjósendur með slíkum fullyrðingum. Vandinn er sá að bæði hagdeild ASÍ og þeir nafnar eru hér að gapa um mál sem þeir hafa sýnilega ekki kynnt sér. Read More
jan 31 2011
2 Comments
Hrunið, Kúgun, Lýðræðishalli, Sigmundur Einarsson @is, Spilling
Sigmundur Einarsson
Mér ofbýður hvernig níu einstaklingar sæta nú ofsóknum af hálfu okkar sem lítum á okkur sem íslenska þjóð. Ríkissaksóknari krefst fangelsisvistar fyrir málamyndasakir tengdar búsáhaldabyltingunni. Þetta er fólk sem hefur það eitt til saka unnið að hafa verið óánægt með stöðu mála í þjóðfélaginu þegar efnahagskerfið hrundi og hafði kjark til að tjá skoðanir sínar opinberlega. Hvernig í ósköpunum getur það gerst að ríkissaksóknari fari þannig offari gegn venjulegu fólki í nafni íslensku þjóðarinnar? Æðsti handhafi ákæruvalds í landinu hefur sýnilega misskilið hlutverk sitt. Read More
des 16 2010
Ál, Báxít, Búðarhálsvirkjun, Century Aluminum, Century Aluminum @is, HS Orka, HS Orka@isl, ISAL, Mengun, Rio Tinto, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is, Stóriðja, Suðurnes
Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson
Það er lengra mál en svo að rúmist í einni grein að fjalla um allar rangfærslurnar sem áliðnaðurinn teflir fram til þess að fegra verkefni sín og ginna samfélög til þess að kosta þau.
Áróðursmaskínurnar ganga svo langt að halda því fram að ál sé á einhvern hátt jákvætt fyrirbæri í umhverfislegu tilliti. Sannleikurinn er sá að áliðnaðurinn er námuiðnaður sem veldur verulegu umhverfisálagi, eyðir regnskógum og samfélögum frumbyggja og spillir vatnalífi og vistkerfum. Hvort heldur sem álið er notað í farartæki, umbúðir eða byggingarefni er í flestum tilvikum hægt að nota vistvænni efni.
Af nógu er að taka þegar kemur að rangfærslum iðnaðarins en í þessari grein verður látið duga að rekja helstu rangfærslur Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls, í Fréttablaðinu 2. des. Read More
nóv 03 2010
Ál, Century Aluminum, Century Aluminum @is, HS Orka, HS Orka@isl, Landsnet, Orkuveita Reykjavíkur, Orkuveita Reykjavíkur @is, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is, Stóriðja, Suðurnes
Sigmundur Einarsson
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að nú væri búið að tryggja orku til álbræðslunnar í Helguvík. Bjargvætturinn var sagður vera Landsvirkjun sem ætlar að leggja til umframafl sem til er „í kerfinu“ og ku það nema 60-80 MW.
Samkvæmt fréttinni þarf álbræðslan alls um 450 MW sem er um 150 MW minna en áður var áætlað. HS Orka er sögð munu útvega 250 MW, Orkuveita Reykjavíkur 120-140 MW og Landsvirkun bjargar því sem á vantar, 60-80 MW.
Þetta virðist einfalt. All sýnist klappað og klárt og ekki eftir neinu að bíða. Framkvæmdir ættu að geta hafist strax í dag. Eða hvað? Var þetta orkan sem vantaði til að unnt væri að halda áfram? Fyrir ári síðan var fullyrt að nóg orka væri fyrirliggjandi til að reisa álbræðslu sem þyrfti um 600 MW. Hvað skyldi hafa breyst? Read More
sep 24 2010
Helguvík@isl, HS Orka, HS Orka@isl, Orkustofnun, Orkuveita Reykjavíkur, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is
Sigmundur Einarsson
Álbræðsla í Helguvík hefur verið töluvert til umræðu undanfarið vegna fyrirsjáanlegra tafa á afhendingu orkunnar. Skýringar hagsmunahópa eru allar á sama veg. Stjórnvöld bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu! HS Orka fær ekki leyfi til að stækka Reykjanesvirkjun! Seinagangur við afgreiðslu skipulagsáætlana! Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ lagður í pólitískt einelti! – O.s.frv.
Umfjöllun fjölmiðla er hefðbundin. Hvorki er vilji né geta til að fjalla um kjarna málsins og stjórnmálamenn óttast óvinsældir. Þeir eru hræddir um að verða kallaðir til ábyrgðar og þora ekki að viðurkenna að verkefnið hafi verið tálsýn frá upphafi.
Aðdragandinn
Þegar áform um dularfulla stálpípuverksmiðju í Helguvík gufuðu upp um miðjan þennan áratug var Norðuráli boðin þar aðstaða fyrir álbræðslu. Norðurál sló til og samdi um kaup á raforku. Skipulag og umhverfismat voru unnin fyrir álbræðslu, orkuver og háspennulínur. Svo kom kreppan og eyðilagði allt. Eða hvað?
Read More
júl 16 2010
ALCOA, EIA, Landsvirkjun, Sigmundur Einarsson @is, Þeistareikir
Sigmundur Einarsson – jarðfræðingur
Þann 30. apríl sl. lagði orkufyrirtækið Þeistareykir ehf., sem nú mun að fullu í eigu Landsvirkjunar, fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar allt að 200 MWe jarðvarmaorkuvers á Þeistareykjum. Skýrslan nær jafnframt yfir mat á umhverfisáhrifum vegar milli Húsavíkur og virkjunarsvæðisins. Þennan sama dag voru lagðar fram fimm stórar frummatsskýrslur um fyrirhugaða orkuvinnslu og stóriðju á Norðausturlandi samtals tæplega 1100 bls. auk fjölda viðauka. Það gefur auga leið að það er ekki hægt að ætla nokkrum manni eða frjálsum félagasamtökum að rýna í málin í frítíma á þeim sex vikum sem ætlaðar voru til athugasemda skv. lögum. Frestur til að gera athugasemdir við skýrslurnar fimm rann úr 14. júní sl.
Við skoðun á skýrslunni um Þeistareyki koma ótrúlegustu hlutir í ljós. Reyndar hef ég ekki komið á svæðið eftir útkomu skýrslunnar og hef því ekki getað skoðað ýmislegt sem ástæða væri til að kanna sérstaklega, s.s. nýtt vegstæði, ný námusvæði, helstu mannvirkjasvæði og síðast en ekki síst heildarsamhengi framkvæmdarinnar. Ég ætla samt að reyna að fara í gegnum helstu þætti málsins í nokkrum áföngum þannig að áhugasamir geti kynnst minni sýn á það, en hún er nokkuð önnur en sýn framkvæmdaraðilans og sveitarfélagsins sem ber ábyrgð á skipulagi á svæðinu.
Read More
júl 16 2010
ALCOA, Bakki, EIA, Krafla and Þeistareykir, Landsvirkjun, Norðurþing, Sigmundur Einarsson @is
Sigmundur Einarsson
Menn geta verið með eða á móti stóriðju og stórfelldri virkjun orkulinda. En allir geta verið sammála um að vanda þurfi til verka þegar og ef að framkvæmdum kemur. Sú ætlar því miður ekki að verða raunin í tilviki stóriðjudrauma Húsvíkinga.
Þann 30. apríl sl. auglýsti Skipulagsstofnun eftir athugasemdum við fimm frummatsskýrslur vegna mats á umhverfisáhrifum stórframkvæmda á Norðurlandi. Um er að ræða:
- Álver á Bakka við Húsavík, allt að 346.000 tonn/ári
- Jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum, allt að 200 MW
- Jarðvarmavirkjun við Kröflu, Kröfluvirkjun II sem svo er nefnd, allt að 150 MW
- Háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík, 220 kW
- Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna ofangreindra framkvæmda
Read More
jan 28 2010
Alterra Power/Magma Energy, HS Orka, Landsnet, norðurál, Orkuveita Reykjavíkur, Rio Tinto, Sigmundur Einarsson @is, Suðvesturlína, Vatnsból
Sigmundur Einarsson
Vinnubrögð í anda útrásarinnar
Í ávarpi til íslensku þjóðarinnar á gamlársdag fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra m.a. um hina ómetanlegu auðlind, íslenska vatnið, og mikilvægi þess að allir hafi aðgang að hreinu vatni. Hún sagði að sem þjóð þyrftum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins. Í framhaldi af þessum orðum forsætisráðherra er fróðlegt að skoða stöðu og horfur í verndun vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu.
Staðreyndin er sú að fyrir dyrum stendur að stofna vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins í hættu með framkvæmdum sem byggja á afar veikum forsendum. Hér er átt við byggingu Suðvesturlína sem munu liggja að hluta yfir viðkvæmustu hluta vatnsverndarsvæðanna. Til að gera sér grein fyrir alvarleika þessa máls er nauðsynlegt að skoða jarðfræði svæðisins, eðli vatnsverdarsvæða og þeirra laga og reglugerða sem gilda um slík svæði.