'Stóriðja'
Tag Archive
sep 01 2007
Guðni Elísson, Hlutdrægni fjölmiðla, Kárahnjúkar, Kúgun, Media bias, Morgunblaðið, Náttúruvernd, Repression, Saving Iceland, Stóriðja
„Í svona samtökum eru aðeins þroskaheftir kjánar með brostna sjálfsmynd. Hópinn má leggja að jöfnu við glæpaklíkur, fótboltabullur, málaliða og hryðjuverkamenn. Liðsmennirnir búa líklegast ekki allir í 101 Reykjavík og eru krakkar úr austurbænum. Réttast væri að hýða þá opinberlega og þeir sem tala máli hópsins eru landráðamenn.“
.
Guðni Elísson
Lesbók
1. september 2007
Það er áhugavert að sjá hvernig íslenska fjölmiðlasamfélagið mótar með sér skilning á náttúruverndarsamtökunum Saving Iceland en fulltrúar þeirra aðhyllast borgaralega óhlýðni og hefur gjarnan verið lýst sem atvinnumótmælendum í samtímaumræðunni. Hér eru fyrst tvær almennar skilgreiningar á hugtakinu. Höfundar eru Ingi Geir Hreinsson og Birkir Egilsson:
„Ofdekraður, ofmenntaður einstaklingur sem aldrei hefur unnið handtak á sinni ævi, aldrei migið í saltan sjó eða tekið skóflustungu […]. Fjölmiðlasjúk fyrirbæri sem koma vælandi inn í kerfið sem þau eru að mótmæla. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeirra málstað. Það er fólk sem virkilega trúir og vill breytingar. Ég legg til að þau skilji sig frá þessu fólki, eins og Saving Iceland, það er þeim bara til minnkunar.“
Read More
júl 13 2007
Náttúruvernd, Saving Iceland@isl, Stóriðja
Alþjóðlegu aðgerðasamtökin Saving Iceland skipuleggja götupartí í andstöðu við stóriðju og stórar stíflur á Íslandi og um allan heim. Fram koma nokkrir þekktir íslenskir plötusnúðar m.a. DJ Eyvi, DJ Kiddy Ghozt and DJ Arnar (Hugarástand).
„Rave Against The Machine“ mun eiga sér stað laugardaginn 14. júlí og hefst klukkan 16.00 við goshver Perlunnar í Öskjuhlíð
„Þetta byggir á evrópskri mótmælahefð, að „endurheimta göturnar“ eða „Reclaiming the streets“. Þegar upp er staðið er það á götunum sem viðnámið er gegn yfirvaldinu, það er á götunum sem daglega lífið fer fram og því þarf að breyta þeim í svæði þar sem fólk getur notið lífsins, skapað og nært sig andlega“ segir Sigurður Harðarson frá Saving Iceland.
Read More
maí 11 2007
Actions, Stóriðja
Nú verður gengið til kosninga á morgun(í dag) og í því tilefni er rétt að minna fólk á þá lýðræðislegu ábyrgð sem hver og einn ber. Andstæðingar stóriðjustefnu gengu í gær niður Laugarveginn og á kosningaskrifstofur núverandi ríkisstjórnar til að minna á stefnu sem hún hefur staðið fyrir síðastliðin ár hvað varðar náttúruspjöll og stóriðjuframkvæmdir á íslandi. Ekki selja atkvæði þitt fyrir græna frostpinna, barmerki og pulsur. Ekki falla fyrir innantómum loforðum framtíðarinnar, ekki smitast af afstöðuleysi neysluhyggjunnar . Fortíðin sýnir greinilega hvaða hugarfar og stefnu þessir flokkar standa fyrir. Gerðu skynsemisgyðjuna glaða! Taktu skynsama afstöðu MEÐ framtíðinni.
des 21 2006
ALCOA, Grænþvottur, Hlutdrægni fjölmiðla, Kapítalismi, Kúgun, Landsvirkjun, Lýðræðishalli, Lögregla @is, Náttúruvernd, Stóriðja
1
Hlutverk stórfyrirtækja er alltaf að færa eigendum sínum aukinn auð og völd. Því stærri og umsvifameiri sem fyrirtæki verða því meiri áhersla verður á þetta. Sama á við um öll kerfi og stofnanir manna sem ætlað er að stýra samfélagi, því stærri sem þau verða, því meira snúast þau um að viðhalda sjálfum sér. Má vera að til séu stór fyrirtæki sem þetta á ekki við um en þau eru svo fá að þau ná ekki að hafa áhrif á valdaskipulag markaðarins. Read More
ágú 05 2006
ALCOA, Impregilo, Kárahnjúkavirkjun, Kúgun, Landsvirkjun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Saving Iceland, Stóriðja
Fréttablaðið
„Mér var hótað handtöku, það voru teknar myndir af okkur í tjaldbúðunum við Snæfell, ég var krafin um að sýna ökuskírteini og það var skoðað inn í bílinn hjá mér,“ segir Hrund Ólafsdóttir sem var stödd í fjölskyldubúðum við Snæfell í grennd við virkjanasvæðið á Kárahnjúkum um síðustu helgi. „Mér er stórlega misboðið hvernig lögreglan kom þarna fram við venjulega borgara og erlenda gesti.“
Hrund segir að lögregla hafi viðhaft ógnandi framkomu við fólk sem var þarna statt til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum og henni kom á óvart hversu margir þeir voru á svæðinu, en hún sá sjálf um það bil tíu lögregluþjóna.
„Við friðsama mótmælastöðu á landi í almenningseign kom lögregluþjónn til mín og hótaði mér handtöku ef ég færi lengra. Fólki er frjálst að vera þarna og því get ég ekki sætt mig við þessa hótun.“ Hrund segir að lögreglumenn í ómerktum bílum hafi tekið myndir af fólki og neitað að upplýsa tilganginn með því. Svo þegar Hrund var á leið burt af svæðinu var hún stöðvuð af lögreglu og krafin um ökuskírteini. „Á meðan gengu sex lögreglumenn kringum bílinn og voru að skoða inn um rúðurnar. Maður veltir fyrir sér hver það er sem borgar þessa löggæslu og hver ákveður að hafa svona marga menn á svæðinu. Mér finnst þessi framkoma lögreglunnar alveg með ólíkindum.“
maí 09 2006
Actions, ALCOA, Grænþvottur, Hagfræði, Náttúruvernd, Stóriðja
Alþjóð er boðið í Partí þann 15. Maí við Nordica Hotel til þess að mótmæla þeirri stefnu sem ríkisstjórnin og frammámenn viðskiptalífsins hafa markað í iðnaðar og viðskiptamálum.
Hafið þið velt fyrir ykkur hvers vegna svo fáir mæta í íslensk mótmæli? Við höfum svarið við því. Það er vegna þess að þau eru svo leiðinleg og molluleg að þau eru betur fallin til þess að drepa niður baráttuandann fremur en hitt.
Einhverra hluta vegna virðist hafa skapast hefð fyrir því að íslenskir mótmælendur standi stirðir og þegi þunnu hljóði hvar sem þeir koma saman, og í okkar huga vekur það spurningar eins og: hver hlustar á þá sem þegja? Þessu viljum við breyta og höfum við því ákveðið að gera tilraun til þess þann 15. Maí. þegar The Economist heldur ráðstefnu sem kostuð er af ALCOA, FL Group, Landsbankanum og KOM (sjá nánar: http://www.ogmundur.is/news.aspid=658&news_ID=2601&type=one Read More
mar 29 2006
Actions, ALCOA, Grænþvottur, Kárahnjúkar, Lýðræðishalli, Náttúruvernd, Saving Iceland, Stóriðja
Tími: 21.-31. júlí 2006
Staðsetning: Tjaldstæði við Snæfellsskála.
Read More
jan 03 2006
Climate Change, Dams, Ecology, Greenwash, Grænþvottur, Guðmundur Páll Ólafsson @is, hydropower, Kárahnjúkar, Landsvirkjun, Mengun, Náttúruvernd, Pollution, Stíflur @is, Stóriðja
Hjörleifur Guttormsson
3. janúar 2006
Áhrif aurburðar í jökulám á kolefnishringrás og loftslagsbreytingar
Talsmenn stóriðju hérlendis hafa hampað því óspart að með tilliti til gróðurhúsalofts mengi vatnsaflsvirkjanir allt að tífalt minna en virkjanir sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þessum aðilum sést yfir að Kyótósáttmálinn skammtar iðnríkjunum ákveðinn kvóta og segir ekkert fyrir um hvernig hann er nýttur og að ekki er greint alþjóðlega á milli einstakra þátta sem mengun valda. Ýmsir hafa líka bent á að vatnsaflsvirkjanir eru misjafnar innbyrðis með tilliti til losunar gróðurhúsalofts, m.a. hefur heimsnefndin um stíflur (World Commission on Dams) bent á sérstöðu virkjana í jökulám.
Read More
okt 13 2005
ALCOA, Hagfræði, Hrunið, Kárahnjúkavirkjun, Landsvirkjun, Stóriðja
Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði.
Margir hafa orðið til að gagnrýna framkvæmdir Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Sumir gagnrýnendur telja náttúrufórnir tengdar framkvæmdinni óásættanlegar. Aðrir, þar á meðal stór hópur hagfræðinga, telja að Landsvirkjun og iðnaðarráðuneyti hafi ekki tekist að sýna fram á að ávinningur í krónum og aurum sé meiri en svari til þeirra verðmæta í krónum og aurum sem til er fórnað. Skiljanlega getur verið erfitt að sætta sjónarmið hörðustu náttúruverndarsinna annars vegar og Landsvirkjunar hins vegar. Fyrirfram hefði mátt ætla að auðvelt væri að sætta sjónarmið Landsvirkjunar og hagfræðinga/viðskiptafræðinga og bankamanna. Til þess þarf aðeins að leggja fram gögn og reikna út. En þar stendur hnífur í kú. Gagnrýni hagfræðinga og bankamanna er þríþætt. Í fyrsta lagi er gagnrýnt að framkvæmdin skuli gerð í skjóli ríkisábyrgðar á lánum hennar vegna. Í öðru lagi er gagnrýnt að ekki skuli lagt mat á verðmæti allra þeirra gæða sem fórnað er í þágu virkjunarinnar. Í þriðja lagi er gagnrýnt að arðsemi virkjunarinnar sé lítil og það jafnvel þó svo sumir kostnaðarþættir séu ekki taldir með.
Forstjóri LV reynir að svara gagnrýni í Morgunblaðinu 12. sept. sl. Hann svarar fyrsta atriðinu með því að benda á að Landsvirkjun greiði ríkisábyrgðargjald af lánum. Rétt er það að hægt er að svipta LV hagræðinu af ríkisábyrgð með því að rukka nægjanlega hátt ríkisábyrgðargjald af fyrirtækinu. Í þessu sambandi má minna á að í upphafi stóð til að stofna sérstakt fyrirtæki um stórvirkjun á Austurlandi og beita svokallaðri verkefnafjármögnun. Ekki stóð til að veita því fyrirtæki ríkisábyrgð á lánum. Horfið var frá þessum áformum um verkefnafjármögnun. Það var greinilega mat iðnaðarráðuneytisins og forystu LV um aldamótin 2000 að það væri hagfelldara fyrir verkefnið að taka lán með ríkisábyrgð og ríkisábyrgðargjaldi en án. Landsvirkjun hefur því óbeint upplýst okkur um að ríkisábyrgðargjaldið sé of lágt.
Forstjóri LV telur í svari sínu ómögulegt að leggja mat á tilvistargildi landsvæðanna sem fórnað er. Til vara bendir hann á að David Bothe hafi komist að þeirri niðurstöðu í doktorsritgerð sinni að núlifandi Íslendingar telji tilvistargildið lítið. Forstjórinn verður að gera upp við sig hvort það sé mögulegt eða ómögulegt að leggja mat á tilvistargildi. Er það ómögulegt ef hann heldur að útkoman verði honum óhagstæð, er það mögulegt ef hann telur að útkoman verði honum þóknanleg? Vonandi er þessi afstaða ekki lýsandi fyrir áætlanagerð fyrirtækisins almennt. En varla getur það talist stórmannlegt af fyrirtæki sem stendur fyrir stærstu framkvæmd Íslandssögunnar að fela sig á bak við niðurstöður námsmanns sem varð að sníða umfang rannsóknar sinnar að afar takmarkandi útgjaldaramma.
Kemur þá að þriðja atriðinu. Forstjórinn vísar til þess að raunarðsemi af Kárahnjúkavirkjun sé ætluð 5,5%. Þessi tala skiptir þó ekki máli má skilja af skrifum hans heldur stærð sem hann kallar arðsemi eiginfjár Kárahnjúkavirkjunar. Þessi arðsemi er heil 11% segir hann bara nokkuð drjúgur, enda 11 nákvæmlega tvöfalt stærri tala en 5,5. Hefði ríki, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær tekið segjum 25 milljarða af skattfé og lagt fram sem hlutafé í slíku félagi þá er það rétt og satt að arðsemi eiginfjár Kárahnjúkavirkjunar hf. hefði skipt skattgreiðendur nokkru máli. En þessi leið var ekki farin. Eigiðfé Kárahnjúkavirkjunar er afgangsstærð sem verður til þegar ljóst er hver hagnaður LV er þau ár sem framkvæmdir standa á Kárahnjúkasvæðinu. Þessi stærð hoppar upp og niður eftir því hver þessi hagnaður er og hverjir vextir eru á alþjóðamörkuðum. Báðar stærðirnar, eigiðfé Kárahnjúkavirkjunar og arðsemi þess hoppa fram og til baka eins og börn í leikafangabúð um jólaleytið. Með því að hækka vexti á alþjóðamörkuðum úr 3,5% í 7% má lækka útreiknaða arðsemi eiginfjár í 1%. Með því að lækka eiginfjárhlutfallið niður í næstum ekki neitt en ganga út frá 3,5% vöxtum erlendis má láta útreiknaða arðsemi eiginfjár Kárahnjúkavirkjunar verða 100%, 1000%, 1000000% eða hverja aðra tölu sem þykir áhugaverð! En þar fyrir utan þá skiptir þessi tala skattgreiðendur og aðra þegna landsins litlu máli. Það sem skiptir máli er hvaða ávinningur fæst af Kárahnjúkaævintýrinu umfram önnur efnahagsleg ævintýri sem þegar eru sögð og framkvæmd á vegum Íslands hf. Ávöxtun á hlutabréfamarkaði á Íslandi bendir til að ávinningur af fjárfestingum íslenskra einkafyrirtækja sé langt umfram það sem endurspeglast í þeim 5,5% sem forstjórinn nefnir svo feimnislega. Því verður að skjóta inn hér að þessi 5,5% eru of há tala því það er eftir að draga frá kostnað vegna ómetinna umhverfisfórna eins og þegar hefur verið drepið á. Gagnrýnendur Kárahnjúkaframkvæmdanna úr hópi „peningamanna“ óttast þess vegna að virkjanaframkvæmdirnar nú séu á kostnað arðsamari verkefna á vegum einkaaðila. Hafi þeir rétt fyrir sér hefði Ísland hf. verið betur sett án álversvirkjunarinnar fyrir austan.
Svar forstjóra LV er ekki til þess fallið að veita þeim hugarró sem hafa áhyggjur af ávinningi Íslands hf. af Kárahnjúkavirkjun. Þvert á móti vakna efasemdir um hvort æðsta stjórn fyrirtækisins geri sér ljóst hvert umboð hennar sé og hverjir umbjóðendurnir. Það ætti að hvetja til árvekni gagnvart framtíðaráformum fyrirtækisins, því miður.
Höfundur er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands (VHHÍ). Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu.
sep 06 2005
ALCOA, Economics, Hagfræði, Kárahnjúkar, Landsvirkjun, Morgunblaðið, Náttúruvernd, Pollution, Repression, Stóriðja
Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur
Þuríður Einarsdóttir, kvikmyndagerðarmaður
Æ fleirum verður ljóst hversu misráðið var að fara út í byggingu Kárahnjúkavirkjunar og myndu vilja hætta við. Samkvæmt Gallupkönnun sem Náttúruverndarsamtök Íslands létu gera í mars s.l. töldu tæp 40% landsmanna virkjunina vera mistök. Gamalt spakmæli segir að ef maður er á rangri leið þá sé aldrei of seint að snúa við. Frá sjónarhóli náttúruverndar skiptir mestu að hætt sé við áður en byrjað er að fylla uppistöðulónið sem veldur mestum náttúruspjöllum. Sjálf stíflan veldur tiltölulega litlum skemmdum miðað við allt það landflæmi sem á að fara undir vatn. En þar að auki má færa efnahagsleg rök fyrir því að það sé ávinningur af því að stöðva framkvæmdirnar núna. Hugsum þennan möguleika til enda.
Read More